Frjáls verslun - 01.03.2001, Blaðsíða 46
Dr. Jón Bragi Bjarnason prófessor í lífefnafræði. „Þegar
ég kom heim frá námi gerði ég mér grein fyrir því að
gaman væri að rannsaka eitthvað sem tengdist
ísienskum veruleika og fór að'rannsaka próteinasa úr
-* — þorski og síld og sjávarfangi almennt."
FV-hyndir: Geir Ólafssoti
Undraáburður Jón
Jón Bragi Bjarnason, doktor í líf-
efnafræði og prófessor við Há-
skóla íslands, er vísindamaður í
viðskiptum. Nafn hans komst á allra
varir sl. vetur þegar hann sagði að syk-
ur væri eitur. Núna stefnir hins vegar í
að hann verði þekktastur fyrir fram-
leiðslu sína á áburðinum Penzim, sem
gæti - fari allt á besta veg - orðið dágott
efnahagsævintýri á íslenska
mælistiku, og þekkt útflutningsvara.
Jón Bragi stofnaði fyrirtækið Ensím-
tækni ehf. utan um rannsóknir sínar
og framleiðslu á Penzim áburðinum
og er tilgangur fyrirtækisins að nota
snyrtivöruframleiðslu. Ensímtækni er
systurfyrirtæki Norðuríss, sem notar
ensím til vinnslu bragðefna úr sjávar-
fangi, og stendur Jón Bragi einnig að
því ásamt fleirum.
Ensímtækni settí Penzim á markað
hér innanlands á fullveldisdaginn 1.
desember sl. og viðtökurnar voru
framar öllum vonum, lagerinn er núna
uppurinn. Það er Pharmaco sem dreif-
ir þessum nýja áburði í apótekin og lýs-
ingar fólks á virkni hans eru næstum
of góðar til að vera sannar. En eins og
tíminn læknar öll sár þá mun tíminn
ensím tíl lyijagerða og í leiða í ljós hvernig tíl tekst á næstu árum! Penzim áburðurinn er
Nafn dr. Jóns Braga Bjarnasonar var á
allra vörum í veturþegar hann sagbi
að sykur væri eitur. En núna stefnir í
að Jón Bragi verði þekktastur fyrir
framleiðslu sína á nýjum áhurði,
Penzimi, sem ýmsir telja að geti orðið
dágott efnahagsævintýri -gangi allt upp.
Eftír Vigdísi Stefánsdóttur
„Þegar prófessorar á raunvísindasviði vilja hafa samstarf við atvinnulífið, þá er sjaldnast grundvöllur fyrir slíku
samstarfi þannig að oft verða menn að stofna sín eigin fyrirtæki og það er sú leið sem ég valdi.“
46