Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2001, Síða 55

Frjáls verslun - 01.11.2001, Síða 55
Fimm sérfræðingar sná í spilin um áramót Spumingin tí/ Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Þjóðhagsstofhunar, er þessi: Nokkurrar svartsýni gætir núna á meðal almennings um efnahags- ástandió. Hvernig horfir þjóðarbúskapurinn vió á næsta ári, eins og varðandi hagvöxt, veröbólgu, neyslu, fjárfestingu og viðskipta- halla? Er botni hagsveiflunnar náð? U, U eða UV-laga hagsveiflur Það fer ekki á milli mála að samdráttur er hafinn í efnahagslífinu. Ef hér á landi væri úrskurðað með svipuðum hætti um upphaf og lok góðæris og í Bandaríkjunum, er liklegt að niðurstaðan yrði sú að það hafi náð frá miðju ári 1994 og fram undir mitt þetta ár, 2001. Einkaneysla og fjárfesting byijuðu að dragast saman á öðrum ársijórðungi þess árs og við þvi er búist að sú þróun haldi áfram fram á nýju ári. Nokkur hagvöxtur er þó enn, en það hillir undir samdrátt. Niðursveiflan er því hafin en benda má á að á eftir niðursveiflu hefur ávallt komið uppsveifla. Þannig hefur það alltaf verið. Síðast tók hagkerfið dýfu á árunum 1992 og 1993. Þá minnkuðu þjóðarútgjöld bæði árin og fyrra árið minnkaði lands- framleiðslan einnig. Niðursveiflan var heldur minni í næstu dýfu þar á undan, 1988 og 1989. Ekki er ólíklegt að fram- vindan nú verði á sömu lund, þótt hag- sveiflan skýrist ekki af sjávarútvegi eins og þá. Margt bendir hinsvegar til að hag- vöxtur nái sér á strik 2003. Þótt þetta séu sennilega veigamestu drættirnir í þeirri mynd sem blasir við í þjóðarbúskapnum, er margt á huldu um dýpt og lengd niðursveiflunnar. Til að gera langa sögu stutta getur verið gagn- legt að íjalla um þetta efni með bókstöf- unum V og U. Þannig þýðir V-laga niður- sveifla snöggt fall í þjóðarútgjöldum og hagvexti, en á móti hraðan bata. Þetta er myndin sem dregin var upp hér á undan og því yrði botn hagsveiflunnar á fyrri hluta næsta árs, oddurinn á vaffinu. En hagsveiflan kann einnig að verða U-laga; botninn breikki. Þetta gæti til að mynda gerst ef enn á ný reyndist nauðsynlegt að minnka aflaheimildir, stóriðjufram- kvæmdir tefðust eða mönnum yrðu mis- lagðar hendur við hagstjórn. Hagsveiflan nú er fyrst og fremst heima- gerð í þeim skilningi að innlend þróun skýrir hana frekar en brejhingar á ytri aðstæðum. Þensla sem fór að grafa um sig á árunum 1998 og 1999, leiddi til þess að gríðarlegur vöxtur hljóp í þjóðarútgjöldin og fyrir vikið myndaðist mikill viðskipta- halli sem náði hámarki árið 2000. Við fórum, ef svo má segja, fram úr sjálfum okkur á þessum árum. Þetta gat auðvitað ekki gengið til lengdar og nú er komið að skuldadögum - eða með öðrum orðum að óhjákvæmilegri aðlögun að útgjaldastigi sem er í betra samræmi við tekjurnar. Þessi aðlögun er hafin með gengislækkun krónunnar og minnkandi viðskiptahalla. Aðilar vinnumarkaðarins og ríkisstjórnin hafa sett sér metnaðarfullt markmið um verðbólgu. Þetta markmið gæti náðst ef vel er staðið að hagstjórn og ytri skilyrði verða í samræmi við áætlanir. Mikilvægt er að markmiðið náist á raunhæfum forsendum. Ef of mikill slaki er gefinn í hagstjórn, efna- hagslffið kynt of mikið og of fljótt, gætum við fengið tvöfalda dýfu, nokkurs konar W-laga hagsveiflu svo gripið sé til bókstafa á ný. Það þýddi að verðbólga hjaðnaði um stund en færðist svo aftur í aukana. Þetta yrði óheppi- legt. Aðlögunin sem nú á sér stað í þjóðarbú- skapnum þarf að ganga hratt fyrir sig þannig að sem fyrst verði lagður varanlegur grunnur að nýju hagvaxtarskeiði. SH Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar: „Til að gera langa sögu stutta getur verið gagnlegt að fjalla um þetta efni með bókstöfunum V, U og W.“ Niðursveiflan var heldur minni í næstu dýfu þar á undan, 1988 og 1989. Ekki er ólíklegt að framvindan nú verði á sömu lund, þótt hagsveiflan skýrist ekki af sjávarútvegi eins og þá. Margt bendir hins vegar til að hagvöxtur nái sér á strik 2003. 55
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.