Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2001, Page 85

Frjáls verslun - 01.11.2001, Page 85
LUNDÚNflPISTILL SIGRÚNAR Það var því heimsbrestur hér þegar það fréttist að útlent fyrirtæki bæri víurnar í Arcadiu. Financial Times dugði ekkert minna er forsíðufrétt, með mynd af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. Jón flsgeir hringdi í Stuart Rose Arcadia er ekki sérlega þekkt nafn í Bretlandi, en fyrirtækin í eigu Arcadia þekkir hver full- vita Breti. Það var því heimsbrestur hér þegar það fréttist að útlent fyrirtæki bæri víurnar í Arcadiu. Financial Times dugði ekkert minna er forsíðufrétt, stór frétt í viðskiptablaðinu um hvað hér væri á ferðinni með mynd af Jóni Asgeiri Jóhann- essyni, stutt frétt á baksíðu og svo skondin frétt í skemmtidálki blaðsins um hvernig Stuart Rose, framkvæmdastjóri Arcadiu, frétti fyrst af tilboði Baugs. Guardian mátti til með að nefna að hálfur litri af bjór kostaði fimm pund í heimalandi Baugs og Bjarkar. Rakti lika að Rose hefði fyrst sagt að fréttin kæmi algjörlega á óvart. En þegar Jón Asgeir sagðist hafa fært þetta í tal við hann tveimur vikum áður varð Rose að viðurkenna að jú, hann hefði vitað af þessu en ekki áttað sig á alvörunni. Ahugavert að vita hvort margir hringi í Rose og viðri við hann að þeir séu svona kannski að hugsa um að kaupa Arcadiu. Með þessi kaup í deiglunni má segja að jólasalan í Bretlandi snerti íslenskt fjármálalíf beint. Arcadia mun sárlega finna fyrir því ef jólasalan verður rýr. Hver eldar á hverjum degi? Kaup Bakkavarar á Katsouris Fresh Foods, stærstu fyrirtækjakaup í íslenskri viðskipta- sögu, ruddu engar forsíður í Bretlandi. Þó KFF sé leiðandi fyrirtæki á sínu sviði þekkja fáir Bretar þetta vörumerki, jafn- vel þótt ótrúlega stór hluti þjóðarinnar snæði framleiðslu þeirra daglega. KFF framleiðir fyrir búðakeðjurnar undir nafni keðjanna, ekki undir eigin nafni. Þegar ég hitti þessa ágætu Grikki, sem eiga KFF, gat ég ekki staðist að segja þeim að ef allir hefðu sama neyslumynstur og ég væri fyrirtæki eins og þeirra einfaldlega ekki tll. Það fannst þeim undarlegt, ályktuðu sem svo að ég hefði þá líklega ekki mikið að gera fyrst ég hefði tíma til að elda á hverjum degi. Eg varði venjur mínar með því að mér þætti eldamennskan of mikilvægt mál til að láta í hendur ókunnugra. En ekki spurning að ef ég keypti eitthvað tilbúið veldi ég KFF vörur, því Grikkjunum virðist meira en treystandi fyrir gæðaframleiðslu. Og ekki verra að íslenskt fyrirtæki eignist þá. Sjávarleður hlaut nýlega veglega umflöllun í Financial Times Creative Business, vikulegum kálfi með bresku útgáfu FT. Athyglin beindist þar bæði að hugviti Friðriks Jónssonar og skilningi Sigrúnar Ulfarsdóttur hönnuðar í París á eðli hátískuheimsins og snjallri markaðssetningu þar, eins og sagt hefur verið frá í Fijálsri verslun. Fyrr í haust voru umsvif Netverks tilefni til lofsamlegra skrifa í sama kálfi. Guardian og islensh vetnisframleiðsla Guardian er eina enska dagblaðið sem hefur vikulega síðu um umhverfismál og lætur enginn enskur áhugamaður um þau efni þá síðu framhjá sér fara. Það má því reikna með að grein þar í vor um íslenska vistorku og íslensk áform um vetnisnýtingu hafi náð athygli áhugamanna um vistvæna orku. Island hefur almennt jákvæða ímynd og það hefur vafalaust aðeins góðar skírskotanir að koma þaðan. „Iceland" er reyndar þegar frátekið sem vörumerki í Bret- landi sem heiti á kjörbúðakeðju er sérhæfir sig í sölu frystra matvara. Þar var áðurnefndur Rose forstjóri. Eg get aldrei vanist því að sjá nafnið á fósturlandinu sem fyrirtækjanafn. Fyrirtækið er reyndar að skipta um nafn, grípur til þessa gamla ráðs nú þegar illa gengur, heitir nú því rislitla nafni The Big Food Group. Búðirnar heita - því miður - eftir sem áður Iceland. McDonald’S tapaði fyrir McChÍna Hvort sem stjórnendur fyrir- tækja þekkja Hávamál eða ekki þá er mikilvægi góðs orðstírs flestum ljós. Hann er ekki aðeins ódauðlegur, heldur líka ómet- anlegur og tjónið af því að orðstírinn rýrni getur líka verið ómetanlegt. Fyrirtæki sem lenda í dómsmálum reka sig æ oftar á að sigur í réttarsalnum er ekki ávísun á efldan orðstír. Nýlega tapaði McDonald’s máli fyrir hæstarétti hér, sem var bæði sársaukafull reynsla, kostaði ofurupphæðir og orðstírstjón. Kínverski veitingahúsaeigandinn Frank Yuen vann níu ára dómsglímu við risann, þegar hæstiréttur dæmdi að Yuen mætti alveg kalla skyndibitastaði sína McChina. Dómarinn hafnaði því eindregið að McDonald’s gæti slegið eign sinni á Mc eða Mac. Fyrirtæki eins og McDonald’s styðja aðgerðir sínar með skírskotun til vaxandi gildis vörumerkja, sem verði að veija með kjafti og klóm lögfræðinganna. En það er oft eins og fyrirtækin tapi alveg glórunni í svona málum og séu öldungis ófær um að meta aðrar hliðar málsins. ímyndartjón vegna málaferla Hér vantar McDonald’s þó ekki reynsluna. Fyrir þremur árum voru póstberinn Helen Steel og garðyrkjumaðurinn Dave Morris sýknuð af því að rægja McDonald’s. Þau höfðu ásamt fleirum dreift bæklingum við einn steikarastaðinn með ófögrum ásökunum, til dæmis að McDonald’s eyddi regnskóginum og stuðlaði að óhollum matar- Stuart Rose, forstjóri Arcadia Group. Guardian sagði frá því að Jón Asgeir hefði hringt í Rose og viðrað við hann að Baugur hefði áhuga á að kaupa hlut í Arcadia, en að Rose hefði ekki áttað sig á alvöru málsinsfyrr en nokkru síðar. Skyldi nokkurn undra? 85

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.