Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2001, Qupperneq 47

Frjáls verslun - 01.11.2001, Qupperneq 47
flTVINNUHORFUR í BYGGINGARIÐNAÐI sama mæli og mætti ef til vill athuga það betur að skipuleggja með meiri fyrirvara en gert er. Til að mynda viðgerðir og við- hald ijölbýlishúsa þar sem yfirleitt er farið allt of seint af stað. Lítill tími fer i að skipuleggja verkið og enn minni í að bíða eftir heppilegum iðnaðarmönnum. Geti verktakinn sagt fólki að á ákveðnum tíma muni hann komast í verkið og fólkið sætti sig við að bíða rólegt, verður mun auðveldara að skipuleggja fram í tímann en nú er. Riki og borg geta á vissan hátt stuðlað að jafnvægi með því að hægja á framkvæmdum og bíða með ný- framkvæmdir þegar mikið annað er að gera á almennum markaði og eins með því að vera sveigjanleg varðandi ijölgun eða fækkun verka. Einnig með því að gæta þess að útboðsverk séu af öllum stærðum og henti þannig bæði stórum og smáum fyrirtækjum. A sama hátt þurfa verktakar að gæta þess að rjúka ekki út í ofijárfestingu tækja og búnaðar þó vel gangi og mörg verk bíði og sitji svo eftir með þau þegar lokið er verkinu," sagði Eyjólfur að lokum. Nýlega var gerð könnun meðal fyrirtækja byggingar- iðnaðarins og þar kom í ljós að þau telja sig þurfa að segja upp þriðja hveijum starfsmanni á næstu mánuðum. HH IAV: Blikur á lofti Við horfum á samdrátt nú og hann all- nokkurn og það kæmi mér ekkert á óvart þó það fækki um 2.000 störf í verk- taka og byggingariðnaði frá þvi sem mest var,“ segir Stefán Friðfinnsson, forstjóri IAV. „Hitt er annað, og því má ekki gleyma, að þessi samdráttur er að talsverðu leyti eðli- legur. Nýlega hefur nokkrum stórfram- kvæmdum lokið án þess að framkvæmdir sama eðlis muni koma í beinu framhaldi af þeim. Þar má sérstaklega nefna stækkun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og verslunar- miðstöðina í Smáralind en það eru einstök verkefni upp á marga milljarða króna. Einnig má nefna byggingu húss Islenskrar erfðagreiningar, stór mislæg gatnamót, stækkun álvers á Grundartanga o.fl. I Smára- lind unnu þegar mest var um og yfir 1.000 manns og munar um minna. Svo má ekki gleyma því að á hverju hausti fækkar störfum í byggingariðnaði tímabundið og mörgum er sagt upp. Mest er það skólafólk og sumarstarfsmenn en einnig aðrir starfsmenn. Eðli iðnaðarins er að dragast saman á haustin og það bætir við þann samdrátt sem á sér aðrar en árstíðabundnar orsakir." Gengisvísitalan sveiflast upp á Við í efnahagslífinu almennt eru blikur á lofti og þá um leið í byggingariðnaði því að verk- takaiðnaður er aðeins þjónustuaðili fyrir fólk og fyrirtæki í landinu en lifir ekki sjálfstæðu lífi. Vaxta- og gengismál hafa því ekki bara áhrif á rekstur verktakafyrirtækjanna sem slíkra heldur er það rekstur og afkoma fyrirtækjanna og heimilanna í landinu sem endanlega ræður mestu um umfang byggingar- aðilanna. Gengi, vextir og verðbólga eru ráðandi þættir í afkomu fólks og fyrirtækja og hefur þróun síðustu mánaða orðið til að draga verulega úr ijárfestingum fyrirtækja. ,Árið sem nú er að líða hefur einkennst af gengis- og vaxta- „Árið sem nú er að líða hefur einkennst af gengis- og vaxtaþróun sem hefur gengið þvert á allar spár,“ segir Gunnar Sverrisson, fjármálastjóri ÍAV. þróun sem hefur gengið þvert á allar spár,“ segir Gunnar Sverrisson, ijármálastjóri IAV, „en um síðustu áramót var áætlað að gengisvísitala í árslok yrði 120. Um mitt árið var þeirri spá breytt í 135 en nú sveiflast hún upp undir 150. Fyrir- tæki hafa mörg hver orðið fyrir tapi vegna gengismunar og eigið fé þeirra hefur rýrnað til muna sökum þess. Þannig eru þau verr í stakk búin til að ijárfesta og þurfa tíma til að ná upp eiginijárhlutfalli, áður en ráðist verður í frekari ijárfestingar." stór verkefni framundan „Það er hinsvegar ljóst að eftir er að byggja stórar virkjanir og eins eru mjög miklar vegafram- kvæmdir framundan," segir Stefán. „Það eru svo stór verkefni að þau sjá til þess að atvinna verður næg í þessum geira og þegar til aðeins lengri tíma er litið erum við vissir um að ástand- ið jafnast. Hvað ÍAV varðar þá erum við þátttakendur á öllum sviðum verktaka- og byggingariðnaðar og starfsemi okkar kemur að öllum þáttum verklegra framkvæmda. Við erum bæði með almenna byggingarvinnu og jarðvinnu auk verktöku í virkjanaframkvæmdum og byggingartengdri þjónustu. Við höfum verið og erum að byggja mikið af íbúðarhúsnæði til sölu á almennum markaði og gerum ráð fyrir að byggja og selja á þessu ári vel á annað hundrað íbúðir. Við erum að ljúka við Sóltúns/Mánatúnsreitinn, erum að byggja í Mosfellsbæ og höfum hafið framkvæmdir við byggingu 60 íbúða íjölbýlishúss 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.