Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2001, Blaðsíða 82

Frjáls verslun - 01.03.2001, Blaðsíða 82
KOSTIR VIÐBÓTARLÍFEYRISSPARNAÐAR Hjá Landsbanka íslands eru nú á annan tug þúsunda manna og kvenna sem nýta sér þjónustu varðandi lífeyris- sparnað. Leiðir þeirra sem vilja nota sér viðbótarlífeyrs- sparnaðinn eru margar, eða 13 ávöxtunarleiðir og þannig tryggt að hver og einn finni það sem honum hentar. „Við kynnum viðskiptavinum okkar þjónustuna fyrst og fremst í útibúum bankans þar sem þjónustufulltrúar okkar spyrja gjarnan að því hvort viðkomandi hafi nýtt sér hana og segjum honum frá kostum sparnaðarins,“ segir Guðrún Olafs- dóttir, sérfræðingur í einstaklingsviðskiptum hjá Landsbanka Islands. „Einnig förum við í heimsóknir í fyrirtæki til að kynna þessa þjónustu og hefur henni verið afburða vel tekið. Við höf- um þétt dreifinet og tryggjum með því launafólki ákveðið ör- yggi, en það er það m.a. sem fólk væntir þegar um lífeyris- sparnað er að ræða.“ Eftir lagabreytingarnar sem gerðar voru á árinu 2000 eiga launþegar þess kost að leggja fyrir allt að 4% af launum sínum í viðbótarlífeyrissparnað og fá á móti framlag frá ríkissjóði í gegnum launagreiðanda sem stendur skil á framlaginu gagn- vart launþega. Meðal þeirra launþegasamtaka sem samið hafa um aukið mótframlag launagreiðanda, eru VR, LÍV, VMSÍ, SAMIÐN, Rafiðnaðarsambandið, LANDIÐN, Flóabandalagið, BHM, BSRB, Kennarasamband Islands og fleiri. Skattahagræðið og ávinningurinn er augljós að sögn Guð- rúnar. „Við getum tekið sem dæmi hjón sem hafa hvort um sig 170.000 kr. í laun á mánuði. Eiginkonan leggur fyrir í viðbótar- lífeyrissparnað og nýtir öll réttindi sín, en eiginmaðurinn ekki. Þannig er hún að leggja fyrir 9.180 kr. á mánuði miðað við 1,4% mótframlag, en útborguð laun hennar lækka aðeins um 4.164 kr. Reyndar hefur eiginmaðurinn 4.164 kr. meira til ráðstöfun- ar en á móti tapar hann 2.380 kr. mótframlögum frá ríkissjóði og launagreiðanda, leggur ekkert fyrir og nýtur ekki tekju- skattsfrestunar líkt og eiginkonan." Þóra Katrín Gunnarsdóttir, lifeyrisráðgjafi hjá Landsbréfum, segir launþegum og launagreiðendum einnig frjálst að gera einstaklingsbundna samninga sín á milli um aukið mótframlag í viðbótarlífeyrissparnað. Sífellt færist í vöxt að launagreiðend- ur greiði hærra mótframlag og getur það í mörgum tilfellum verið hagstætt fyrir báða aðila. Sjálfstæðir atvinnurekendur geta einnig skilað hærra mótframlagi til eigin sparnaðar. „Þess þarf svo að gæta hvar best er að setja sparnaðinn," segir Þóra Katrín. „Sé söfnunartíminn skemmri en 10 ár, er skynsamlegra að setja þá í öruggari ávöxtunarleiðir þar sem sveiflur í ávöxtun eru minni. Þeir sem eiga meira en 10 ár af söfnunartíma sínum eftir eru oftast betur í stakk búnir til að taka áhættu og standa af sér hugsanlegar sveiflur sem geta orðið í ávöxtun áhættusæknari leiða.“ S!1 Einnig förum við í heimsóknir í fyrirtæki til að kynna þessa þjónustu og hefur henni verið afburða vel tekið. 82
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.