Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2001, Blaðsíða 39

Frjáls verslun - 01.03.2001, Blaðsíða 39
SKJALFTI fl FJðLMIÐLfllVIARKflÐI innbyrða sannleikann í gegnum hljóð og mynd. Fullyrt er að SkjárEinn hafi verið með ívið meiri tekjur af sjónvarpsauglýs- ingum en RUV í mars sl. SkjárEinn hefur haft veruleg áhrif á auglýsingasölu Islenska útvarpsfélagsins og þar á bæ verða menn núna að gera ráð fýrir því að SkjárEinn sé ekki bóla held- ur að hann lifi - hvernig sem hann fer að því. Haft er á orði á auglýsingamarkaðnum að núna sé snöggtum auðveldara að ná auglýsingasamningum við Stöð 2 og Sýn en áður og tilboð og taugaveiklun hafi færst í aukanna á sjónvarpsmarkaðnum eftir að SkjárEinn fór að láta meira að sér kveða í tekjuöflun, en hann býður lægra verð á sekúndu en keppinautarnir. Verð sjónvarpsauglýsinga í hlutfalli við dagblaðaauglýsingar Takist SkjáEinum að færa auglýsingaverð á sjónvarpsmark- aðnum niður til langframa, eða standa í vegi fýrir að það hækki, er það mikið áhyggjuefni fyrir bæði Islenska útvarps- félagið og RUV. En ekki síður fýrir dagblöðin. Hvernig má það vera? Forráðamenn sjónvarpsstöðvanna hafa sagt um hríð að hlutfall sjónvarpsauglýsinga sé lægra hérlendis en í löndunum í kringum okkur og að auglýsingaverð í sjónvarpi hafi lækkað hérlendis í samanburði við prentmiðlana undan- farna áratugi. Þannig hefur því verið haldið fram að þegar Sjónvarpið hóf göngu sína á sjöunda áratugnum hafi auglýs- ingamínútan kostað 2/3 af heilsíðu í Morgunblaðinu en núna, yfir þrjátíu árum síðar, kosti hún 1/3 af heilsíðu í Morgun- blaðinu. En þarna er pyttur fyrir Fréttablaðið. Hin harða sam- keppni sem núna ríkir á markaði sjónvarpsauglýsinga getur einfaldlega þýtt að það verði miklu erfiðara en ella fýrir Fréttablaðið að ryðjast inn á markað sjónvarps- og útvarps- auglýsinga. Styrkir það enn frekar þá skoðun margra að Fréttblaðið muni fýrst og fremst taka auglýsingar frá hinum dagblöðunum tveimur, Morgunblaðinu og DV. Þátttaka ríklsins á fjölmiðlamarkaðnum Aukin harka og sam- keppni á fjölmiðlamarkaðinum með tilkomu Fréttablaðsins og SkjásEins mun örugglega hefja umræðuna um þátttöku ríkis- ins á þessum markaði enn og aftur upp til efstu hæða. A ríkið að reka sjónvarps- og útvarpsstöð, RÚV, sem hefur eins konar björgunarhring utan um sig, þ.e. lögboðna skylduáskrift eig- enda sjónvarpstækja, og keppa í auglýsingum við einkareknu fjölmiðlana sem lifa og deyja með auglýsingatekjum sínum? I samkeppninni núna kristallast aðstöðumunurinn. Fólk verður í raun fýrst að greiða gíróseðilinn frá RUV áður en það greið- ir gíróseðlana frá hinum íjölmiðlunum. Eflaust væri umræðan um þátttöku ríkisins á flölmiðlamarkaðinum háværari og fýrir- ferðarmeiri ef ríkið ræki ekki bara RÚV heldur einnig stórt og vandað dagblað sem keppti af hörku við Morgunblaðið og DV. Inn í þennan harða heim flölmiðla ryðst Fréttablaðið núna af mikilli dirfsku, svo ekki sé meira sagt. Vogun vinnur - vogun tapar. Þannig er það í viðskiptum. Ef til vill gengur blaðinu allt í haginn, en kannski verður það ekki langlíft. Það verður dýr- keypt fýrir DV-feðga og Fijálsa flölmiðlun, og hina nýju fjárfesta í DV, ef Fréttablaðið heggur stórt skarð í auglýsinga- tekjur og áskrifendahóp DV - eins og flestir telja að verði raun- in. Það verður hins vegar happ fýrir þá DV-feðga og Fijálsa fjöl- miðlun hirði Fréttablaðið fýrst og fremst auglýsingar frá Morg- unblaðinu og minnki lestur þess. Þá munu DV og sjónvarps- stöðvarnar njóta góðs af því í auknum auglýsingatekjum þar sem ruglingur kemst á markaðinn. Fréttablaðið er komið á markað - til að stugga við veldi Morgunblaðsins. [ffl Jón Olajsson, meirihlutaeigandi í Norðurljósum, hlýtur á næstunni að leggja áherslu á ójafnan leik vegna þátttöku ríkisins á sjónvarpsmark- aði, en SkjárEinn hefur sótt í sig veðrið á markaði sjónvarpsauglýs- inga undanfarna mánuði. á þar um 14%, Sigurjón Sighvatsson um 12% og aðrir minna. Nokkur dráttur hefur orðið á því að setja Norðurljós á mark- að og ekki er reiknað með að það verði gert á næstunni þvf hlutabréfamarkaðurinn er ekki fýsilegur um þessar mundir. Frjáls fjolmlðlun Frjáls fjölmiðlun, sem núna á 60% í Útgáfufélaginu DV sem gefur út DV, og á og rekur ísafoldar- prentsmiðju, var með yfir 2 milljarða í veltu á árinu 1999. Frjáls fjölmiðlun er í raun regnhlíf fyrirtækja. Það á 60% í Útgáfufélaginu DV, yfir 95% í ísafoldarprentsmiðju og auk þess hluti í Vísi.is, Viðskiptablaðinu, Lánstrausti, Markhúsinu og fleiri fýrirtækjum. Þótt Fijáls fjölmiðlun hafi komið Frétta- blaðinu á legg hyggst hún ekki eiga nema um 30 til 40% í því til frambúðar. Helstu eigendur Fijálsrar fjölmiðlunar eru feðgarnir Sveinn R. Eyjólfsson og Eyjólfur Sveinsson, sem í gegnum Eignarhaldsfélagið DB ehf. og Hilmi hf., eiga í kring- um 65% í félaginu. Saxhóll, eignarhaldsfélag Nóatúnsflölskyld- unnar fýrrverandi, á 10%. Aðrir hluthafar eru Tryggingamið- stöðin, Íslandsbanki-FBA, Landsbanki, Búnaðarbanki og VIS. Öll eiga þessi félög svipaða hluti, samtals nálægt 25%. íslenska sjónvarpsfélagið - SkjárEinn íslenska sjónvarpsfélag- ið á og rekur sjónvarpsstöðina SkjáEinn. SkjárEinn var með um 300 milljóna króna veltu á síðasta ári og gera forráðamenn stöðvarinnar ráð fýrir að veltan á þessu ári tvöfaldist og auglýs- ingatekjurnar verði um 600 milljónir. Islenska sjónvarpsfélagið á auk þess Kvikmyndafélagið Nýja bíó, Japis, helmingshlut í Skjávarpinu og 40% í íslandsneti sem m.a. rekur netgáttina Strik.is. Helstu eigendur íslenska sjónvarpsfélagsins eru Fjár- festingarfélagið 3P Fjárhús, 20%, Suðurljós Qón L. Arnalds) 17%, Árni Þór Vigfússon, 14%, Kristján Ra. Kristjánsson, 14%, Japis, 6%, Talenta-Vogarafl, 4%, aðrir smærri 11% og loks á ís- lenska sjónvarpsfélagið um 14% f sjálfu sér. H5 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.