Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2001, Blaðsíða 49

Frjáls verslun - 01.03.2001, Blaðsíða 49
farið mjög varlega í fjárfestingar og útlagðan kostn- að. Einkaleyfisumsókn fyrirtækisins tekur til ensíma úr öllum fisktegundum en núna er eingöngu unnið með þorskaensím. Hins vegar kemur einnig vel til greina að nota ensím úr loðnu, ýsu, ufsa og síld. „Fyrir Islandsmarkað ættum við að komast af með 10 tonn af slógi skv. viðskiptaáætlunum okkar þannig að við getum gert okkur vonir um að geta sinnt alþjóðamarkaði með um 10 þúsund tonnum," segir Jón Bragi. „Eg held að það falli til um 15 þús. tonn af slógi árlega hér á landi úr þorskinum ein- göngu svo það dugar vel til. Við gerum okkur vonir um, þegar þetta fer að ganga á alþjóðamarkaði, að við getum sett upp verksmiðjur út um allt land því hráefnið er svo fyrirferðarmikið og þungt að það borgar sig ekki að flytja það langar leiðir. Verksmiðj- urnar geta verið af hvaða stærð sem er og ég hef mikinn áhuga á því að setja upp verksmiðjur hér og þar um landið og núna erum við að reikna það dæmi út Það er áhugi á slíku víða um land, t.d. í Vest- mannaeyjum, á Akureyri og fleiri stöðum. Þar gæt- um við sett upp vinnslu á grófu ensímblöndunni sem við köllum kríotin, úr gríska orðinu cryos sem þýðir kuldi, sem er notað til að hreinsa ensímin lýrir áburðinn. Síðan væri allt saman flutt á einn stað þar sem blöndun og átöppun færi fram. Ef við náum þessum árangri sem við stefnum að á Islandi, þá er heimsmarkaðurinn, þ.e. í Vestur-Evrópu, Ameríku og Suðaustur-Asíu, um 3 þúsundfaldur á við þann ís- lenska svo þarna er um gríðarlega stóran markað að ræða og mikla möguleika, jafnvel þótt við næðum eingöngu 5 til 10 prósentum af árangrinum á innan- landsmarkaði." Þetta byrjaði allt vestur á Melum, í Raunvísindastofnun Háskólans, en þar fara fram margvíslegar rannsóknir - sem sumar hverjar verða greinilega grundvöllur atvinnurekstrar. Þekkisi hvergi annar Staðar Búið er að prófa Penzimið í Þýska- landi, Bretlandi, á Italíu og í Bandaríkjunum og það er mikill þrýstingur á að koma smyrslunum á markað erlendis. Þessi áburður þekkist hvergi annars staðar en það sem líkist honum mest er áburður sem Þjóðveijar eru með. Sá inniheldur ensím unnin úr nautgripum og það þykir vafasamt, enda er búið að banna að nota collagen úr nautgripum í snyrtivörur og í öllum líftækniiðnaði eru menn almennt að fara frá afurðum nautgripa. „Staða okkar er nokkuð sterk þar sem við erum að vinna ensímin úr fiskum, þ.e. lífverum sem eru mjög ólíkar mönnum og því lítil hætta á að sjúkdómar berist á milli. Þar að auki er umhverfi fiska allt annað en okkar og nautgripa og sjórinn hefur ímynd hreinleika og heilbrigðis. Þá má nefna að það þarf um 200 sinnum meira af ensímum úr dýr- um með heitt blóð í svona áburð, en það er okkur einnig til hagsbóta. Þróunin og útfærslan á vörunni hefur tekist með ágætum og markaðssetningin líka þannig að nú eru áhættuþættirnir miklu minni en fýrir nokkrum mánuðum. Næsta stig er að ljúka við einkaleyfisferilinn. Við erum komin að lokaáfanga þess ferils og þá verður staða okkar enn sterkari því einkaleyfið gildir í 20 ár. Einkaleyfi breska iyrir- tækisins varðar ensím úr sjávarskeldýrum þannig að það er ekki skörun þar á milli.“ Yfir núllpunktinn á þessu ári Jón Bragi segir aðstandendur fyrirtækisins hafa reiknað með því að tap yrði á starfseminni fyrstu tvö árin, en útlit er fyrir að farið verði yfir núllpunktinn strax á þessu ári. „Við leggjum mikla áherslu á að ná góðum árangri hér á landi og geta sýnt fram á góðar sölutölur þó svo varan verði ódýrari hér en erlendis. Ef við segjum við söluað- ila í Bandaríkjunum að hér hafi selst 50 þúsund flöskur og að hann geti vænst 100 eða jafnvel 1000 sinnum þeirrar veltu þá eru það gríðarlegar upphæðir." 09 JíewriM -setur brag á sérhyern dag! 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.