Frjáls verslun - 01.03.2001, Blaðsíða 44
Hallgrímur Jónsson, sparissjóðsstjóri Sparisjóðs uélstjóra.
Sparisjóður vélstjóra
- 39 ára
örugg
þjónusta
Sparisjóðir starfa líkt og aðrar bankastofnanir
en eru reknir á suolítið öðrum forsendum.
Einn elsti sparisjóður landsins er Sparisjóður
uélstjóra, Spu, sem starfar nú á 3 stöðum í Reykja-
uík.
Stofnaður 1961
Stofnun Sparisjóðs vélstjóra átti sér langan aðdraganda en það var
á kreppuárunum sem stofnun hans kom einkum til umræðu. í fyrstu
var talað um að stofna sparisjóS árið 1936 en ekkert varS úr þeim
áformum. Árið 1957 var aftur vak-
ið máls á því og bar þá Hafliði Haf-
liðason upp tillögu á stjórnarfundi í
Vélstjórafélagi fslands þess efnis
að stjórnin beitti sér fyrir stofnun
sparisjóðs. Árið 1958 var svo
samþykkt að fá lögfræðing til að
semja reglugerð fyrir sparisjóð og
var hún send viðskiptaráðuneytinu
þar sem leyfi var veitt fyrir starf-
rækslu peningastofnunar. Spari-
sjóðurinn er sjálfseignarstofnun og
eru stofnfjáreigendur hans tæplega
600 einstaklingar og félög sem
kjósa á aðalfundi 3 menn (stjórn og
borgarstjórn Reykjavíkur kýs 2 í
stjórn. Sparisjóður vélstjóra hóf starfsemi sína þann 11. nóvember
1961 að Bárugötu 11 og var opnaður klukkan 11 árdegis.
í fararbroddi hvað varðar tækni
Spv er öflugt fyrirtæki á íslenskum peningamarkaði, fjármálastofn-
un þar sem hagsmunir viðskiptavinarins eru ávallt í fyrirrúmi. Spv
veitir alhliða fjármálaþjónustu, hvort sem er fyrir einstaklinga eða
fyrirtæki, þjónustu sem leitast er við að sníða að mismunandi að-
stæðum og þörfum viðskiptavina.
„Grundvallarþættir í starfsemi sparisjóðsins eru hagsmunir við-
skiptavinarins, sveigjanleiki og öryggi," segir Jóhanna Marta Úlafs-
dóttir, markaðsstjóri Spv, Sparisjóðs vélstjóra. „Pannig eru í boði á
hverjum tíma mismunandi innlánsform, sem gefa ávöxtun eins og
hún getur orðið best á hverjum tíma og fjölbreytileg útlánaform
sparisjóðsins eru með hagstæðustu kjörum sem bjóðast hér á
landi."
Spv hefur ævinlega verið í fararbroddi íslenskra fjármálastofn-
ana að tileinka sér kosti nútímatækni og tölvuvæðingar.
í maí 1999 var opnuð vefsíða undir heitinu www.spv.is, en í
mars á þessu ári var síðan uppfærð og heimabankinn færður í nýtt
útlit. Á síðunni er að finna allar upplýsingar um starfsemi sjóðsins
og þá þjónustu sem fyrsta flokks bankastofnun veitir. Spv-vefurinn
byggir á svokölluðu fLUX-kerfi en það býður upp á vefsíður sem afar
auðvelt er að uppfæra. Með fLUX-kerfinu er hægt að uppfæra vef-
síður í gegnum hvaða vafra sem er, óháð tölvutegund og stýrikerfi.
Persónuleg þjónusta
Á vormánuðum ársins 1999 var
tekið í notkun nýtt fullkomið símkerfi
sem þjónustar alla afgreiðslustaði
sparisjóðsins. Símanúmer Spv
breyttist og er nú 575-4000. Þá
var sett á fót þjónustuver og svara
þjónustufulltrúar fyrirspurnum við-
skiptamanna auk þess sem þeir
veita ýmiskonar þjónustu á skjót-
virkan hátt. Símanúmer þjónustu-
versins er 575-4100.
Jafnhliða tæknibreytingum hefur
Spv lagt áherslu á að efla persónu-
lega þjónustu og opna viðskiptavinum
Sparisjóður vélstjóra er til húsa að
Borgartúni 18, Síðumúla 1 og Rofabæ 39.
Sími: 575 4000, þjónustuver 575 4100.
www.spv.is
44