Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2001, Qupperneq 54

Frjáls verslun - 01.11.2001, Qupperneq 54
Fimm sérlræðingar spá í spilin um áramót Spumingin tilÁrelíu E. Guðmundsdóttur, lektors í Háskólanum í Reykjavik, er þessi: Miklar vangaveltur eru gjarnan um stjórnun fyrirtækja í niður- sveiflu. Hver er helsti munurinn á því aó stjórna jyrirtækjum í nióursveifln eöa uppsveiflu? Að stjórna í niðursveiflu! Árelía E. Guðmundsdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík: „Stjórnendur í fyrirtækjum þar sem vel gengur eiga ekki að velta fyrir sér hvort ástandið muni breytast heldur hvenær." Stjórnendur í fyrirtækjum þar sem vel gengur eiga ekki að velta fyrir sér hvort ástandið muni breytast heldur hvenær það muni breytast. I grundvallaratriðum má segja að ekki eigi að vera neinn munur á því hvernig fyrirtækjum/stofnunum er stýrt, hvort sem er í niðursveiflu eða uppsveiflu. Hlutverk stjórnandans er að þróa vörur og þjónustu, halda kostnaði í lágmarki og að sjá til þess að starfsfólk fyrirtækisins hafi þekkingu, hæfni og hvata í samræmi við framtíðarsýn for- ystu fyrirtækisins. Stjórnandinn á að hafa for- ystu um að halda lykilstarfsemi fyrirtækisins sterkri á sama tíma og nýjungar í starfseminni eru þróaðar. I þeim tilgangi að ýta undir ný- sköpun innan fyrirtækja á skilvirk stjórnun að felast í því að hjálpa fólki að yfirstíga hindranir sínar og verða hæfari starfsmenn. Síðasti áratugur var um margt sérstakur í sögu stjórnunar á Islandi. Almennt má segja að stjórnendur hafi öðlast aukna trú á allri áætlunargerð og í kjölfar áður óþekkts stöðug- leika á vinnumarkaði og í efnahagsmálum varð skipulagning innan íslenskra fyrirtækja mun mikilvægari. I þeirri efnahagskreppu er ríkti í upphafi áratugarins beittu stjórnendur auknum aga í stýringu á allri starfseminni og fundu fyrir aukinni þörf á frammistöðumati þar sem afkoma fyrirtækisins væri tengd afkomu einstakra starfsmanna. Aherslan í kjöl- farið varð á að ráða og halda hæfasta starfsfólk- inu þar sem samkeppni milli stjórnenda um árangur varð augljósari og því mikilvægara en áður að viðhalda samkeppnisforskoti með því að hafa rétt fólk á réttum stað í fyrirtækjunum. Hins vegar var það svo á íslandi sem og annars staðar á Vesturlöndum að seinni hluti síðasta áratugar einkenndist af góðæri og virðist sem margir hafi sofnað á verðinum. Þetta kom fram í andvaraleysi og sjáiffæðandi vaxtarhugsun þar sem forysta fór að snúast of mikið um tjölþættingu í rekstri, s.s. samein- ingu fyrirtækja og ný svið, en áherslan á að halda lykilstarfseminni sterkri gleymdist. Stefnumótun og áætianagerð sat á hakanum þar sem allt í starfseminni gekk hvort sem er vel. I starfsmannamálum kom þetta fram í ómarkvissari starfsmannastefnu og of lítilli áherslu á frammistöðustýringu. A áramótum er góður siður að líta yfir far- inn veg og þakka fyrir það sem vel hefur til tekist og læra af mistökum. Stjórnun á árinu 2002 á að snúast um að sannfæra starfsfólk um að betri dagar séu framundan með raun- hæfum hætti. Forysta fyrirtækja á að setja fram framtíðarsýn og markmið og byggja upp stuðning meðal starfsfólks og viðskipta- vina gagnvart þeim breytingum sem framundan eru. Breytingarnar verða hvort sem okkur líkar betur eða verr og því þarf að byggja upp hæfni starfsfólks til að takast á við verkefni morgundagsins. Leiðtogar íslenskra fyrirtækja og stofnana mega ekki falla í þá grytju að skipuleggja starfsemi sína út frá skammtímamarkmiðum og huga ein- göngu að því að skera niður kostnað. Þjálfun starfsmanna og markaðssetning eru dæmi um kostnaðarliði sem oft er skornir niður af of miklum þunga þegar dregur saman í efna- hagsumhverfinu. Niðurskurður á þessum sviðum er ekki skynsamlegur þegar til lengri tíma er litið. Forysta á að snúast um lang- tímastefnumótun á öllum sviðum. I stuttu máli má segja að stjórnendur eigi ávallt að hafa í huga þá gullnu reglu að eyða 5% af tíma sínum í að hugsa um það sem þeir gera vel en 95% af tíma sínum í að hugsa um það sem þeir geta gert betur. Um leið og ég lýsi yfir mikilli trú á því að íslenskir stjórn- endur muni standa undir nýjum áskorunum óska ég þeim og starfsmönnum þeirra gleði og gæfu á nýju ári. 35 54
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.