Frjáls verslun - 01.03.2001, Síða 56
og hann segir sjálfur, þegar það var hringt í hann frá Manchest-
er í desember fyrir rúmu ári og hann beðinn um að gerast
tæknilegur framkvæmdastjóri í fyrirtæki, sem þróar forrit. Njáll
og kona hans höfðu þegar rætt að það væri ekki úr vegi að flytja
til útlanda á ný, enda börnin farin að heiman. Fyrirtækið, sem
heitir EP-one Plc. er meðal annars að þróa vinnumiðlunarforrit,
sem Njáll hefur unnið við. Niðurstaðan er lst4jobs, sem er
hugsað sem vinnumiðlun á Netinu, ætlað stórum atvinnurek-
endum og vinnumiðlunarskrifstofum.
Um þessar mundir er verið að semja við fyrirtæki í eigu
danskra aðila í Dubai, sem þegar er með fyrirtækjaskrá með
200 þúsund fyrirtækjum um öll Mið-Austurlönd. EP-one
Middle East er fyrirtæki, sem hefur verið stofnað til að halda
utan um þau umsvif sem teygja anga sína til Suður-Afríku, Ástr-
alíu og Indlands en Njáll á hlut í þvi fyrirtæki.
En það er ekki einfalt mál fyrir Vesturlandabúa að komast inn
í atvinnurekstur á stöðum eins og Dubai. „Ekki er nóg að mæta
bara á staðinn," segir Njáll, „heldur er nauðsynlegt að vera inn
undir hjá yfirvöldum og þekkja innfædda. Með góð sambönd er
enginn vandi að starfa þarna, en jafn ómögulegt án þeirra. Fram-
kvæmdasljórinn okkar er Breti, sem hefur verið búsettur þarna
í 25 ár og hefur réttu samböndin. Furstarnir þarna eru stórir
karlar. Einn þeirra, sem við höfum skipt við, rekur frægt árlegt
hestaveðhlaup í Dubai. Eitt sinn þegar til stóð að halda veðhlaup-
ið hafði rignt um nóttina, svo sandurinn í hlaupabrautinni var
blautur. Þá var fenginn heill her af Sikorsky þyrlum til að fljúga
svo lágt yfir brautina að sandurinn þornaði."
Hlutí af því sem EP-One Plc. hefur upp á að bjóða er forrit
frá kanadísku fyrirtæki, Impatica sem EP-One Plc. á hlut í. Það
hefur þróað aðferð til að senda ijölmiðlunarefni beint um Net-
ið án þess að nota Plug Ins eins og Real Player, tíl dæmis
Power Point skjöl og Director Movies, í stað þess að þurfa að
hlaða þeim niður fyrst. Þetta forrit var kynnt á CeBit-sýning-
hluthafi í Impatica, sem kom tíl okkar, þvi hann var orðinn
þreyttur á að fara á milli fyrirtækja og tala við einhverja 22 ára
stráka. Eg fylgist með í forrituninni, líka af þvi ég hef verið með
frá byrjun, en hef þess utan viðskiptareynslu. Það er góð
blanda.“
En Njáll hefur nokkuð sérstakan hóp aðstoðarmanna í bak-
höndinni. Fjrir utan að hafa í kringum sig lítinn hóp valinna for-
ritara þá er hann í sambandi við 268 forritara í Novisibrisk í Sí-
beríu. „Þó við getum leyst margt hér innanhúss þá hef ég enn
ekki rekist á það vandamál sem Rússarnir geta ekki leyst,“ seg-
ir hann fullur aðdáunar. Njáll komst í samband við þá þegar
hann var að leita að forriturum, sem gætu lokið við að skrifa
crime-on-line. Njáll hefur aldrei séð þessa samstarfsmenn sína
í Síberíu, en það fyrsta verk hans á morgnana er að athuga
tölvupóstinn og sjá hverju þeir hafa skilað síðan daginn áður.
Þó tölvupósturinn snúist um forritun, fá smá svipmjmdir af
lífinu í Síberíu að fljóta með, eins og timburmennirnir eftír
kvennadaginn, sem er frídagur í Rússlandi. Lífið er vodka og
vinna. Forritararnir eru flestír hámenntaðir vísindamenn, sem
hafa flosnað frá vísindastofnunum eða hergagna- og kjarnorku-
iðnaðinum. Vinna þeirra er skipulögð af bandarísku fyrirtæki,
þóknun er greidd inn á bankareikning í Bandaríkjunum og
þjónusta þeirra er notuð af stórfyrirtækjum um allan heim.
Upplýsingar um þá er meðal annars að finna á superhighway.is.
Einföld fórnarlömb, útsmognir svindlarar Það er engu likara en
að flest fyrirtæki hvar sem er í heiminum hafi fengið bréf með
gylliboðum af nígerískum aðilum, því Nígeríumenn hafa fengið
orð á sig um allan heim fyrir þessa starfsemi sína. „í Nýju blikk-
smiðjunni fékk ég heilmikið af þessum bréfum. Þegar ég var far-
inn að fást við Netið datt mér í hug að nota það til að viðra
óhreinu nærfötin þeirra þar. Þetta vatt fljótt upp á sig og úr varð
vettvangur fyrir fólk, sem vantaði upplýsingar um þessa starf-
Ætli ég yrði ekki drepinn á staðnum
Aðspurður segist Njáll aldrei hafa orðið var við Nígeríumennina eða fundið að þeir ömuðust við síðunum
hans, en hann segist ekki láta sér detta í hug að fara til Nígeríu. „Ætli ég yrði ekki drepinn á staðnum,"
bætir hann við glottandi.
56