Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2001, Blaðsíða 88

Frjáls verslun - 01.03.2001, Blaðsíða 88
Finnur Thorlacius, markaðsstjóri hjá Tæknival, segist hafa tekið algera þverbeygju í náminu. Farið úr landfræði í viðskipta- og markaðsfræði en ekki séð eftir því þar sem viðskiptatengt efni hafði lengi vakið áhuga hans. FV-mynd: Geir Olafsson FÓLK hingað 1. ágúst sl. Þetta hefur verið mjög skemmtileg vinna, ekki síst við það að taka þátt í uppbyggingunni sem hefur átt sér stað hjá þessum fyrir- tækjum, en ég hef einhverra hluta vegna starfað hjá fyrir- tækjum sem standa í stór- ræðum og þar sem mikið er um að vera. Eg hef eignast mikið af góðum vinum í gegnum störf mín, sem er ánægjuleg viðbót við æsku- vinina. Hvað varðar áhugamál segir Finnur þau tengjast úti- veru og íþróttum að miklu leyti. „Eg er alger íþrótta- dellumaður. Eg spilaði hand- bolta með Víkingi lengi vel og varð tvívegis Islandsmeistari með þeim. Eg hætti að spila handbolta þegar ég var 22-23 Finnur Thorlacius, Tæknivali Eftir Vigdísi Stefánsdóttur Starf mitt er nokkuð ijöl- breytt og er meðal ann- ars fólgið í því að annast markaðs- og útgáfumál fyrir- tækisins," segir Finnur Thor- lacius markaðsstjóri Tækni- vals. ,Auk þess þarf ég að gæta að ímynd fyrirtækisins og vera í samskiptum við birgja, auglýsingastofur og fjölmiðla. Einnig þarf að huga að vefmálum því Netið er orðinn óijúfanlegur hluti tölvufyrirækja eins og gefur að skilja. Með mér í því er hér í Tæknivali kynningar- stjóri, Gunnar Salvarsson sem skrifar mikið á vefinn og sinnir einnig almannatengsl- um. Við sjáum sjálfir mikið um listagerð og útgáfu bæk- linga af ýmsu tagi sem og auglýsingar og ekki minnkar það nú þar sem fyrirtækið kemur til með að vera með þijú andlit út á við, en Tækni- val rekur BT verslanirnar og svo vorum við að opna nýjan stórmarkað með skrifstofu- búnað, Office 1, sem stað- 88 settur er á jarðhæð hjá okk- ur. Office 1 er hluti stórrar verslunarkeðju, um 300 verslana um allan heim og erum við mjög bjartsýnir á framtíðina með slíkt flagg- skip. Við erum að vísu ekki alveg eins stoltir af því að þurfa að kynna markaðinn með erlendu heiti en við það fæst ekki ráðið, við erum hluti af þessari öflugu keðju og njótum styrks þeirra und- ir þessu nafni, þó hann sé al- farið í eigu Tæknivals hér- lendis. Meginmarkmið nýja stórmarkaðarins er að lækka vöruverð og bjóða allt sem þarf til skrifstofuhalds á ein- um stað og við teljum að ís- lensk fyrirtæki muni taka komu hans opnun örmum.“ Finnur er fæddur og upp- alinn í Reykjavík. „Eg þjó fyrstu 12 árin í Bólstaðarhlíð, þau 12 næstu í Fossvoginum en kvæntist svo eiginkonu minni, Herdísi Sif Þorvalds- dóttur, 24 ára gamall og flutt- um við þá vestur í bæ. Eg er stúdent frá MS og landfræð- ingur frá HI. En þá tók ég al- gera þverbeyau í náminu og sneri mér að viðskiptafræði þar sem ég tók masterspróf, MBA, frá háskóla í Florida. Ástæðan er kannski fyrst og fremst sú að ég sá heldur litla tekjumöguleika í landafræð- inni, en einnig sú að ég hafði alltaf taugar til viðskiptafræð- innar og allt valnám mitt í HÍ var á því sviði“ I miðju námi Finns eign- uðust þau hjón barn og komu heim til Islands um tíma. Þá réði ég mig til BYKO og kom þangað aftur eftir að ég lauk náminu, var þar fyrst mark- aðsfulltrúi en síðan markaðs- stjóri „Eg var þar í fjögur ár og fór til IKEA nokkrum mánuðum áður en þar var opnað, til að sinna markaðs- málum og annast opnunina. Eg starfaði í fjögur ár sem markaðsstjóri en þá hringdi Frosti félagi minn hjá Ný- heija í mig og spurði hvort ég gæti stungið upp á einhverj- um góðum í starf markaðs- stjóra þar og ég stakk upp á sjálfum mér!. Þar var ég næstu fjögur árin og kom svo ára og fór út í fótbolta en það var meira hobbý með námi og síðar vinnu. Eg spilaði í 2. og 3. deild með Skallagrími í Borgarnesi í 5 ár en hef ann- ars verið í öllum mögulegum íþróttum. Keppt í hlaupum og hjólreiðum og er í fjallahjól- reiðahópi með mjög skemmtilegum hópi og svo fer ég á skiði til útlanda á hveiju ári en það eru bestu frí sem ég get hugsað mér. Ann- ars ferðumst við mjög mikið því konan mín er flugfreyja og við höfum mjög gaman af því að skoða heiminn. Þó reynum við að eyða sumrinu hér heima og erum gjarnan á flakki um landið. Síðasta sumar eyddum við fjórum vikum samfleytt í að aka um landið og eltum bara góða veðrið. Við gistum annað hvort í tjaldi eða á hóteli og nutum þess til fulls að vera saman öll fjögur, við hjónin og börnin okkar sem eru tíu ára strákur og fjögurra ára stúlka. Þau eru nú reyndar aðaláhugamálið mitt ef út í það er farið.“ 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.