Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2001, Blaðsíða 56

Frjáls verslun - 01.03.2001, Blaðsíða 56
og hann segir sjálfur, þegar það var hringt í hann frá Manchest- er í desember fyrir rúmu ári og hann beðinn um að gerast tæknilegur framkvæmdastjóri í fyrirtæki, sem þróar forrit. Njáll og kona hans höfðu þegar rætt að það væri ekki úr vegi að flytja til útlanda á ný, enda börnin farin að heiman. Fyrirtækið, sem heitir EP-one Plc. er meðal annars að þróa vinnumiðlunarforrit, sem Njáll hefur unnið við. Niðurstaðan er lst4jobs, sem er hugsað sem vinnumiðlun á Netinu, ætlað stórum atvinnurek- endum og vinnumiðlunarskrifstofum. Um þessar mundir er verið að semja við fyrirtæki í eigu danskra aðila í Dubai, sem þegar er með fyrirtækjaskrá með 200 þúsund fyrirtækjum um öll Mið-Austurlönd. EP-one Middle East er fyrirtæki, sem hefur verið stofnað til að halda utan um þau umsvif sem teygja anga sína til Suður-Afríku, Ástr- alíu og Indlands en Njáll á hlut í þvi fyrirtæki. En það er ekki einfalt mál fyrir Vesturlandabúa að komast inn í atvinnurekstur á stöðum eins og Dubai. „Ekki er nóg að mæta bara á staðinn," segir Njáll, „heldur er nauðsynlegt að vera inn undir hjá yfirvöldum og þekkja innfædda. Með góð sambönd er enginn vandi að starfa þarna, en jafn ómögulegt án þeirra. Fram- kvæmdasljórinn okkar er Breti, sem hefur verið búsettur þarna í 25 ár og hefur réttu samböndin. Furstarnir þarna eru stórir karlar. Einn þeirra, sem við höfum skipt við, rekur frægt árlegt hestaveðhlaup í Dubai. Eitt sinn þegar til stóð að halda veðhlaup- ið hafði rignt um nóttina, svo sandurinn í hlaupabrautinni var blautur. Þá var fenginn heill her af Sikorsky þyrlum til að fljúga svo lágt yfir brautina að sandurinn þornaði." Hlutí af því sem EP-One Plc. hefur upp á að bjóða er forrit frá kanadísku fyrirtæki, Impatica sem EP-One Plc. á hlut í. Það hefur þróað aðferð til að senda ijölmiðlunarefni beint um Net- ið án þess að nota Plug Ins eins og Real Player, tíl dæmis Power Point skjöl og Director Movies, í stað þess að þurfa að hlaða þeim niður fyrst. Þetta forrit var kynnt á CeBit-sýning- hluthafi í Impatica, sem kom tíl okkar, þvi hann var orðinn þreyttur á að fara á milli fyrirtækja og tala við einhverja 22 ára stráka. Eg fylgist með í forrituninni, líka af þvi ég hef verið með frá byrjun, en hef þess utan viðskiptareynslu. Það er góð blanda.“ En Njáll hefur nokkuð sérstakan hóp aðstoðarmanna í bak- höndinni. Fjrir utan að hafa í kringum sig lítinn hóp valinna for- ritara þá er hann í sambandi við 268 forritara í Novisibrisk í Sí- beríu. „Þó við getum leyst margt hér innanhúss þá hef ég enn ekki rekist á það vandamál sem Rússarnir geta ekki leyst,“ seg- ir hann fullur aðdáunar. Njáll komst í samband við þá þegar hann var að leita að forriturum, sem gætu lokið við að skrifa crime-on-line. Njáll hefur aldrei séð þessa samstarfsmenn sína í Síberíu, en það fyrsta verk hans á morgnana er að athuga tölvupóstinn og sjá hverju þeir hafa skilað síðan daginn áður. Þó tölvupósturinn snúist um forritun, fá smá svipmjmdir af lífinu í Síberíu að fljóta með, eins og timburmennirnir eftír kvennadaginn, sem er frídagur í Rússlandi. Lífið er vodka og vinna. Forritararnir eru flestír hámenntaðir vísindamenn, sem hafa flosnað frá vísindastofnunum eða hergagna- og kjarnorku- iðnaðinum. Vinna þeirra er skipulögð af bandarísku fyrirtæki, þóknun er greidd inn á bankareikning í Bandaríkjunum og þjónusta þeirra er notuð af stórfyrirtækjum um allan heim. Upplýsingar um þá er meðal annars að finna á superhighway.is. Einföld fórnarlömb, útsmognir svindlarar Það er engu likara en að flest fyrirtæki hvar sem er í heiminum hafi fengið bréf með gylliboðum af nígerískum aðilum, því Nígeríumenn hafa fengið orð á sig um allan heim fyrir þessa starfsemi sína. „í Nýju blikk- smiðjunni fékk ég heilmikið af þessum bréfum. Þegar ég var far- inn að fást við Netið datt mér í hug að nota það til að viðra óhreinu nærfötin þeirra þar. Þetta vatt fljótt upp á sig og úr varð vettvangur fyrir fólk, sem vantaði upplýsingar um þessa starf- Ætli ég yrði ekki drepinn á staðnum Aðspurður segist Njáll aldrei hafa orðið var við Nígeríumennina eða fundið að þeir ömuðust við síðunum hans, en hann segist ekki láta sér detta í hug að fara til Nígeríu. „Ætli ég yrði ekki drepinn á staðnum," bætir hann við glottandi. 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.