Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2001, Page 42

Frjáls verslun - 01.11.2001, Page 42
Hjörleifur Pálsson haföi starfað sem endurskoðandi í 17 ár, síðustu árin hjá Deloitte & Touche, en söðlaði um og gerðist fjármálastjóri hjá Össuri á haust- mánuðum. Mynd: Geir Ólafsson ENDURSKOÐENDUR í STJÓRNUNARSTÖRFUM Hjörleifur Pálsson var einn helsti endurskoðandi landsins og hafði starfað við endurskoðun í 17 ár þegar honum bauðst að gerast ijármálastjóri hjá Össuri. Hann ákvað að skipta um starfsvettvang og tók til starfa á nýjum vinnustað í september. Hjörleifur sér um ijármálastjórn Össurarsamstæðunnar, samræm- ingu og yfirstjórn fjármála móðurfélagsins og dótturfé- laga en Össuri hefur, eins og kunnugt er, gengið afar vel og hefur fyrirtækið teygt anga sína á erlenda grundu. Erlendis er nokkuð algengt að endurskoðendur ráði sig til fyrirtækja og hér á landi hefur sú þróun farið vaxandi. Hérlendis er Hjörleifur sá síðasti í röð endurskoðenda sem hafa verið að ráða sig til fyrirtækja. Hvað ætli hafi orðið til þess að hann ákvað að söðla um? „Eg var búinn að vera lengi í endurskoðun og það blundaði í mér að reyna eitthvað annað. Tækifærið kom á réttum tíma. Eg var búinn að prófa ansi margt í endurskoðun og fannst framtíðin liggja ljós fyrir ef ég héldi áfram á þeirri braut. Hjá Össuri var ég hinsvegar að renna blint í sjóinn. Eg hafði ákveðna þörf fyrir til- breytingu og mig langaði til að reyna mig í þessu starfi," segir Hjörleifur Pálsson. Teknir tíl ráðgjafar Endurskoðendur eru dýrmætir á vinnumarkaði og eru ýmsar kenningar á lofti um ástæður þess að þeir þykja eftirsóknarverðir hjá fyrir- tækjum. Nám og kröfur, sem gerðar eru til endurskoð- enda, eru miklar og því eiga þeir sem hljóta löggild- ingu að vera með góðan bakgrunn í reikningshaldi, endurskoðun og skattamálum. Endurskoðendur eru talnaglöggir menn, snöggir að lesa tölur, og hafa þjálfast í að túlka þær og öðlast skilning á því sem ligg- ur þar að baki. Þeir eru því fljótari að öðlast skilning á rekstri fyrirtækja en flestir aðrir. Endurskoðendur öðl- ast víðtæka og fjölbreytilega reynslu af samstarfi sínu við fyrirtæki. Starf þeirra er fjölbreytt og þeir geta mót- að það mikið til sjálfir, hvort sem þeir vilja afmarka sig við endurskoðun og uppgjörsvinnu eða takast á við önnur verkefni, t.d. ráðgjöf og ýmis sérverkefni. „Endurskoðendur eru gjarnan teknir til ráðgjafar Endurskoðendur Tveirþekktir endurskoðendur skiptu um starfá árinu. Arni Tómasson gerðist bankastjóri Búnaðarbanka Islands og Hjörleifur Pálsson varð fjármálastjóri Össurar. Báðir voru peir á meðal eigenda Deloitte&Touche. Frjáls verslun birtir hér stutta úttekt á endurskoðendum sem hafa ráðið sig til fyrirtækja. Eftír Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur þegar taka skal stórar ákvarðanir varðandi fjármálalega sýslan í fyrirtækjum. Flestir af stjórnendum landsins leita mjög mikið til sinna endurskoðenda þegar taka þarf vandasamar ákvarðanir. Endurskoðendur hafa mjög góða og yfirgripsmikla þekkingu á rekstri fyrirtækja því að þeir starfa flestir fyrir mjög mörg fyrir- tæki,“ segir Árni Tómasson, bankastjóri Búnaðarbanka Islands. „Endurskoðendur eru ekki beinir þátttakendur í rekstri fyrir- tækja heldur má segja að þeir séu frekar í því að „horfa yfir öxl- ina“ á stjórnendum fyrirtækja og fylgjast með þvi að allt sé gert eftir settum reglum. Þeir starfa ekki undir daglegri pressu á sama hátt og stjórnendur í atvinnulifinu, til dæmis vegna ákvarð- anatöku. Um þá gildir það sama og sagt er um ráðgjafa að á ein- hveiju stigi málsins getur þá farið að klæja í fingurgómana að 42

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.