Frjáls verslun - 01.03.2001, Blaðsíða 70
Álit hf., Engjavegi 6, býður alhliða rekstrarþjónustu við tölvukerfi fyrirtækja:
Oháð ráðgjöf -
mikill styrkur
Seljum ekki vörur - einungis þjónustu, segir Guðni B. Guðnason framkvæmdastjóri
Guðni B. Guðnason, framkuæmdastjóri Álits hf. „Ifið erum óháð vörumerkjum
og teljum það uera mjög mikilvægt til að öðlast trúverðugleika í ráðgjöf og
rekstrarþjónustu,“ segir hann.
Sæfaerg Sigurðssnn, forstöðumaður gæða- og öryggismála. „Uið stefnum á að
verða fyrsta íslenska fyrirtækið sem fær gæðakerfi sitt vottað samkvæmt BS
7799 öryggisstaðlinum.'1
Alit er óháð fyrirtæki í upplýsingatækni
sem býður sueigjanlega og breiða þjón-
ustu uið rekstur og uppbyggingu töluu-
kerfa fyrirtækja. Álit stefnir að þuí að uerða
fyrst íslenskra fyrirtækja til að taka í notkun
uottað öryggiskerfi samkuæmt BS7799 síðar á
þessu ári.
Guðni B. Guðnason hefur starfað sem fram-
kvæmdastjóri Álits frá því fyrirtækið var sett
á laggirnar fyrir fjórum árum. í upphafi störf-
uðu sex manns hjá fyrirtækinu, en starfsfólki
hefur fjölgað jafnt og þétt og eru nú yfir 50
manns í vinnu hjá Áliti.
„Við veitum alhliða rekstrarþjónustu við
tölvukerfi fyrirtækja, það má því segja að hluti
af okkar starfi sé að sinna hlutverki tölvudeilda
fyrirtækja. Við sjáum um rekstur tölvukerf-
anna, skiptum út búnaði og aðstoðum not-
endur. Ekki síður leggjum við ríka áherslu á að
veita breiða þjónustu og sinna ekki bara
rekstri kerfanna. Við færum þekkingu inn í
fyrirtækin, hjálpum okkar viðskiptavinum að
nýta tölvukerfi sín sem best og veitum þeim
ýmsa ráðgjafarþjónustu, t.d. á sviði öryggis-
mála, fræðslumála tengdum tölvum, upplýs-
ingafræði við skipulagningu skjalasafna og
þannig mætti lengi telja. Við bjóðum einnig
Guðríður Sigurðardóttir, kynningar- og ráðningar-
stjóri, sér m.a. um kynningu fyrirtækisins og
starfsmannamál í samstarfi við IMG. „Uið lítum á
það sem lykilatriði að huga vel að starfsmannamál-
um og höfum lagt í mikla vinnu á því sviði.“
hugbúnaðargerð að vissu marki. Forritarar
okkar byggja í þeim tilfellum upp sérhæfð kerfi
innan tölvukerfisins hjá viðkomandi fyrirtæki.
Einnig fá viðskiptavinirnir aðgang að kerfisvist-
un, hvort sem það er hýsing eða kerfisveita og
aðstoð við að koma á góðum gagnasamskipt-
um. Álit hefur frá upphafi lagt áherslu á góð
og persónuleg tengsl við viðskiptavini sína og
hefur fjölbreytni þjónustunnar sem Álit veitir
nú, þróast í takt við væntingar og þarfir við-
skiptavina, í nánu samstarfi við þá,“ segir
Guðni B. Guðnason, framkvæmdastjóri Álits.
Óháð fyrirtæki
Sérstaða Álits er einkum tvenns konar. Að
sögn Guðna felst hún í fyrsta lagi í rekstrar-
reynslu og þekkingu. Innan þess geira sem
Álit starfar telst fjögurra ára fyrirtæki gam-
alt í hettunni og hefur því reynslu fram yfir
mörg önnur fyrirtæki sem veita svipaða
þjónustu. Álit hefur einnig á að skipa reyndu
og vel menntuðu starfsfólki. í öðru lagi er
sérstaðan fólgin í óháðri ráðgjöf og þjón-
ustu. Álit hefur hvorki umboð fyrir vöru-
merki né selur það nokkrar vörur, hvorki
hug- né vélbúnað heldur veitir einvörðungu
þjónustu. „Við erum óháð fyrirtæki og leggj-
um mikið upp úr því, teljum það vera einn
EIMMMD
70