Frjáls verslun - 01.03.2001, Blaðsíða 87
freyðivínin. Mörg freyðivínanna eru gerð á sama hátt og kampa-
vín og vitaskuld eru þau töluvert ódýrari, en eins og áður sagði
mörg hver ljómandi góð. Meðal þeirra er ítalskt vin sem er á afar
góðu verði, Maschio Prosecco di Conegiliano á krónur 990 - Þetta
er létt og frískt freyðivín. Einnig má nefna til sögunnar spænska
freyðivínið, eða cava eins og Spánverjar kalla freyðivínin, Castell
de Vilarneau Domisec 1993 á krónur 980.- Þetta vín er ljómandi
gott, en háltþurrt og hefur létt og kitlandi bragð. Frískandi hvitvin
sem er ekki of sætt er einnig ljómandi fordrykkur. Nú fyrir
nokkru rakst ég á ódýrt en áhugavert hvitvín frá Austurríki,
Burgenland Storch Weischriesling Trocken á krónur 950,- Þetta
er ferskt vín með ágætu eftirbragði. Frá Nýja Sjálandi kemur
ferskt og gott hvitvín með létt krydduðu ávaxtabragði, Stonelech
Marlborough Sauvignon Blanc ákrónur 1.190,- Þetta er ágætt vín
með góðum heimilismat, eins og td. fiskibollum og steiktri ýsu.
ítalska hvítvinið Valle Colli Orientaii del Friuli Pinot Grigio á krón-
ur 1.340,- er frekar þurrt vin og einfalt en hefur yfir sér einhvern
sjarma. Þetta Pinot Grigio er ágætt með fiski sem borinn er fram
með smjörsósu eða öðrum þykkum sósum.
RauðVÍn í verslunum ÁTVR er flóra rauðvina Ijölbreyttari en
hvítvína. Mörg hinna ódýrari rauðvina eru ljómandi og því ágæt
hversdagsvín. Iindemans Cawarra Shiraz Cabernet á krónur
1.090,- er öflugt og bragðmikið vín, það er ilmríkt og af því er
bragð af þurrkuðum ávöxtum og berjum. Þetta er gott vín með
VÍNUMFJÖLLUN SIGMARS
kjöti og raunar einnig krydduðum mat. Bordeaux vinið Mouton
Cadet hefur einhvern glæsileika þó að það kosti ekki nema krón-
ur 1.090.-, og af því er skemmtilegt krydd- og ávaxtabragð. Þetta
vin er ljómandi gott með steiktu kjöti og ekki sakar að hafa smá
hvítlauk með, síðan má ljúka vininu með ostbita og brauði. Vín
sem kemur á óvart er frá Mexíkó og heitir LA Cetto Zhinfandel
á krónur 1.090.-, þetta er kvenlegt vín, milt en þó með sæmilegri
bragðfyllingu sem er krydduð með smá súkkulaðikeim.
Vín í kössum Eg hef nokkrum sinnum verið spurður um hin
svokölluðu kassavin. Um þau er það helst að segja að þau eru
mjög misjöfn að gæðum, þ.e.a.s að gæðin sveiflast nokkuð ár frá
ári. Jean-Claude Pepin Vin de Pays de L’Herault er franskt sveit-
arauðvin og kosta 3 lítrar 2.740.- krónur. Það er einfalt en ágætt
hversdagsvín, um það er litið annað að segja og aldeilis ágætt að
taka með sér í sumarbústaðinn. Franska hvítvinið Cotes du
Luberon, 3 litrar á krónur 3.180.-, er hins vegar áhugavert vin, létt
og bragðmikið, og þó að það sé þurrt er af því fiiskur ávaxtakeim-
ur - sem sagt miðað við íslenskar aðstæður alls ekki slæm kaup.
Að lOkum Hér hafa verið nefnd nokkur léttvín í ódýrari kantin-
um sem þó eru sólargeisli í flösku á köldum og dimmum kvöld-
um. Gætið að þvi að kaupa vinin nokkrum dögum áður en þau eru
drukkin, vín eru hrein náttúruafurð og þola þvi illa hnjask. 33
„Vín er sólargeisli í flösku á köldum og dimmum kvöldum," segir Sigmar
B. Hauksson.
Sigmar B. Hauksson mælir með eftirfarandi hverdagsvíni:
Sérrí
Tio Pepe Fino kr. 1.510 -
Freyðivín og Cava
Masxhio Prosecco di Conegliano kr. 990 -
Castell de Vilarnau Demi-sec kr. 980 -
Hvítvín
Burgenland Storch Weischriesling kr. 950 -
Stoneleich Marlborough Sauvignon Blanc kr. 1.190 -
Valle Colli Oriental del Friuti Pinot Grigio kr. 1.340,-
Rauðvín
Lindamans Cawarra Shiraz Cabernet á kr. 1.090 -
Mouton Cadet á kr. 1.090 -
L.A. Cetto Zinfandel á kr. 1.090 -
Kassavín
Jean-Claude Pepin Vin de Pays de L'Herault á kr. 2.740.- (rauðvín)
Cotes du Luberon á kr. 3.180.- (hvítvín)
87