Frjáls verslun - 01.03.2001, Blaðsíða 26
GESTflPENNI GÓDflR REGLUR VIÐ HLUTflBRÉFAKflUP
Fyrir aðeins ári síðan vildu allir vera með i
kaupum á hlutabréfum pótt verðið væri hátt.
Þetta er alþekkt Jyrirbrigði úr fjármálasögunni
sem brestur á með nokkurra ára millibili en birt-
ist ávallt með nýjum hætti þannig að jafnvel
grandvörustu menn eiga erfitt með að vara sig.
Efdr Margeir Pétursson
Fjárfestar á hlutabréfamarkaði hafa gengið í gegnum miklar
hremmingar síðasta árið. íslenski markaðurinn hefur fallið
um 35% frá toppi og hinn áður vinsæli NASDAQ markaður
í Bandaríkjunum hefiir fallið hvorki meira né minna en um 65%,
og þvl glatast 2/3 hlutar af markaðsverðmæti fyrirtækja þar frá
því það stóð hæst. Flestallar hlutabréfavísitölur hafa lækkað
verulega.
Fallið á Nasdaq hlutabréfamarkaðinum er eitt hið mesta á
öldinni á svo stórum og verðmætum markaði. Það þarf að fara
aftur til hrunsins mikla 1929-1932 og hrunsins í Japan 1990 til að
finna sambærileg dæmi. Ef við rifjum upp hinn gríðarlega áhuga
sem var á fjárfestingu í hlutabréfum fyrir aðeins ári síðan þá var
hann drifinn áfram af þeim miklu hækkunum sem orðið höfðu
misserin á undan. Allir vildu vera með þótt verðið væri hátt.
Þetta er alþekkt fyrirbrigði úr fjármálasögunni sem brestur á
með nokkurra ára millibili en birtist ávallt með nýjum hætti
þannig að jafnvel grandvörustu menn eiga erfitt með að vara sig.
Arið 1929 varð mikið verðhrun á Wall Street eftir gífurlega
spákaupmennsku á þriðja tug aldarinnar. Heimskreppan fylgdi
síðan í kjölfarið og árið 1932 höfðu bandarísk hlutabréf misst
9/10 hluta af verðgildi sínu. Þá voru þau reyndar orðin afar lág,
enda efnuðust þeir vel sem þá gátu keypt. Um þetta tímabil
hefur verið ítarlega ijallað og þeir ijárfestar og sérfræðingar
sem þraukuðu í gegnum þetta skeið báru þess merki alla ævi.
Reynslunni ríkari predikuðu þeir vandaðri vinnubrögð ijárfesta
og strangara eftirlit þeirra með fyrirtækjum sínum. Fyrir hrun-
ið voru litlar kröfur gerðar um upplýsingaskyldu og aðferðir við
að verðmeta fyrirtæki voru skammt á veg komnar. Utsjónar-
samir ijárfestar höfðu þó auðvitað lengi haft sínar vísireglur til
að meta hvaða arð fyrirtæki yrðu fær um að greiða í framtíðinni.
Öryggisálag Benjamins Graham Þekktastur þeirra kenninga
smiða sem gekk í hinn harða skóla hrunsins er Benjamin Gra-
ham (1894-1976) sem gaf út bókina „Security Analysis" ásamt
David Dodd árið 1934 og „The Intelligent Investor“ árið 1949.
Fyrrnefnda ritið er kennsla í grundvallargreiningu á fyrirtækj-
um sem staðið hafa af sér tímans tönn. Graham lagði mikla
áherslu á að ijárfesta aðeins í verðbréfum þar sem öryggisálag
væri að finna. Verðmætin, sem stæðu á bak við bréfin væru van-
metin. Hann ritaði síðan mikið um aðferðir við að uppgötva slík-
ar aðstæður. Vísbendingar um það eru td. þegar markaðsverð-
mæti er undir endurmetnu eigin fé og V/H hlutfall lágt. Það
þarf þó að kafa miklu dýpra en að skoða þetta eitt.
Margeir Pétursson, stjórnarformaður MP-verðbréfa, er
gestapenni Frjálsrar verslunar að þessu sinni. í Ijósi
mikilla verðlækkana á hlutabréfamörkuðum síðasta ár
fjallar hann hér um góðar reglur fjárfesta sem lærðu af
hruninu mikla árið 1929. FV-mynd: Geir Ólafsson
Þeir sem
hruninu
Lærisveinn hans er Warren Buffett sem er nú orðinn sjö-
tugur og er einn auðugasti maður heims þótt hann telji sig
ekki hafa tekið mikla áhættu um dagana. Buffett sýndi í raun
hvernig hinar varfærnu en öruggu aðferðir Grahams virka
þegar þeim er beitt af staðfestu á löngu tímabili. Að þetta sé
hægt kemur ekki heim og saman við kenningar háskóla-
manna um skilvirka verðbréfamarkaði.
Buffett verður frjálslyndari Eftir hrunið mikla úði og grúði
af traustum fyrirtækjum sem hægt var að kaupa með afslætti
vegna hinnar miklu áhættufælni almennra ijárfesta sem
Þótt áherslur þeirra Grahams, Fishers og Carretts séu gerólíkar skín tvennt út úr ritum þeirra allra sem
á sérstaklega vel við í dag. Til að ná árangri mega fjárfestar aldrei láta berast hugsunarlaust með
straumnum og þeir verða að treysta eigin dómgreind sama hvað á dynur.
26