Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2001, Page 82

Frjáls verslun - 01.03.2001, Page 82
KOSTIR VIÐBÓTARLÍFEYRISSPARNAÐAR Hjá Landsbanka íslands eru nú á annan tug þúsunda manna og kvenna sem nýta sér þjónustu varðandi lífeyris- sparnað. Leiðir þeirra sem vilja nota sér viðbótarlífeyrs- sparnaðinn eru margar, eða 13 ávöxtunarleiðir og þannig tryggt að hver og einn finni það sem honum hentar. „Við kynnum viðskiptavinum okkar þjónustuna fyrst og fremst í útibúum bankans þar sem þjónustufulltrúar okkar spyrja gjarnan að því hvort viðkomandi hafi nýtt sér hana og segjum honum frá kostum sparnaðarins,“ segir Guðrún Olafs- dóttir, sérfræðingur í einstaklingsviðskiptum hjá Landsbanka Islands. „Einnig förum við í heimsóknir í fyrirtæki til að kynna þessa þjónustu og hefur henni verið afburða vel tekið. Við höf- um þétt dreifinet og tryggjum með því launafólki ákveðið ör- yggi, en það er það m.a. sem fólk væntir þegar um lífeyris- sparnað er að ræða.“ Eftir lagabreytingarnar sem gerðar voru á árinu 2000 eiga launþegar þess kost að leggja fyrir allt að 4% af launum sínum í viðbótarlífeyrissparnað og fá á móti framlag frá ríkissjóði í gegnum launagreiðanda sem stendur skil á framlaginu gagn- vart launþega. Meðal þeirra launþegasamtaka sem samið hafa um aukið mótframlag launagreiðanda, eru VR, LÍV, VMSÍ, SAMIÐN, Rafiðnaðarsambandið, LANDIÐN, Flóabandalagið, BHM, BSRB, Kennarasamband Islands og fleiri. Skattahagræðið og ávinningurinn er augljós að sögn Guð- rúnar. „Við getum tekið sem dæmi hjón sem hafa hvort um sig 170.000 kr. í laun á mánuði. Eiginkonan leggur fyrir í viðbótar- lífeyrissparnað og nýtir öll réttindi sín, en eiginmaðurinn ekki. Þannig er hún að leggja fyrir 9.180 kr. á mánuði miðað við 1,4% mótframlag, en útborguð laun hennar lækka aðeins um 4.164 kr. Reyndar hefur eiginmaðurinn 4.164 kr. meira til ráðstöfun- ar en á móti tapar hann 2.380 kr. mótframlögum frá ríkissjóði og launagreiðanda, leggur ekkert fyrir og nýtur ekki tekju- skattsfrestunar líkt og eiginkonan." Þóra Katrín Gunnarsdóttir, lifeyrisráðgjafi hjá Landsbréfum, segir launþegum og launagreiðendum einnig frjálst að gera einstaklingsbundna samninga sín á milli um aukið mótframlag í viðbótarlífeyrissparnað. Sífellt færist í vöxt að launagreiðend- ur greiði hærra mótframlag og getur það í mörgum tilfellum verið hagstætt fyrir báða aðila. Sjálfstæðir atvinnurekendur geta einnig skilað hærra mótframlagi til eigin sparnaðar. „Þess þarf svo að gæta hvar best er að setja sparnaðinn," segir Þóra Katrín. „Sé söfnunartíminn skemmri en 10 ár, er skynsamlegra að setja þá í öruggari ávöxtunarleiðir þar sem sveiflur í ávöxtun eru minni. Þeir sem eiga meira en 10 ár af söfnunartíma sínum eftir eru oftast betur í stakk búnir til að taka áhættu og standa af sér hugsanlegar sveiflur sem geta orðið í ávöxtun áhættusæknari leiða.“ S!1 Einnig förum við í heimsóknir í fyrirtæki til að kynna þessa þjónustu og hefur henni verið afburða vel tekið. 82

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.