Frjáls verslun - 01.03.2001, Blaðsíða 57
VIÐTflL VID NJAL HflRÐflRSON í MANCHESTER
semi. Netið er tílvalið, því það er aðgengilegt 24 tíma sólarhrings
árið um kring.“ Asóknin alls staðar að úr heiminum í þessar upp-
lýsingar sýnir hve útbreidd starfsemin er.
Þó Nígeríubúarnir starfi ótrauðir þá er víða fýlgst með
þeim, segir Njáll. Bæði breska og bandaríska lögreglan hefur
augun á þeim. Yfirmaður í United States Secret Service, USSS,
sem Njáll hefur verið í samstarfi við fer tíl Nígeríu mánaðar-
lega. „Þá er kannski 20-30 mönnum stungið í fangelsi, en svo
gerist ekkert meir. Það komu nýlega tveir lögreglumenn á veg-
um USSS tíl að ræða við mig og ég veit þeir nota mínar síður
mikið, tíl dæmis til að fýlgjast með nýjum nöfnum, sem koma
þar fram, bæði á mönnum og fyrirtækjum.“
Þegar Njáll er spurður út í þessi umsvif sín segist hann að
vissu leyti alltaf hafa verið á kafi í forvörnum, fyrst heima þeg-
ar hann leitaðist við að bæta aðstæður í verktakageiranum og
svo nú hér gangvart áþreifanlegum glæpum.
Það virðast engin takmörk fyrir hugmyndaauðgi Nígeríu-
mannanna þegar kemur að því að gabba fólk. Njáll segist vita
um menn, sem hafa farið til Nígeríu, hitt bankastjóra og ráð-
herra, en við nánari athugun kemur í ljós að þetta er bara undra-
heimur, sem er búinn tíl með leppum, leigðum skrifstofúm og
nafnaskiltum. „Svo koma menn tíl baka, alveg sannfærðir um að
allt sé í lagi því þeir hafa jú séð þetta allt sjálfir með eigin aug-
um, skrifstofurnar, bankastjórana, ráðherrana og allt liðið.“
Aðferðirnir, sem Nígeríumennirnir beita, eru margvíslegar.
Einna vinsælast er að bjóðast tíl að flytja peninga eða koma
peningum undan. Þeir hafa til dæmis samband við fyrirtæki og
bjóðast tíl að nálgast fyrir þau peninga fyrir verktakagreiðslur.
Það er þá alveg sama hvort viðkomandi fyrirtæki er verktaka-
fyrirtæki eða í einhveiju allt öðru. Ef fyrirtækið svarar að það
sé ekki verktaki og hafi ekki gert neina samninga í Nígeríu er
svarið að samningarnir séu þarna og fyrirtækið getí þá alveg
eins hirt greiðsluna. En áður en hún fæst greidd þarf bara að
borga hin og þessi gjöld og kannski senda 2-3 gullúr tíl að liðka
fyrir, sem er auðvitað ekki mikið þegar von er á milljónum doll-
ara. Þeir bjóða einnig oft lögfræðing til að sjá um greiðsluna og
þá fer auðvitað kostnaðurinn að hlaðast upp.
Svona flétta getur gengið í nokkur ár. Ef fyrirtækið dregur
sig síðan út líða kannski 1-2 ár og þá fara Nígeríumennirnir
aftur á stúfana. Þá er boðskapurinn sá að þeir hafi fundið við-
komandi mál og skilji ekki af hverju greiðslan hafi ekki verið
greidd því allt sé til reiðu. Kannski hafi verið eitthvert svindl
í spilinu, en nú sé allt í besta lagi. Aðeins þurfi að greiða eitt-
hvað - og síðan byrjar allt upp á nýtt.
Þegar hlustað er á Nígeríusögur Njáls virðist eins og trúgirni
fólks séu engin takmörk sett og eftírköstin eru oft sorgleg. „Itölsk
kona, ferðaskrifstofúeigandi, hafði samband við mig eftír að hún
fann mig á Netinu rétt þegar hún var að selja síðustu skartgripina
sína, eftír að hafa misst allt sitt til Nígeríumannanna. Þeir eru ein-
faldlega snillingar í að finna réttu leiðina að fólki. Önnur kona
hringdi í mig frá Kanada, þar sem kærastinn var í fangelsi eftir að
þau höfðu látíð glepjast af Nígeríumönnunum. Kærastinn hafði
fengið vini og kunninga tíl að leggja í púkkið og samtals hafði
hann eytt 1,3 milljónum dollara í Nígeríumennina, þar á meðal 300
þúsundum af eftirlaunum móður konunnar. En einn kunningj-
anna hafði kært kærastann og hann lentí í fangelsi. Eg get ekki
hætt þessum afskiptum þegar ég sé hvað er á seyði.“
Það sem er of gott til að vera satt er heldur ekki satt Það er
af mörgu að taka þegar sögurnar um Nígeríuviðskiptin ber á
góma. Einna ótrúlegast er „peningaþvættið", því það snýst um
að þvo peningana í orðsins fyllstu merkingu. Þessari aðferð er
oft beitt á útlendinga, sem vinna í Nígeríu. Þegar kemur að því
að þeir flytjist heim er haft samband við þá og sögð saga af
skyldmenni, sem þarf að koma dollurum undan tíl Bandaríkj-
anna. Opinberir starfsmenn mega til dæmis ekki eiga dollara
og þá kannski látið líta út eins og þannig sé í pottinn búið. Fyr-
ir flutninginn á starfsmaðurinn svo að fá þóknun.
Þá er farið með útlendinginn í heimsókn og honum sýndar
ferðatöskur fullar af seðlum. Vandinn er bara sá að seðlarnir hafa
verið litaðir svartír til að kóða þá. Nú þarf því að þvo þá og tíl að
útlendingurinn getí fengið sinn hlut þarf hann að taka þátt í
þvottinum. En svertan leysist bara upp ef sérstakur vökvi er not-
aður og hann kostar kannski 30 þúsund dollara, sem er ekki
mikið ef uppskeran verður milljónir. Svo borgar fórnarlambið
fyrir vökvann, en peningarnir fást auðvitað aldrei.
í Bandaríkjunum hafa Nígeríumennirnir tíðkað mikið að hafa
samband við kirkjusöfnuði og tílkynna þeim um arf, sem þeim
hafi hlotnast í Nígeríu. Söfnuðirnir fá oft arf, en hér er hængur-
inn bara sá að tíl að fá milljónirnar þarf fyrst að greiða erfðaijár-
skatt. Það eru mörg dæmi um að söfnuðir hafa farið flatt á slíku
og þetta hefur verið góð gróðalind því safnaðarstjórnin er oft
bæði góðtrúa og auðtrúa og því auðvelt að gabba menn þar.
Njáll segir að vöruhús við höfnina í Lagos séu að springa
utan af vörum, sem menn hafa sent þangað og aldrei fengið
greiðslu fyrir, þvi ein svikaleiðin er að þykjast vera að kaupa
eitthvað og þá oft ekki í smáum stíl. Bandarískur lögfræðingur
keyptí spítalagögn fyrir fimm milljónir dollara og sendi tíl Ní-
geríu af því hann hélt hann hefði fengið samning tíl að selja
sjúkrahúsi vörur, reyndar með miklum mútugreiðslum. Hann
tapaði því bæði því sem hann hafði eytt í að kaupa gögnin og
þeim peningum, sem hann hafði greitt í mútur.
Aðspurður segist Njáll aldrei hafa orðið var við Nígeríumenn-
ina eða fundið að þeir ömuðust við síðunum hans, en hann segist
ekki láta sér detta í hug að fara tíl Nígeríu., .Ætli ég yrði ekki drep-
inn á staðnum," bætir hann við glottandi. Hann hefur hins vegar
hitt megnið af ríkisstjórn Nígeríu í heimsókn í Dyflinni einu sinni
og lagt fyrir hana ýmis plögg. Sá sem var næstæðstur er hins veg-
ar einn af þeim, sem stunda svindlið og ætlaði að hindra Njál í að
leggja fram gögnin, en það tókst þó ekki. Svo var að sögn Njáls
sett á svið smá leikrit fyrir hann, einn var hundskammaður, en það
er deginum ljósara að það er enginn vilji hjá stjórnvöldum tíl að
stemma stígu við svindlinu. Starfsemin er alþjóðleg og Njáll veit tíl
þess að nokkur íslensk fyrirtæki hafi gengið í gildruna. „Það hef-
ur engin þjóð sloppið," bætir hann við. Svindlararnir hafa útibú í
London og funda oft þar með viðskiptavinum. Peningarnir fara
inn á braut rafrænna greiðsla, sem gífurlega timafrekt er að rekja
og enda oft í bönkum, sem svindlararnir eiga sjálfir.
Þegar grannt er skoðað er galdur svindlaranna að fá
borgun fyrir eitthvað, áður en nokkuð fæst í staðinn. En af því
að greiðslurnar eru svo miklu lægri en það sem lofað er
freistast margir. „Heillavænlegast er að láta bréfin afskiptalaus
og borga aldrei neitt fyrirfram.“
Þegar þessar sögur eru rifjaðar upp og aðrar skoðaðar,
sem koma fram á superhighway.is þá vaknar óneitanlega sú
spurning hvernig í ósköpunum fólk geti látið blekkjast. Hið
sálfræðilega atriði í þessu er að fólk vill svo gjarnan trúa því
að það geti orðið ríkt fyrir ekki neitt, segir Njáll. „Svindlar-
arnir spila á fólk eins og píanóleikarar á píanó. Græðgin er
megin skýringin á því að fólk lætur glepjast.“S!j
57