Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2001, Síða 72

Frjáls verslun - 01.11.2001, Síða 72
UM ARAMOT Guðfinna Bjarnadóttir rektor Háskólans i Reykjavík Háskólamenntun í sókn w Ahveiju ári setjum við í Háskólanum í Reykjavík (HR) okkur það markmið að komandi ár verði það besta í sögu skólans. Ég held að okkur hafi tekist þetta ætlunarverk, þökk sé góðu starfsfólki, einstökum hópi nemenda og góðum samstarfsaðilum úr atvinnulífmu. Meðal þess sem efst er í huga má nefna opnun glæsilegrar nýbyggingar HR og framboð á nýrri námsleið, „háskólanám með vinnu“, sem hefur hlotið ffábærar viðtökur. Þá ber að geta MBA-náms og uppbyggingar rannsókna við skólann. Loks má ekki gleyma stöðugt sterkari hópi starfsfólks og stúdenta við HR. Mér finnst ánægjulegt að háskólamenntun á Islandi er í sókn. Með tilkomu skóla eins og HR íjölgar valkostum ungs fólks og það er sannfæring mín að aukin samkeppni á þessu sviði er til góðs fýrir íslenskt námsfólk, atvinnulíf, samfélag og einnig fýrir alla háskóla í landinu. Við stefnum að því að árið 2002 verði það besta í sögu Háskólans í Reykjavík (HR). I haust hefst kennsla við laga- deild HR og áfram verður unnið að frekari uppbygg- ingu og þróun skólans. Nýjungar í námsfram- boði munu taka mið af því sem best gerist. Ég er bjartsýnismann- eskja að eðlisfari og þrátt fyrir tímabundna ágjöf í efnahagsmálum trúi ég því að við Islendingar höfum allar forsendur til að vera í fremstu röð. Ég hvet alla landsmenn til að hugleiða þá stað- reynd að menntun er ein besta ijárfesting sem um getur bæði fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Eftirminnilegast úr persónu- lega lífinu er yndislegt sumarfrí í íslenskri náttúru. Það er mikilvægt að taka sér góð ffí, hlaða batteríin, stilla strengi hjartans og finna samhljóminn með til- verunni. BU t Arni Þór Vigfusson sjónvarpsstjóri SkjásEins lekið til í rekstrinum Eftir langa baráttu og mikinn mótbyr varð endurfjár- mögnun fýrirtækisins að veruleika. Þrátt fýrir þennan erfiða tima hélst andinn í fýrirtækinu óbreyttur, styrktist ef eitthvað og fyrirtækið varð öflugra á eftir. Ég tel að maður verði að hafa trú á að efnahagslífið breytist til hins betra. Undanfarið hafa menn þurft að taka til í rekstr- inum hjá sér, en það sem eftir stendur eru öflugri fyrirtæki í hvaða atvinnugrein sem er og það eitt ætti að gegna stóru hlut- verki í því að hjálpa efhahagslifinu upp úr lægðinni. Eitt af því jákvæðasta á nýliðnu ári, að minnsta kosti hvað okkur varðar, er að auglýsingatekjur okkar tóku ekki þá miklu dýfu sem menn höfðu spáð. Sem þýðir einfaldlega að markaðsstjórar gera sér grein fyrir gildi auglýsinga og almennrar markaðssetningar, ekki bara á uppgangstímum, heldur einnig þegar illa árar. Aukningin hjá okkur varð ekki sú sem við óskuðum en við fengum heldur ekki þann skell sem reiknað var með á almennum markaði. Ég er því bjartsýnn fýrir árið 2002. Hvað persónulega lífið varðar hlýtur að standa upp úr að á árinu kynntist ég stórkostlegri manneskju sem ég hóf sambúð með. S3 72
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.