Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2001, Page 54

Frjáls verslun - 01.11.2001, Page 54
Fimm sérlræðingar spá í spilin um áramót Spumingin tilÁrelíu E. Guðmundsdóttur, lektors í Háskólanum í Reykjavik, er þessi: Miklar vangaveltur eru gjarnan um stjórnun fyrirtækja í niður- sveiflu. Hver er helsti munurinn á því aó stjórna jyrirtækjum í nióursveifln eöa uppsveiflu? Að stjórna í niðursveiflu! Árelía E. Guðmundsdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík: „Stjórnendur í fyrirtækjum þar sem vel gengur eiga ekki að velta fyrir sér hvort ástandið muni breytast heldur hvenær." Stjórnendur í fyrirtækjum þar sem vel gengur eiga ekki að velta fyrir sér hvort ástandið muni breytast heldur hvenær það muni breytast. I grundvallaratriðum má segja að ekki eigi að vera neinn munur á því hvernig fyrirtækjum/stofnunum er stýrt, hvort sem er í niðursveiflu eða uppsveiflu. Hlutverk stjórnandans er að þróa vörur og þjónustu, halda kostnaði í lágmarki og að sjá til þess að starfsfólk fyrirtækisins hafi þekkingu, hæfni og hvata í samræmi við framtíðarsýn for- ystu fyrirtækisins. Stjórnandinn á að hafa for- ystu um að halda lykilstarfsemi fyrirtækisins sterkri á sama tíma og nýjungar í starfseminni eru þróaðar. I þeim tilgangi að ýta undir ný- sköpun innan fyrirtækja á skilvirk stjórnun að felast í því að hjálpa fólki að yfirstíga hindranir sínar og verða hæfari starfsmenn. Síðasti áratugur var um margt sérstakur í sögu stjórnunar á Islandi. Almennt má segja að stjórnendur hafi öðlast aukna trú á allri áætlunargerð og í kjölfar áður óþekkts stöðug- leika á vinnumarkaði og í efnahagsmálum varð skipulagning innan íslenskra fyrirtækja mun mikilvægari. I þeirri efnahagskreppu er ríkti í upphafi áratugarins beittu stjórnendur auknum aga í stýringu á allri starfseminni og fundu fyrir aukinni þörf á frammistöðumati þar sem afkoma fyrirtækisins væri tengd afkomu einstakra starfsmanna. Aherslan í kjöl- farið varð á að ráða og halda hæfasta starfsfólk- inu þar sem samkeppni milli stjórnenda um árangur varð augljósari og því mikilvægara en áður að viðhalda samkeppnisforskoti með því að hafa rétt fólk á réttum stað í fyrirtækjunum. Hins vegar var það svo á íslandi sem og annars staðar á Vesturlöndum að seinni hluti síðasta áratugar einkenndist af góðæri og virðist sem margir hafi sofnað á verðinum. Þetta kom fram í andvaraleysi og sjáiffæðandi vaxtarhugsun þar sem forysta fór að snúast of mikið um tjölþættingu í rekstri, s.s. samein- ingu fyrirtækja og ný svið, en áherslan á að halda lykilstarfseminni sterkri gleymdist. Stefnumótun og áætianagerð sat á hakanum þar sem allt í starfseminni gekk hvort sem er vel. I starfsmannamálum kom þetta fram í ómarkvissari starfsmannastefnu og of lítilli áherslu á frammistöðustýringu. A áramótum er góður siður að líta yfir far- inn veg og þakka fyrir það sem vel hefur til tekist og læra af mistökum. Stjórnun á árinu 2002 á að snúast um að sannfæra starfsfólk um að betri dagar séu framundan með raun- hæfum hætti. Forysta fyrirtækja á að setja fram framtíðarsýn og markmið og byggja upp stuðning meðal starfsfólks og viðskipta- vina gagnvart þeim breytingum sem framundan eru. Breytingarnar verða hvort sem okkur líkar betur eða verr og því þarf að byggja upp hæfni starfsfólks til að takast á við verkefni morgundagsins. Leiðtogar íslenskra fyrirtækja og stofnana mega ekki falla í þá grytju að skipuleggja starfsemi sína út frá skammtímamarkmiðum og huga ein- göngu að því að skera niður kostnað. Þjálfun starfsmanna og markaðssetning eru dæmi um kostnaðarliði sem oft er skornir niður af of miklum þunga þegar dregur saman í efna- hagsumhverfinu. Niðurskurður á þessum sviðum er ekki skynsamlegur þegar til lengri tíma er litið. Forysta á að snúast um lang- tímastefnumótun á öllum sviðum. I stuttu máli má segja að stjórnendur eigi ávallt að hafa í huga þá gullnu reglu að eyða 5% af tíma sínum í að hugsa um það sem þeir gera vel en 95% af tíma sínum í að hugsa um það sem þeir geta gert betur. Um leið og ég lýsi yfir mikilli trú á því að íslenskir stjórn- endur muni standa undir nýjum áskorunum óska ég þeim og starfsmönnum þeirra gleði og gæfu á nýju ári. 35 54

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.