Frjáls verslun - 01.11.2001, Qupperneq 56
Fimm sértræðinnar sná í spilin um áramót
Spumingin til Þórðar Víkings Friðgeirssonar, Háskólanum í Reykjavík, er þessi:
Nýjct hagkerfið svonefnda var á allra vörum á árunum 1999
og 2000 en í upphafi pessa árs töldu flestir að netbólan hefði
sprungið og engin innstæða hefði verið fyrir henni. En er nýja
hagkerfið bull eða gull?
Nýja hagkerfið,
bull eða gull?
Þórður Víkingur
Friðgeirsson,
verkefnastjóri hjá
stjórnendaskóla
Háskólans í Reykjavík.
„Um járnbrautafyrirtæki
árið 1830 átti einnig að
gilda „ný hagfræði“.“
Hugtakið „nýja hagkerfið" hefur stundum
verið notað til að útskýra hvernig
sprotafyrirtæki og helsta birtingarform
þeirra, Netið, eru frábrugðin hefðbundnum
fyrirtækjum. Slíkur dilkadráttur er ijarstæða
sem leiðir stjórnendur á glapstigu og spennir
upp væntingar sem litil innstæða er fyrir.
Ef við hins vegar notum þetta hugtak til að
varpa ljósi á nýjungar í þjóðfélagsgerðinni og
hvernig við óðfluga færumst frá iðnaðarþjóð-
félaginu í átt að þekkingarþjóðfélaginu þá fær
hugtakið nýja hagkerfið aðra og raunsærri
merkingu, en jafiiframt verður ljóst að hug-
takið er misheppnað. Fyrir 100 árum vann
20% vinnuaflsins við þekkingarstörf en 80%
unnu við framleiðslustörf í landbúnaði, iðnaði
og sjávarútvegi. Nú vinna 20% við framleiðslu-
störf en 80% við þekkingarstörf. Þekking,
glíman við að varðveita hana, hagnýta hana
og hagnast á henni hefur sett gífurlegt mark
á samfélagið. Skýrt dæmi er hvernig fyrir-
tækin eru að breytast. Framleiðslufyrirtækið,
sem á rót sína að rekja til seinni hluta nítjándu
aldar, er að hverfa, þekkingarfyrirtækið að
taka við. Ávextir framleiðslufyrirtækisins, s.s.
verksmiðjan, færibandið, sérhæfingin og
ijöldaframleiðslan, stóðu undir framleiðni-
aukningu síðustu aldar. Skipulagning fyrir-
tækja er gjarnan miðað við framleiðslu áþreif-
anlegrar vöru þótt stafræn vara og tækni
verði sífellt fyrirferðarmeiri. Þetta er að breyt-
ast enda er gamla deildastjórnunin og lóð-
rétta skipulagið að ganga sér til húðar. Við er
að taka skipulag þar sem áhersla er lögð á
verkefni, samvinnu, hópvinnu og miðlun upp-
lýsinga. Netið gegnir þarna lykilhlutverki og
er ein helsta forsenda þessa nýja fyrirkomu-
lags. Eitt öflugasta birtingarform þekkingar
er tölvutækni og hugbúnaður. Enginn vafi
leikur á að með hagnýtingu þekkingar í mynd
upplýsingatækni mun atvinnulífið ná fram
mikilli framleiðniaukningu. Þessi framleiðni-
aukning í fyrirtækjum verður sökum þátta
eins og skarpari sýnar á lykilhæfni og að nota
úthýsingu (e. outsourcing) til að sinna
ýmsum rekstrarþáttum sem falla utan kjarna-
starfsemi þeirra. Þá verður hægt að lækka
kostnaðarsama rekstrarþætti eins og tjárbind-
ingu í birgðum og ýmsan annan kostnað.
Samkeppni mun stóraukast hvarvetna í
atvinnulífinu sem lækkar verð til neytenda og
hvetur til frekari hagræðingar í rekstri.
Möguleikarnir á samstarfi og hagræðingu
sýnast ótakmarkaðir sé rétt gengið til verks.
Aðalatriðið er þó að markaðurinn virkar
hreinlega miklu betur fyrir atbeina Netsins.
Þetta kann þó að gerast hægar en ætlað er.
Var til innstæða fyrir netbólunni? Nei,
ekki frekar en árið 1830 þegar járnbrautin
kom fram á Englandi svo dæmi sé tekið. Um
járnbrautafyrirtæki átti einnig að gilda „ný
hagfræði" og á augabragði urðu til fleiri en
100 fyrirtæki sem nær öll voru horfin tíu
árum síðar. Engum dettur þó í hug að gera
lítið úr áhrifum járnbrautarinnar sem hlut-
fallslega mestu samgöngubótar allra tíma. Er
til innstæða fyrir Netinu? Já, en sem stoð-
tækni til að hagræða og skapa verðmæti á
sama grunni og áður. The Economist gerði
nýverið úttekt á hvaða fyrirtæki eru að gera
bestu hlutina á Netinu. Voru það vonar-
stjörnur eins og Amazon og eBay sem blaðið
leit til? Nei, það voru fyrirtæki eins og Siem-
ens, sem er meira en hundrað ára og Seven-
eleven, sem fáir myndu kenna við nýja hag-
kerfið, sem eru að ná hvað bestum árangri.
Af íslenskum fyrirtækjum finnst mér t.d. SH,
sem er 60 ára, vera að gera fína hluti. Hver er
galdurinn? Hætta að hugsa um Netið sem
sjálfstætt fyrirbæri og fara þess í stað að
hugsa um viðskiptavininn, samkeppnina og
að hagnast. Eins og alltaf. Bll
56