Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2001, Blaðsíða 68

Frjáls verslun - 01.03.2001, Blaðsíða 68
STJORNUN AÐ STJÓRNfl FOLKI í FYRSTfl SINN Að reka einhvern í fyrsta sinn Ef einhver undirmaður neitar að verða við fyrirmælum ykkar þarf að grípa til formlegrar refsingar í fullu samráði við yfirmanninn. Endirinn á ósamlyndinu gæti orðið sá að þið þyrftuð í fyrsta sinn að reka einhvern. Hafið þið búið ykkur undir slíkt? Sannleikurinn er sá að flestir sætta sig við að fólk yngra en þeir stjórni þeim. Þá ganga menn auðvitað út frá því að nýi stjórnandinn komi fram við þá með sömu virðingu og aðra í hópnum. Heimurinn er að breytast og eldra fólkið er vant því að sjá mjög ungt fólk komið í yfirmannsstöður. Tækninni fleygir líka ótrúlega ört fram og unga fólkið á oft auðveldara með að temja sér tækninýjungarnar en hinir eldri. Verið ákveðin Það er auðvitað gömul tugga að segja: „Verið ákveðin, ekki frek,“ en hún er alveg hárrétt. Standið fast á því sem þið teljið rétt og hvikið hvergi og látið fýrir hvern mun ekki aðra ráðskast með ykkur. Ef þið hunsið ijárhagslið starfsins er voðinn vís. Það er áþreif- anlegt markmið að bæta við hagnaðartölu fýrirtækisins og ef ykkur tekst það ekki, verður dómurinn í sama stíl - ykkur tókst ekki ætlunarverkið. Þá þýðir ekkert að segja: „Eg skildi þetta ekki alveg.“ Leiðið að þvi hugann hvaða daglegu vanaverkum þið hafið sinnt fýrstu vikurnar eftír að þið tókuð við stjórnunarstarfinu. Skráið þau. Lítið síðan á starfsmannahópinn og skrifið við hvert verk nafn einhvers í deildinni sem hefði getað unnið verkið. Lærið að hlusta! Það er ekki síður list að hlusta en tala þótt fáir átti sig á því. Þegar þið sinnið því mikilsverða verki að meta frammistöðu starfsmanna og efla gengi þeirra, er það úrslita- atriði að samtölin gangi á báða bóga. Þakkið fyrir ykkur! Það skiptir engu máli hversu mikið er að gera, kurteisi og mannasiðir eru ávallt mikils virði og starfs- fólkið eflist og örvast þegar það fær þakkir og hrós fýrir vel unnin störf. Lærið af mistökunum! Öllum verður á - sættið ykkur við það. Þegar þið gerið vitleysu skuluð þið játa það hreinskilnislega og hvetja aðra til hins sama. Lærið af mistökunum og finnið leiðir til að slíkt komi ekki fýrir aftur. S3 í verki með íslenskri útrás... Hlutverk VUR, viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneyfisins, er að efla samkeppnisstöðu og árangur íslenskra fyrirtækja á alþjóðlegum mörkuðum. Þungamiðja starfseminnar er f sendiskrifstofum erlendis en grunnþjónusta í utanríkisráðuneytinu í Reykjavík. Auk almennrar fyrirgreiðslu vinnur VUR að sérsniðnum verkefnum fyrir einstök fyrirtæki, en einnig eru í boði skilgreindir þjónustupakkar s.s.: Fyrstu skrefin Leitað upplýsinga um hóp fyrirtækja á skilgr. markaði. Valinn listi yfir tiltekinn fjölda fyrirtækja í umdæmislöndum sendiráðs. Næstu skref VUR greinir markhópa, leggur mat á kynningargögn og liðsinnir við að koma á fyrstu markaðstengslum. Viðskiptavaktin Tiltekinn tími á dag nýttur til að fylgjast með fréttum af ákv. málefni í umsaminn tíma. Samantekt. Lönd og markaðir Stutt samantekt um viðskiptalönd og markaði. Gefin mynd af viðk. landi/markaði miðað við þarfir verkkaupa. Markaðshæfni vöru Einföld og árangursrík könnun við mat á útflutningshæfni vöru. Nýtist m.a. við stefnumörkun og markaðssetningu. VUR á vettvangi Leiga á viðskiptafulltrúa til fylgdar eða sem fulltrúa fyrirtækisins við tiltekin verkefni. Eftirfylgni á markaði Viðskiptafulltrúi viðheldur persónulegum samböndum og fylgir eftir einstökum verkefnum. VUR viðskiptasetur Útvegun skrifstofuaðstöðu í sendiráðum ytra. Aðgangur að samskiptatækjum og túlkum. VUR • Rauðarárstíg 25 • 150 Reykjavík • Sími 560 9930 • Bréfsími 562 4878 • vur@utn.stjr.is • www.utn.stjr.is/vur 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.