Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2001, Blaðsíða 73

Frjáls verslun - 01.03.2001, Blaðsíða 73
STARFSIVlANNAIVIflL MflNNflUÐUR Uiðskipta- umhuerfi — \ Laða að gott fólh Öflun umsækjenda Múttaka ug þjátfun Árangur, framleiðni, ánægja uiðskiptauina, starfsánægja, gæði, arðsemi, tryggð Uinnu- markaðurinn * Halda gnðu fólhi frammi- stöðumat Starfs- þróun Hefðbundið starfsmannahald Aiit þar til á síðustu árum eða áratug hafa skipulag og stjórnunarhættir starfsmannamála fallið undir það sem skilgreint er sem hefðbundið starfsmannahald (personnel mana- gement). Megineinkenni þess er að litið er á starfsfólkið sem vinnuafl og kostnaðarþátt í rekstri sem leit- ast þarf við að lágmarka. Stigveldis- og skrifræðisskipulag einkennir hefðbundið starfsmannahald. Abyrgð, boðvald og framkvæmd starfsmannamála liggur yfirleitt hjá þeim sem fer með stjórn ijármála í fyrirtækinu. Þeir stjórnendur sem næstir eru starfsfólkinu og kalla má millistjórnendur eru fyrst og fremst faglegir verkstjórnendur með óskil- greinda eða illa skilgreinda ábyrgð og boðvald í starfsmanna- málum. Annað megineinkenni hefðbundins starfsmannahalds er skortur á sýnilegri (skriflegri) stefnu í starfsmannamálum. Tengsl starfsmannamála við viðskiptastefnu og meginstefnu starfseminnar skortir einnig. Aðgerðir í starfsmannamálum miðast yfirleitt við að leysa dagleg viðfangsefni er tengjast starfsfólkinu svo sem skráningu, launabókhald og -greiðslur, samningagerð um kaup og kjör við stéttarfélög starfsfólks og eftirlit með kostnaði og að samningar séu haldnir. Aætlana- gerð í starfsmannamálum er yfirleitt ekki til staðar og stjórn- unarhættir einkennast af því að bregðast við vandamálum og uppákomum fremur en framsækni og framsýni. Vaxandi gagnrýni Karen Legge, breskur prófessor í stjórn- unarfræðum, hefur rannsakað hefðbundið starfsmannahald ítarlega. Rannsóknir hennar og annarra leiddu í ljós að hefð- bundið starfsmannahald sætti orðið vaxandi og viðvarandi gagnrýni sem beindist einkum að því að hefðbundið starfs- mannahald væri úr tengslum við umhverfið. Legge (1995) setti fram áhugaverða tilgátu um að hefðbundið starfsmanna- hald væri í vítahring vegna áhrifaleysis starfsmannastjóra á stefnumótun og þróun starfsmannamála. Starfsmannastjóri (eða flármálastjóri) fær það hlutverk að leysa ýmiss konar vandamál og dagleg mál er snerta starfsmannamálin. Tíma- skortur (ofhlaðinn verkefnum), upplýsingaskortur (of fjarri vandamálinu) og skortur á boðvaldi (of fjarri yfirstjórnend- um) leiðir til tilviljanakenndrar og/eða ómarkvissrar ákvarð- anatöku („krísustjórnunar"). Spenna og togstreita getur skapast milli starfsmannastjóra og millistjórnenda vegna lítils skilnings þeirra á aðstæðum hans. Starfsmannastjóri getur orðið blóraböggull alls þess sem miður fer í starfsmannamál- um fýrirtækisins. Líkan af árangursríkri starfsmannastjórnun. Nýjar kenningar um starfsmannastjórnun Á níunda áratugn- um komu fram nýjar kenningar um stjórnun mannauðsins. Kjarni þeirra var sýnin á starfsfólkið sem lykilþátt í verð- mætasköpuninni. Ennfremur áherslan á stefnumótun og samþættingu og endurskoðað hlutverk millistjórnenda og starfsmannastjóra. Þessar nýju kenningar voru þó að ýmsu leyti ólíkar í upphafi. Ýmist var aðaláherslan lögð á stefnu- mótandi áætlanir og magnbundnar aðferðir eða þá á mýkri gildi eins og þróun hins jákvæða og skapandi afls sem starfs- fólkið býr yfir. Þessar ólíku áherslur voru síðan sameinaðar í kenningu um árangursríka starfsmannastjórnun eða mannauðsstjórnun. Einkenni árangursríkrar starfsmannastjórnunar er að horft er til lengri tíma og gerðar stefnumótandi áætlanir. Áherslan er á samspil einstaklinga, starfa og skipulagsheild- arinnar. Samskiptasambandið einkennist af trausti, gagn- kvæmri ábyrgð og ávinningi. Skipulagið er lífrænt, dreifstýrt og aukin áhersla er á sjálfseftirlit. Hlutverk millistjórnenda sem ábyrgðarmanna og stjórnenda starfsmannamála er eflt og starfsmannastjóri er faglegur sérfræðingur, skipuleggj- andi og samræmingaraðili ásamt því að leiða breytingar. Líkan að árangursríkri starfsmannastjórnun Leiðarljós árang- ursríkrar starfsmannastjórnunar eru ijögur millimarkmið sem starfsmannamálin eru unnin út frá (Guest, 1987): • Stefnumótandi áætlanagerð og markviss framkvæmd • Tryggð starfsfólks • Sveigjanleiki • Gæði Hvert fýrirtæki og stofnun þarf að byrja á því að greina ytri og innri umhverfisþætti sína, leggja mat á stöðuna: Hvar Mannauður í stað vinnuafls Nýtt hugtak mannauður spratt fram á svið stjórnunarfræðanna á síðari hluta níunda og byrjun tíunda áratugar síðustu aldar. Það tók þó allt upp í tíu ár fyrir hugtakið að komast almennilega í tísku og ýta til hliðar hugtakinu vinnuafl sem fram að því var notað til að vísa til starfsfólksins á vinnustað. 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.