Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2001, Blaðsíða 30

Frjáls verslun - 01.03.2001, Blaðsíða 30
Bíllinn, sem allir gætu uerið sammála um að sé „draumabillinn", hefur sennilega ekki verið smíðaður ennþá. Hinn splunkunýi Audi A4 kemst þó nálægt því að uppfylla allar okkar óskir og jafnvel þeirra kröfuhörðustu líka. Með þessum bíl fylgir Audi þeirri línu sem búið var að leggja og auðsætt er að margt hefur verið sótt til „stóra bróður" Audi AB. f útliti eru þeir svipaðir en þó hefur A4 sitt eigið yfirbragð og sérstöðu. Að innan er hann nýr og glæsilegur og yfirbragðið fágað og fallegt en að utan má sjá merki hinnar nýju útlitshönnunar sem bílar frá Audi hafa fylgt að undanförnu. Glær framljós, vatnskassa- hlífin og há „mittislfna" er eðlilegt framhald af því sem byrjað var á. Hjólhafið hefur verið aukið og yfirbyggingin vaxið í allar áttir, sem leiðir af sér mun meira rými að innan. Meira rými er fyrir farþega í fram- og aftursætum, sérstaklega fyr- ir hnén, en það er harla gott fyrir þá sem hafa langa fætur. Pláss fyrir höfuð og herðar er einnig meira og sömuleiðis fyrir farangur, en farangursrýmið rúmar 445 lítra. Notkun nýjustu tækni í smíði A4 kemur vel í Ijós strax við fyrstu ökuferð í bílnum. Enn hefur tek- ist að bæta frábært umhverfi ökumanns sem líður eins og hann sé í klæðskerasaumuðu umhverfi. Klæðning er í hæsta gæðaflokki og frágangur innanrýmis er sérlega fágaður sem eykur þægindi og vellíðan í akstri. Staðalbúnaður hefur verið aukinn og má til dæmis nefna loftfrísk- unarbúnað (Automatic air conditioning]. Ökumaður og farþegi í framsæti geta valið hvor sitt kjörhitastig í akstrinum. Það að vita til þess að öryggi var meðal þess sem haft var í huga við endur- hönnun Audi A4, vekur þægindatilfinningu með ökumanninum. □ryggisbúnaðurinn, sem lengi hefur verið aðalsmerki Audi var endur- hannaður og fínpússaður fyrir þennan nýja bíl. Alls eru öryggispúð- arnir orðnir sex, þar á meðal eru SIDEGUARD, ný lausn Audi á höf- uðöryggispúðum, sem nú er staðalbúnaður í öllum gerðum Audi A4. Þessir öryggispúðar, sem byggðir eru inn í þakbrúnina, hlífa nær allri hlið bílsins að innan, þannig að minni hætta er á því að ökumaður og farþegar skaðist á höfði við að slást í hlið bílsins komi til áreksturs. Líkt og í öðrum gerðum Audi er val á framdrifi annars vegar eða quattro, hinu heimsþekkta aldrifi frá Audi. Val er á fimm eða sex gíra handskiptum gírkassa jafnt og stiglausri sjálfskiptingu sem hjá Audi nefnist multitronic. Með multitronic-skiptingunni getur öku- maðurinn valið á milli þess að láta stiglausa sjálfskiptinguna um að velja besta skiptihlutfallið eða rennt skiptistönginni til hliðar og átt þá kost á því að velja sex mismunandi handskiptistig. Með nýju tveggja lítra bensínvélinni og sjálfskiptingunni er bíllinn mjög þægilegur í akstri. Vélin er 4ra strokka línuvél með 1.984cc rúmtak. Hún er með fimm ventla á hverjum strokki og 130 hestöfl við 5.700 snúninga og nær hámarkssnúningsvæginu, 195 Nm við 3.300 snúninga. Þessi vél kemur A4 frá kyrrstöðu í 100 km/klst á 9,9 sekúndum og hámarkshraðinn er 212 km/klst. Meðaleyðslan er sögð vera 7,9 lítrar á hundraðið. Að framansögðu er það því kannski engin furða að hægt sé með sanni að kalla Audi A4 „draumabílinn".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.