Frjáls verslun - 01.11.2001, Qupperneq 27
AGÚST OG LÝÐUR MENN ÁRSINS 2001
Skráníng í kauphöllinni í Stokkhólmi Bræðurnir haía lögheimili
á Islandi en búa stærstan hluta ársins í Danmörku. I Danmörku
fer fram öll bakvinnsla flármálaupplýsinga og stýring fjármagns í
íýrirtækinu. Kaupmannahöfn er góður fundarstaður. Samgöngur
eru góðar en félagið er að öllu leyti íslenskt, skráð á Islandi. Þeir
hafa lýst yfir að þeir hyggist skrá Bakkavör Group í kauphöllinni
í Stokkhólmi og það kann að koma einhverjum á óvart því að
sumir myndu eflaust stefna frekar að skráningu í kauphöllinni í
London eða Danmörku. Það er því kannski eðlilegt að spyija: Af
hveiju Stokkhólmur?
„12 prósent af veltunni kemur frá Svíþjóð," byrja þeir og halda
svo áfram: „Við erum náttúrulega Norðurlandabúar þannig að
við höfurn skandinavíska tengingu. í útboðinu okkar vorum við
að selja til norrænna flárfesta, þar á meðal sænskra Jjárfesta. Við
erum með vörurnar okkar í Svíþjóð, íýrirtækið okkar þar er
næststærst í allri samstæðunni og á sænskan mælikvarða er það
meðalstórt Jýrirtæki. Svíarnir eru stærstir og bestir á Norður-
löndum, þar er virkasti íjármálamarkaðurinn og því stefnum við
að skráningu þar.“
- Marga dreymir um að komast inn á Þýskalandsmarkað. Af
hverju ekki þangað?
„Við erum með lítið söluJyrirtæki þar, sem við opnuðum í Jýrra,“
svarar Agúst „Fyrstu sölurnar sem við höfum verið að ná þar
komu um mitt þetta ár. Þýskaland er auðvitað framtíðarmarkað-
ur, það er enginn vafi á því, en Jýrsta skrefið er að kynnast mark-
aðinum. Við höfum opnað litla starfsstöð sem er augu okkar og
eyru á þýska markaðinum. Þannig lærum við á Þjóðveijana, för-
um að skilja keppinautana, markaðinn og umhverfið. Þegar við
erum komnir með nægilega þekkingu og sjálfstraust í Þýska-
landi getum við farið að skoða í kringum okkur og kíkja á ein-
hveija spennandi stækkunarmöguleika."
Ehki borða fræin! Uppskriftin að árangri er mörgum hugleikin.
Lýður segir að lykilatriðið sé að kunna að setja sér skýr markmið
og vinna að þeim. Agúst bætir við að ungt fólk, sem er alvara með
að fara út í viðskipti og byggja upp Jýrirtæki til framtíðar, megi
hafa hugfast að byija ekki á því að njóta ávaxtanna íýrirfram.
Fyrst þurfi að láta enda ná saman og hafa tekjur umfram gjöld. Ef
eitthvað er eftir í kassanum þegai' búið er að gera upp og standa
straum af rekstri Jýrirtækisins sé hægt að borga sjálfúm sér
kaup. „Ef menn vilja vera teknir alvarlega og skapa sér ímynd
sem alvöru viðskiptamenn þá þurfa þeir að fara svona að þessu,“
segir Agúst.
Lýður bætir við: „Það skiptir miklu að njóta ekki ávaxtanna
áður en þeir verða til. Ekki borða fræin! Til viðbótar þessu er skýr
markmiðasetning nauðsynleg, hafa markmiðin alltaf klár, og þó
að mönnum skjöplist á brautinni þá mega þeir ekki missa móð-
inn. Menn fara í heildina litið í áttina að markmiði sínu þó að það
taki oft lengri tíma, en var áætlað, og leiðin sé grýtt.“
- Hvaða eiginleika teljið þið að góður sljóriiandi þurJi að haía?
„Hann þarf að vera skipulagður og kunna að seJja fólkinu sínu
marlonið, fá það til að Jýlgja sér en reka það ekki á undan sér.
Hann þarf að hafa yfirsýn, leyfa mönnum að gera mistök og læra
af þeim. Samstarfsmenn þurfa að vita hvert þeir eru að fara og
það má ekki leika neinn vafi á stefnunni þegar undirmenn taka
ákvarðanir í daglegum rekstri. Stjórnandi þarf að kunna að velja
fólk með sér og vera óhræddur að hreinsa tíl ef þarf. Hann þarf
að geta tekið erfiðar ákvarðanir." SO
Hún
Ijósritar,
prentar
faxar
og
eins og ekkert sé
fer aldrei
Nashuatec D435 er ein afmörgum úr fjölskyldu stafræn-
na Ijósritunarvéla sem virkilega njóta þess að takast á við
erfið verkefni. Vélin býður upp á öfluga faxeiningu ásamt
prenteiningu sem hægt er að tengja beint við netið. Viltu
fá nánari upplýsingar um nýjan starfskraft á skrifstofuna
sem aldrei tekur sér fri.
Hafðu samband!
OPTíMA
Ármúla 8-108 Reykjavík Sími 588 9000 Fax 568 1595
27