Frjáls verslun - 01.11.2001, Side 6
RITSTJÓRNARGREIN
Uppsögn Þórarins V.
Uppsögn Þórarins V. Þóraiinssonar úr stól for-
sljóra Símans sýnir enn og aftur hvað ráðherrar í
ríkisstjórn hafa mikil bein afskipti af málum for-
stjóra í ríkisfyrirtækjum sem breytt hefur verið í
almenningshlutafélög og hafa yfir sér þar til
kjörnar stjórnir. Þetta sýndi sig í Búnaðarbank-
anum sl. vor, í Landsbankanum fyrir rúmum
þremur árum og lika hjá Símanum sjáifum fyrir
tveimur og hátfu ári þegar Þórarinn, þá stjórnarfor-
maður Símans, settíst sjáifur t stól forstjóra fyrirtækisins í stað
Guðmundar Björnssonar. Það var á flestra vitorði að Guð-
mundur fór ekki sjálfviljugur úr því starfi; hann hafði árið áður
skilað fyrirtækinu með um 3,4 milljarða króna hagnaði fyrir
skatta og menn deildi á um það hvort fyrirtækið væri 30 eða 60
milljóna króna virði. Hvort sem bein afskiptí ráðherra og ríkis-
stjórna af forstjóramálum í ríkisfyrirtækjum eru farsæl eða ekki
þá verða þau alltaf tíl staðar á meðan ríkið á meirihluta í fyrir-
tækjum og stýrir þeim. Þannig er það bara!
Uppsögn Þórarins, sem sýnist hafa rekið fyrirtækið
ágætlega, vekur athygli fólks vegna þess hve þekktur Þórarinn
er - og líka vegna þess að enginn fær að vita hvers vegna
honum var raunverulega sagt upp, annað en að um algjöran
trúnaðarbrest hafi verið að ræða. Flestir veittu því athygli þegar
uppsögnin var tílkynnt, að notað var orðalagið að þetta væri
sameiginleg niðurstaða eiganda félagsins, þ.e. ríkisstjórnar-
innar, og einkavæðingarnefndar og ráðgjafans í Lundúnum
sem annast söluna á fyrirtækinu tíl kjölfestutjárfestísins. Svona
orðalag skilur enginn nema á einn veg: Nú, Davíð Oddsson tók
enn eina ferðina af skarið.
„Tímabundið leyli“ Haft var eftír Þórarni að ákvörðunin um
að hann kæmi ekki aftur tíl starfa hjá Símanum eftír hið marg-
fræga „tímabundna leyfi“ sem hann fór í fyrir tveimur
mánuðum hafi komið sér á óvart, enda hafi verið tekið fram að
hann kæmi aftur tíl starfa. Þetta er bæði rétt og rangt hjá
honum. Auðvitað varð hann undrandi á brottvikningunni í ljósi
þess sem á undan var sagL Orð skulu standa! Það áttí frekar að
segja honum upp strax í haust, ella setja hann í
starfið aftur. Allra síst áttí að senda hann i leyfi á
fölskum forsendum. Telja verður hins vegar afar
hæpið að Þórarinn hafi ekki vitað í hvað steihdi.
Ævinlega er talsverður aðdragandi að uppsögnum
og forstjórar vita það upp á hár hvort undir kraumi
á rnilli þeirra og eigenda fyrirtækja, hvort samskipti
manna séu i lagi og hvort þeir finni fyrir trausti af
hálfu eigenda í sinn garð. Það er bara ekkert öðru
vísi! Það þarf heldur ekki mörg orð um það hvor vikur í fyrir-
tæki, forstjórinn eða eigandinn, slái í biýnu á milli þeirra.
Glllt eða rautt spjald? Ég hef hins vegar haldið því lengi fram
að ef eigandi og forsljóri iinna að þeir nái ekki lengur saman eigi
þeir að setjast niður og ræða opinskátt um framhaldið, td. hvort
þeir geti komið sér upp eðlilegum samskiptamáta þar sem
traust ríki á milli þeirra þótt þeir finni að þeir séu ekki alltaf sam-
mála. Eða þá að þeir komi sér saman um að leiðir muni skilja
eftír ákveðinn tíma, enda blasi við hvert stefití, og ræði málin af
einurð og gagnkvæmri virðingu, þeirra og fyrirtækisins vegna.
Um þetta eru þó mjög skiptar skoðanir. Ýmsir telja að best sé að
taka af skarið strax, veifa rauðu spjaldi en ekki gulu. Og sumir
forsljórar kjósa einfaldlega að fá reisupassann hafi þeir hag-
stæða starfslokasamninga, eins Þórarinn mun hafa haft Margir
spyija sig að því hvers vegna auðvelda leiðin hafi ekki verið farin
og stjórn Símans látin framlengja leyfi Þórarins þannig að hinn
nýi eigandi, kjölfestuljárfestírinn, sem eignast 25% í fyrirtækinu
en fær þijá menn af fimm í stjórn, tæki ákvörðunina um framtíð
Þórarins. Öllum hefur verið það ljóst, ekld síst Þórarni, að
framtíð hans væri í höndum nýs eiganda Símans. En líklegast
var þetta ekki auðveld leið - í ljósi ráðningarsamnings Þórarins.
Varla áttí nokkur von á einhverri heiðríkju í kjölfar upp-
sagnar á Þórarni V., hann er ekki þannig maður; hann er vanur
átökum á vinnumarkaði. Hann er litríkur og umdeildur, en
hann missti trúnað. Kerfið, sem kom honum tíl valda, það
ræður - og ræður menn líka og rekur.
Jón G. Hauksson
jwm rrm
ILLlA
Stofrmð 1939
Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál - 63. ár
Sjöfn Guðrún Helga Geir Ólajsson Hallgrímur
Sigurgeirsdóttir Sigurðardóttir Ijósmyndari Egilsson
auglýsingastjóri blaðamaður útlitsteiknari
RTTSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson
AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir
BLAÐAMAÐUR; Guðrún Helga Sigurðardóttir
LJÓSMYNDARI: Geir Ólafsson
UMBROT: Hallgrímur Egilsson
ÚTGEFANDI: Heimur hf.
RTTSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA:
ÁSKRIFEARVERÐ: kr 3.790.- fyrir 6.-11. tbl. -10% afsláttur ef greitt er með kreditkorti.
LAUSASÖLUVERÐ: 699 kr.
DREIFING: Heimur hf., sími 512 7575
FILMUVINNA, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentsmiðjan Grafík hf.
LITGREININGAR: Heimur hf. - Öll réttindi áskilin varðandi eM og myndir
ISSN 1017-3544
Borgartúni 23,105 Reykjavík, sími: 512 7575, fax: 561 8646, netfang: fv@talnakonnun.is
6