Frjáls verslun - 01.03.2001, Blaðsíða 51
Gubrún Kristmundsdóttir, framkvœmdastjóri og annar aðaleigandi Pylsuvagnsins, með Asgeiri Arnasyni, samstarfsmanni sínum. Pylsuvagn-
inn er fyrsti skyndibitastaðurinn t landinu og líklega einn affyrstu veitingastöðunum. Mynd: Geir Ólafsson
Brúðhjón komu úr kirkjunni Veitingastaðamenningin hefur
líka gjörbreyst frá því pylsuvagninn hóf göngu sína. Veitinga-
staðirnir voru fáir, fyrir rúmlega 20 árum voru Askur og Grillið
vinsælir staðir en ekki var samkeppnin mikil. Smám saman fór
veitingastaðamenningin að þróast, veitinga- og skyndibitastað-
ir risu upp eins og gorkúlur með árunum og algengara varð að
fara út að borða. Skyndibitar urðu stöðugt algengari og telur
Guðrún að í dag fari fjölskyldur að minnsta kostí einu sinni í
viku á skyndibitastað. A hveijum degi, í hádeginu, um miðjan
daginn eða á kvöldin, koma gestír við í pylsuvagninum, sem
reyndar er enn vagn - hjólin eru bara grafin ofan í jörðina, og fá
sér millimál, hádegissnarl eða heila máltíð. Flestir eru við-
skiptavinirnir kannski á leið úr eða í vinnu. „Fólk er kannski
orðið svangt eftír langan vinnudag og kemur þá við og fær sér
aukabita. Þannig hefur það alltaf verið,“ segir Guðrún.
Einnig koma margir í sérstakri ferð til að fá sér pylsu í Bæjar-
ins bestu og rigar hún upp að fyrir nokkrum árum hafi komið
brúðhjón beint úr kirkjunni í pylsuvagninn. Karlinn var í smóking
og konan í hvítum brúðarkjól. „Þetta var þeirra staður og þau
sendu okkur mynd af sér iyrir utan pylsuvagninn. Það fylgdi ekki
sögunni hvort þau hefðu kynnst þar en mér kæmi það ekki á
óvart því að það hefur ýmislegt gerst í biðröðinni um helgar.“
Nokkuð erum að pylsuunnendurgeri sér sérferð ípylsuvagninn. Fyrir
nokkrum árum komu þessi brúðhjón beint úr kirkjunni í pylsuvagn-
inn. „Þetta var þeirra staður og þau sendu okkur mynd af sér fyrir
utan þylsuvagninn. Það fylgdi ekki sögunni hvort þau hefðu kynnst
þar en mér kœmi það ekki á óvart því að það hefur ýmislegt gerst í
biðröðinni um helgar, “ segir Guðrún Kristmundsdóttir.
Mynd: úr einkasafni
51