Frjáls verslun - 01.03.2001, Page 39
SKJALFTI fl FJðLMIÐLfllVIARKflÐI
innbyrða sannleikann í gegnum hljóð og mynd. Fullyrt er að
SkjárEinn hafi verið með ívið meiri tekjur af sjónvarpsauglýs-
ingum en RUV í mars sl. SkjárEinn hefur haft veruleg áhrif á
auglýsingasölu Islenska útvarpsfélagsins og þar á bæ verða
menn núna að gera ráð fýrir því að SkjárEinn sé ekki bóla held-
ur að hann lifi - hvernig sem hann fer að því. Haft er á orði á
auglýsingamarkaðnum að núna sé snöggtum auðveldara að ná
auglýsingasamningum við Stöð 2 og Sýn en áður og tilboð og
taugaveiklun hafi færst í aukanna á sjónvarpsmarkaðnum eftir
að SkjárEinn fór að láta meira að sér kveða í tekjuöflun, en
hann býður lægra verð á sekúndu en keppinautarnir.
Verð sjónvarpsauglýsinga í hlutfalli við dagblaðaauglýsingar
Takist SkjáEinum að færa auglýsingaverð á sjónvarpsmark-
aðnum niður til langframa, eða standa í vegi fýrir að það
hækki, er það mikið áhyggjuefni fyrir bæði Islenska útvarps-
félagið og RUV. En ekki síður fýrir dagblöðin. Hvernig má
það vera? Forráðamenn sjónvarpsstöðvanna hafa sagt um
hríð að hlutfall sjónvarpsauglýsinga sé lægra hérlendis en í
löndunum í kringum okkur og að auglýsingaverð í sjónvarpi
hafi lækkað hérlendis í samanburði við prentmiðlana undan-
farna áratugi. Þannig hefur því verið haldið fram að þegar
Sjónvarpið hóf göngu sína á sjöunda áratugnum hafi auglýs-
ingamínútan kostað 2/3 af heilsíðu í Morgunblaðinu en núna,
yfir þrjátíu árum síðar, kosti hún 1/3 af heilsíðu í Morgun-
blaðinu. En þarna er pyttur fyrir Fréttablaðið. Hin harða sam-
keppni sem núna ríkir á markaði sjónvarpsauglýsinga getur
einfaldlega þýtt að það verði miklu erfiðara en ella fýrir
Fréttablaðið að ryðjast inn á markað sjónvarps- og útvarps-
auglýsinga. Styrkir það enn frekar þá skoðun margra að
Fréttblaðið muni fýrst og fremst taka auglýsingar frá hinum
dagblöðunum tveimur, Morgunblaðinu og DV.
Þátttaka ríklsins á fjölmiðlamarkaðnum Aukin harka og sam-
keppni á fjölmiðlamarkaðinum með tilkomu Fréttablaðsins og
SkjásEins mun örugglega hefja umræðuna um þátttöku ríkis-
ins á þessum markaði enn og aftur upp til efstu hæða. A ríkið
að reka sjónvarps- og útvarpsstöð, RÚV, sem hefur eins konar
björgunarhring utan um sig, þ.e. lögboðna skylduáskrift eig-
enda sjónvarpstækja, og keppa í auglýsingum við einkareknu
fjölmiðlana sem lifa og deyja með auglýsingatekjum sínum? I
samkeppninni núna kristallast aðstöðumunurinn. Fólk verður
í raun fýrst að greiða gíróseðilinn frá RUV áður en það greið-
ir gíróseðlana frá hinum íjölmiðlunum. Eflaust væri umræðan
um þátttöku ríkisins á flölmiðlamarkaðinum háværari og fýrir-
ferðarmeiri ef ríkið ræki ekki bara RÚV heldur einnig stórt og
vandað dagblað sem keppti af hörku við Morgunblaðið og DV.
Inn í þennan harða heim flölmiðla ryðst Fréttablaðið núna
af mikilli dirfsku, svo ekki sé meira sagt. Vogun vinnur - vogun
tapar. Þannig er það í viðskiptum. Ef til vill gengur blaðinu allt
í haginn, en kannski verður það ekki langlíft. Það verður dýr-
keypt fýrir DV-feðga og Fijálsa flölmiðlun, og hina nýju
fjárfesta í DV, ef Fréttablaðið heggur stórt skarð í auglýsinga-
tekjur og áskrifendahóp DV - eins og flestir telja að verði raun-
in. Það verður hins vegar happ fýrir þá DV-feðga og Fijálsa fjöl-
miðlun hirði Fréttablaðið fýrst og fremst auglýsingar frá Morg-
unblaðinu og minnki lestur þess. Þá munu DV og sjónvarps-
stöðvarnar njóta góðs af því í auknum auglýsingatekjum þar
sem ruglingur kemst á markaðinn. Fréttablaðið er komið á
markað - til að stugga við veldi Morgunblaðsins. [ffl
Jón Olajsson, meirihlutaeigandi í Norðurljósum, hlýtur á næstunni að
leggja áherslu á ójafnan leik vegna þátttöku ríkisins á sjónvarpsmark-
aði, en SkjárEinn hefur sótt í sig veðrið á markaði sjónvarpsauglýs-
inga undanfarna mánuði.
á þar um 14%, Sigurjón Sighvatsson um 12% og aðrir minna.
Nokkur dráttur hefur orðið á því að setja Norðurljós á mark-
að og ekki er reiknað með að það verði gert á næstunni þvf
hlutabréfamarkaðurinn er ekki fýsilegur um þessar mundir.
Frjáls fjolmlðlun Frjáls fjölmiðlun, sem núna á 60% í
Útgáfufélaginu DV sem gefur út DV, og á og rekur ísafoldar-
prentsmiðju, var með yfir 2 milljarða í veltu á árinu 1999. Frjáls
fjölmiðlun er í raun regnhlíf fyrirtækja. Það á 60% í
Útgáfufélaginu DV, yfir 95% í ísafoldarprentsmiðju og auk
þess hluti í Vísi.is, Viðskiptablaðinu, Lánstrausti, Markhúsinu
og fleiri fýrirtækjum. Þótt Fijáls fjölmiðlun hafi komið Frétta-
blaðinu á legg hyggst hún ekki eiga nema um 30 til 40% í því
til frambúðar. Helstu eigendur Fijálsrar fjölmiðlunar eru
feðgarnir Sveinn R. Eyjólfsson og Eyjólfur Sveinsson, sem í
gegnum Eignarhaldsfélagið DB ehf. og Hilmi hf., eiga í kring-
um 65% í félaginu. Saxhóll, eignarhaldsfélag Nóatúnsflölskyld-
unnar fýrrverandi, á 10%. Aðrir hluthafar eru Tryggingamið-
stöðin, Íslandsbanki-FBA, Landsbanki, Búnaðarbanki og VIS.
Öll eiga þessi félög svipaða hluti, samtals nálægt 25%.
íslenska sjónvarpsfélagið - SkjárEinn íslenska sjónvarpsfélag-
ið á og rekur sjónvarpsstöðina SkjáEinn. SkjárEinn var með
um 300 milljóna króna veltu á síðasta ári og gera forráðamenn
stöðvarinnar ráð fýrir að veltan á þessu ári tvöfaldist og auglýs-
ingatekjurnar verði um 600 milljónir. Islenska sjónvarpsfélagið
á auk þess Kvikmyndafélagið Nýja bíó, Japis, helmingshlut í
Skjávarpinu og 40% í íslandsneti sem m.a. rekur netgáttina
Strik.is. Helstu eigendur íslenska sjónvarpsfélagsins eru Fjár-
festingarfélagið 3P Fjárhús, 20%, Suðurljós Qón L. Arnalds)
17%, Árni Þór Vigfússon, 14%, Kristján Ra. Kristjánsson, 14%,
Japis, 6%, Talenta-Vogarafl, 4%, aðrir smærri 11% og loks á ís-
lenska sjónvarpsfélagið um 14% f sjálfu sér. H5
39