Frjáls verslun - 01.11.2001, Side 78
NflMSKEIÐ í BOÐI
í boði er mikill Jjöldi námskeiða sem standa fyrirtækjum
og stofnunum til boða og eru námskeiðin þá aðlöguð þörfum
viðskiptavinanna í hvert skipti. Einnig er boðið upp á ein-
staklingsnámskeið sem eru auglýst sérstaklega á heimasíðu
IMG.
Vorönn í HR Einstaklingum í viðskiptalífinu bjóðast fjöl-
breyttir menntunarvalkostir í Háskólanum i Reykjavík.
Mikið úrval er af styttri námskeiðum (8-20 klukkustundir)
og er þeim skipt í fimm svið: Stjórnun, mannauðsstjórnun,
markaðs- og þjónustustjórnun, rekstrar- og fjármálastjórnun
og tækniakademíu. Jafnframt eru í boði lengri námskeið þar
sem tækifæri gefst til að kafa dýpra í viðfangsefnið. Nýr stjórn-
enda- og lífsstíll er 10 vikna námskeið sem byrjar í febrúar og
hentar stjórnendum fyrirtækja sem hafa áhuga á að auka hæfni
sína sem stjórnendur og gera sér um leið grein fýrir mikilvægi
þess að huga að eigin vellíðan.
Sérhæft nám í samvinnu við The Chartered Institute
of Marketing, CIM Stjórnendaskóli Háskólans í Reykja-
vík hefur gert samning við CIM um að gegna hlutverki CIM
miðstöðvar á Islandi. Megintilgangur samstarfsins er að bjóða
upp á markaðsfræðinám sem er skipulagt í samvinnu færustu
markaðsprófessora og leiðandi fýrirtækja. I febrúar hefst
kennsla á fýrra þrepi CIM námsins, alls 128 klukkustundir, og
eru inntökuskilyrði að viðkomandi hafi háskólapróf eða þriggja
ára starfsreynslu í markaðsmálum. Rekstrar- og stjórnunar-
nám fyrir lögfræðinga er sérsniðið 78 klst. nám fyrir lögfræð-
inga, lögmenn og dómara.
Nýi tölvu- oy viðskiptaskólinn í boði hjá Nýja tölvu- og
viðskiptaskólanum er ýmiskonar skrifstofu- og tölvunám,
myndvinnsla, photoshop pro, vefsíðugerð, auglýsingatækni,
forritun og kerfisfræði svo að eitthvað sé nefnt. Einnig autocad
teiknun, bókhald og tölvubókhald og myndbandavinnsla. NTV
er á þremur stöðum, í Kópavogi, Hafnarfirði og á Selfossi.
Vefskóli Streymis Hjá Vefskóla Streymis er um að ræða
bæði fullt nám og styttri námskeið. Grunnnámskeið er til að
mynda Internetið og tölvupóstur sem sniðið er að þörfum byij-
enda og sérstaklega ætlað þeim sem vilja tileinka sér mögu-
leika Internetsins og póstsamskipta.
Þeir sem vilja læra að vinna margmiðlunarefni hafa mögu-
leika á því að læra Flash á byrjendanámskeiði og einnig er í
boði framhaldsnámskeið í sama forriti. I Hönnun og mynd-
vinnslu býðst að læra Photoshop og Image Ready en þessi
forrit eru góð fyrir þá sem vilja læra undirstöðuatriði hönnunar
með sérstaka áherslu á hönnun fyrir Netið.
Rafiðnaðarskólinn Námi og námskeiðum Rafiðnaðarskól-
ans er hér skipt í fernt I fyrsta lagi er lengra fagnám í rafiðnaði s.s.
meistaraskólinn, í öðru lagi fagnámskeið fyrir rafiðnaðarmenn, í
þriðja lagi tölvunámskeið (5 - 55 kennslustundir) og að síðustu
tölvunám sem er nám í tölvufræðum eða skyldum greinum, 60
kennslustundir eða lengra. Eins og undanfarin ár býður Rafiðnað-
arskólinn upp á mikið úrval tölvunámskeiða sem ætluð eru bæði
rafiðnaðarmönnum og almenningi. A námskeiðunum kenna
reyndir kennarar en skólinn leggur mikið upp úr þjálfun kennara
sinna og hægt er að velja um mismunandi tímasetningar.
Nýr og fullkominn tölvubúnaður er í öllum tölvustofum
skólans. Kennt verður á Office 2000 og Windows 2000. Rafiðn-
aðarskólinn býður upp á tölvunám af ýmsu tagi; allt frá því að
vera 60 kennslustundir í það að vera tveggja ára nám. Þessar
námsbrautir eiga það allar sameiginlegt að vera hagnýtar og í
takt við þarfir atvinnullfsins. Öllum námsbrautum skólans, að
undanskyldu fjarnáminu, lýkur með prófi eða lokaverkefni.
Tölvunámið og tölvunámskeiðin eru öllum opin en fagnám-
skeiðin eru aðeins fyrir rafiðnaðarmenn.
PRÓFANÁM - FRÍSTUNDANÁM
ÍSLENSKA FYRIR ÚTLENDINGA - STARFSNÁM
Öldungadeild á grunn- og framhaldsskólastigi.
Fjölbreytt tungumálanám.
Verklegar greinar og myndlistarnámskeið.
Námsaðstoð fyrir skólafólk.
Sérkennsla í lestri og skrift.
Islenska fyrir útlendinga.
Starfsnám.
Upplýsingar í síma 551 2992.
Kennsla fer fram í Miðbœjarskóla og Mjódd
Netfang: nfr@namsflokkar.is
Heimasíða: http://www.namsflokkar.is
------ SVO LENGILÆRIR SEM LIFIR
\_____________________________________________________________________________________________/
78