Frjáls verslun - 01.11.2001, Qupperneq 50
Theodór Sólonsson og Pétur Guðmundsson, eigendur Eyktar hf.
ATVINNUHORFUR í BYGGINGARIÐNAÐI
„Þeir eru margir sem áhuga hafa á því að
komast inn í Borgartún 19, eins og gefur að
skilja, enda húsið glæsilegt og vel staðsett.“
á móti MR búðinni en þangað flytur íslandsbanki inn á 3. hæð
auk þess að vera þar með skjalageymslu.
Framundan hjá Eykt er m.a. uppbygging á Skúlatúnsreit
en reiturinn er í deiliskipulagsferli og eftir það er hægt að
huga að byggingu húsanna. Um 140 manns vinna hjá Eykt og
Theodór er spurður hvort ekki örli á samdrætti. „Það hægir
sennilega eitthvað á með vetrinum," svarar hann og lætur þar
við sitja. 35
/
Isfflh'
Verktakar draga
inn magann
Við höfum fækkað um um það bil 200 manns
að undanförnu. í fyrrasumar vorum við
með um 100 útlendinga í vinnu og þeir eru
flestir farnir heim,“ segir Loftur Arnason, verk-
fræðingur hjá Istaki. „ístak er ekki mikið í
íbúðabyggingum þó að auðvitað séu þær einnig
til staðar hjá okkur. Við erum mikið í stærri
verkframkvæmdum svo sem virkjunum, jarð-
gangagerð, stórum jarðvinnuverkum, hafnar-
gerð auk ýmissa húsbygginga, til dæmis gerð
verslunar og skrifstofu húsnæðis.“
Loftur segir ástandið svo sem ekkert verra
en verið hefur oft áður. Þenslan hafi verið mikil
að undanförnu en hún sé að jafna sig nú.
„Orsakir fyrir þessari þenslu eru sennilega þær
helstar að menn urðu helst til bjartsýnir þegar
stóriðjuframkvæmdir fóru aftur í gang og
byggðu kannski hraðar en markaðurinn gat
tekið við,“ segir hann. „Nú er t.d. markaður
fyrir iðnaðar- og atvinnuhúsnæði mettur þar
sem mikið hefur verið byggt af því. Fyrir
nokkrum árum var algerlega ómögulegt að
selja slíkt húsnæði en skyndilega varð eftir-
spurn og þá var farið að byggja í miklum mæli
og byggja hratt. Auðvitað hlýtur ástandið á
næstunni að ráðast talsvert af því hvort farið
verður út í stórverkefni eins og álver og virkj-
anir, en á því eru trúlega talsverðar líkur.“
Istak er í samstarfi við danskt verktakafýrir-
tæki, E. Phil og Son, sem hefur gert samninga um mörg stór
verkefni að undanförnu. Sóst hefur verið eftir starfsmönnum
Istaks til þessara verka og kemur það sér vel þegar heldur
minna er að gera hjá ístaki. „Iðnaðurinn lifir nú samt áfram og
það ágætlega. Verktakar hafa á því lag að draga inn magann
þegar verr árar og þeir bara gera það um tíma og svo lagast
þetta eins og alltaf.“ 09
Loftur Arnason, verkfrœbingur hjá Istaki.
„Nú er t.d. markaður fyrir iðnaðar- og
atvinnuhúsnæði mettur þar sem mikið hefur
verið byggt af því,“ segir Loftur flrnason,
verkfræðingur hjá ístaki.
50