Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2001, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.03.2001, Blaðsíða 22
Fyrsta verkefni Sagnar ehf., Fífl í hófi, var frumsýnt í Islensku Oþerunni um. síðustu mánaðamót. Það ergott dæmi um verkefni þar sem Baltasar Kormákur sérfyrst og fremst um framleiðsluhliðina. Hún snýst ekki einungis um fjármálahliðina heldur líka að velja saman fólk í verkefnið. Mynd: Geir Ólafsson ákveðin sköpun sem felst í því að búa til störf og ný verkefni. Svo blandast þetta náttúrulega saman. Þegar ég vel verkefni inn í mitt fyrirtæki blandast minn smekkur og mín sýn sem lista- manns í það. Eg hef min áhrif á það hvaða þættir eru settir sam- an og hvað ég framleiði. Mér finnst ákveðin hvíld í þvi að vera ekki alltaf að leikstýra og leika heldur fara aðeins út fyrir þetta tvennt og sjá það í öðru samhengi, fá annað sjónarhorn. Eg reyni líka að framleiða sjáifur mínar kvikmyndir," segir hann. Újöfn samkeppnisstaða Málefni frjálsu leikhópanna standa honum nærri og þar eru styrkjamálin ofarlega í huga. Hann hefur að mestu leyti dregið sig út úr Leikfélagi Islands en á fimm prósenta hlut í því og hefur mjög ákveðnar skoðanir á því hvernig standa skuli að opinberum styrkjum. Hann segir það mistúlkun á ummælum eins af forvígismönnum Flugfélagsins Lofts á sínum tíma að félagið myndi standa styrkjalaust að allri sinni starfsemi. Þann misskilning hafi verið erfitt að leiðrétta. I dag sé nánast ómögulegt að reka leikhús vegna þess að frjálsu leikhóparnir séu í samkeppni við leikhús sem njóta opinberra styrkja en gera samt út á sama markað og sjálfstæðu leikhús- in. Sem dæmi nefnir hann Þjóðleikhúsið sem frumsýndi söng- leikinn Syngjandi í rigningunni fyrr í þessum mánuði. Þjóðleik- húsið fær 300 milljónir króna á ári og húsnæði endurgjalds- laust sem nemur a.m.k. 100 milljónum króna á ári að mati Baltasars. Þeir sem koma sér sjálfir upp leikhúsi þurfa hins vegar að standa í dýrum fjárfestingum í húsnæðismálum, greiða fyrir húsnæðið og sjá um að reksturinn beri sig. „Rekst- urinn í Loftkastalanum hefur verið erfiður út af þessum miklu ijárfestingum sem þurfti í upphafi. Þessu er hægt að snúa við og þarf ekki háan ijárstyrk, bara ákveðinn stuðning meðan reksturinn er í þessu samkeppnisumhverfi sem nú er,“ segir hann og telur samkeppnisstöðuna afar ójafna. „Þegar frjálsu leikhóparnir setja upp söngleik þurfa þeir að láta sýninguna bera sig til að hún teljist vel heppnuð og skila einhveijum hagn- aði. Þjóðleikhúsið getur sett upp söngleik og talið vel heppnað vegna þess hve margir komu á hann, ekki af því að uppsetning- arkostnaðurinn hafi skilað sér,“ segir hann. Endurskilgreining er æskileg Baltasar er fylgjandi styrkjum af hálfu hins opinbera en telur æskilegt að endurskilgreina hlut- verk stærstu leikhúsanna. „Mér hefur verið legið á hálsi fyrir að hafa haldið því fram að Borgarleikhúsið og Þjóðleikhúsið eigi ekki að setja upp söngleiki og gamanleiki en það er ekki það sem ég hef gagnrýnt. Ég tel að þau eigi ekki að gera það í kassa- stykkjaforminu. Ef þau setja upp slík verk þá eiga þau að gera það á frumlegan, nýstárlegan og leitandi hátt. Mér finnst engin 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.