Frjáls verslun - 01.03.2001, Blaðsíða 22
Fyrsta verkefni Sagnar ehf., Fífl í hófi, var frumsýnt í Islensku Oþerunni um. síðustu mánaðamót. Það ergott dæmi um verkefni þar sem Baltasar
Kormákur sérfyrst og fremst um framleiðsluhliðina. Hún snýst ekki einungis um fjármálahliðina heldur líka að velja saman fólk í verkefnið.
Mynd: Geir Ólafsson
ákveðin sköpun sem felst í því að búa til störf og ný verkefni. Svo
blandast þetta náttúrulega saman. Þegar ég vel verkefni inn í
mitt fyrirtæki blandast minn smekkur og mín sýn sem lista-
manns í það. Eg hef min áhrif á það hvaða þættir eru settir sam-
an og hvað ég framleiði. Mér finnst ákveðin hvíld í þvi að vera
ekki alltaf að leikstýra og leika heldur fara aðeins út fyrir þetta
tvennt og sjá það í öðru samhengi, fá annað sjónarhorn. Eg reyni
líka að framleiða sjáifur mínar kvikmyndir," segir hann.
Újöfn samkeppnisstaða Málefni frjálsu leikhópanna standa
honum nærri og þar eru styrkjamálin ofarlega í huga. Hann
hefur að mestu leyti dregið sig út úr Leikfélagi Islands en á
fimm prósenta hlut í því og hefur mjög ákveðnar skoðanir á því
hvernig standa skuli að opinberum styrkjum. Hann segir það
mistúlkun á ummælum eins af forvígismönnum Flugfélagsins
Lofts á sínum tíma að félagið myndi standa styrkjalaust að allri
sinni starfsemi. Þann misskilning hafi verið erfitt að leiðrétta. I
dag sé nánast ómögulegt að reka leikhús vegna þess að frjálsu
leikhóparnir séu í samkeppni við leikhús sem njóta opinberra
styrkja en gera samt út á sama markað og sjálfstæðu leikhús-
in. Sem dæmi nefnir hann Þjóðleikhúsið sem frumsýndi söng-
leikinn Syngjandi í rigningunni fyrr í þessum mánuði. Þjóðleik-
húsið fær 300 milljónir króna á ári og húsnæði endurgjalds-
laust sem nemur a.m.k. 100 milljónum króna á ári að mati
Baltasars. Þeir sem koma sér sjálfir upp leikhúsi þurfa hins
vegar að standa í dýrum fjárfestingum í húsnæðismálum,
greiða fyrir húsnæðið og sjá um að reksturinn beri sig. „Rekst-
urinn í Loftkastalanum hefur verið erfiður út af þessum miklu
ijárfestingum sem þurfti í upphafi. Þessu er hægt að snúa við
og þarf ekki háan ijárstyrk, bara ákveðinn stuðning meðan
reksturinn er í þessu samkeppnisumhverfi sem nú er,“ segir
hann og telur samkeppnisstöðuna afar ójafna. „Þegar frjálsu
leikhóparnir setja upp söngleik þurfa þeir að láta sýninguna
bera sig til að hún teljist vel heppnuð og skila einhveijum hagn-
aði. Þjóðleikhúsið getur sett upp söngleik og talið vel heppnað
vegna þess hve margir komu á hann, ekki af því að uppsetning-
arkostnaðurinn hafi skilað sér,“ segir hann.
Endurskilgreining er æskileg Baltasar er fylgjandi styrkjum af
hálfu hins opinbera en telur æskilegt að endurskilgreina hlut-
verk stærstu leikhúsanna. „Mér hefur verið legið á hálsi fyrir að
hafa haldið því fram að Borgarleikhúsið og Þjóðleikhúsið eigi
ekki að setja upp söngleiki og gamanleiki en það er ekki það
sem ég hef gagnrýnt. Ég tel að þau eigi ekki að gera það í kassa-
stykkjaforminu. Ef þau setja upp slík verk þá eiga þau að gera
það á frumlegan, nýstárlegan og leitandi hátt. Mér finnst engin
22