Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2002, Side 26

Frjáls verslun - 01.01.2002, Side 26
ENRON-MÁUÐ OG AFLEIÐINGAR ÞESS dyrum hjá fyrirtækinu. Honum hafði þá boðist staða fram- kvæmdastjóra hjá nýja orkufyrirtækinu Enex. Steinunn hætti í ágúst 2001 þegar hlutabréfaverðið var tekið að lækka en ekkert umfram það sem eðlilegt mátti teljast á markaðn- um. Hörður Már og Steinunn eru sammála um að það hafi verið góð tilfmning að starfa hjá Enron. ,ýUlir, sem unnu hjá Enron, fengu á tilfinninguna að þeir væru á einhvern hátt sér- stakir. Enron réð ekkert nema sérstakt starfsfólk enda var þarna bara fyrsta flokks fólk. Menn fengu mjög góð laun og aldrei voru nein vandamál við að fara í endurmenntun. Þau eru ótalin hundruðin eða þúsundirnar sem fóru í MBA-nám á kostnað Enron. A móti voru gerðar óhemjumiklar kröfur til starfsmanna. Fólk brann út hjá Enron,“ segir Hörður Már. - Myndirðu segja að það hafi ríkt almenn starfsánægja meðal starfsmanna Enron? ,Já. Almennt talað held ég að menn verði dálítið uppveðraðir ef þeim finnst þeir tilheyra einhverjum „sérstökum" hópi. Það var komið þannig fram við fólk. Enron borgaði mjög vel og borgaði ennþá betur i bónus og öðrum hlunnindum. Maður var aldrei spurður út í kostnað, sem fór í það að halda starfs- fólkinu ánægðu. Ég fór t.d. oft með starfsfólkið mitt út að borða fyrir kannski 200 þúsund krónur og það var aldrei neitt vandamál. Það sama gilti um annan kostnað vegna starfs- fólksins." Margir grætl, aðrir tapað Stærsti hlutinn af starfsmönnum Enron átti hluti í fyrirtækinu. Hörður Már telur að það sýni hve mikla trú starfsfólkið hafði á fyrirtækinu. „Ég veit um fólk sem hélt áfram að kaupa hlutabréf þegar þau lækkuðu í verði vegna þess að það hafði svo mikla trú á fyrirtækinu. Mistökin, sem margir gerðu, voru að láta sitt eigið séreignar- sjóðsframlag fara í hlutabréf í Enron. Kona, sem vann fyrir mig, tapaði sem svarar 35 milljónum króna því að hún lagði allt sitt framlag í hlutabréf í Enron, lika gamla séreignarsjóði úr fyrirtækjum, sem hún hafði áður unnið hjá,“ segir Hörður Már og telur að almennt hafi starfsmenn Enron haft meira af sínum peningum í Enron „en góðu hófi gegndi". Sjálfur seg- ist hann ekki hafa farið illa út úr Enron-ævintýrinu en vill ekki fara nánar út í þá sálma. „Það var mjög gott að vinna hjá En- ron og það var komið vel fram við okkur. Það hefur gleymst í umræðunni að það er Ijöldinn allur af fólki, sem hefur grætt á Enron og endurskoðendumir Efdr Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Bjaldþrot bandaríska orkufyrirtækisins Enron hefur komið illa við bandaríska endurskoðendur og þá sér í lagi endur- skoðunarstofuna Arthur Andersen, sem endurskoðaði reikningsskil Enron og veitti fyrirtækinu ráðgjöf. Andersen komst í sviðsljósið eftir að starfsmaður stofunnar fyrirskipaði að gögnum stofunnar vegna Enron skyldi kastað í tætarann, ekki bókhaldsgögnum fyrirtækisins eins og stundum hefur mátt skilja, - og reyndi svo að afturkalla þá fyrirskipun. Starfs- maðurinn var rekinn þegar þetta komst upp. Stefán Svavars- son, löggiltur endurskoðandi og dósent við Háskóla Islands, hefur fylgst með málinu og telur að það hafi víðtækar afleiðing- ar, ekki bara fyrir Andersen endurskoðunarstofuna, heldur lika fyrir stétt endurskoðenda og störf þeirra, mest þó í Bandaríkjun- um en hugsanlega einnig í Evrópu. Góðar reglur? Opinber rannsókn á Enron er hafin og á næstu mánuðum eða misserum verður vonandi komist til botns í því hvað gerðist. Stefán segir að fyrir liggi að fá skorið úr um það hvort reglur um afkomu og efnahagsmælingar fyrirtækja hafi verið brotnar eða hvort farið hafi verið á svig við þær. I fréttum hefur komið fram að Enron hafi ef til vill skáskotið sér hjá gjöldum með aðstoð hliðarfyrirtækja, sem hafi verið stofnuð erlendis til að fela skuldir eða kostnað, sem með raun réttri átti að færa í reikningum Enron. „Getur verið að reglurnar séu ekki nógu góðar? Eða er mögulegt að reglurnar hafi verið nógu góðar en Enron hafi ekki farið eftír þeim og því hafi reikning- arnir verið rangir?" spyr hann. Annað, sem bendir til að reglurn- ar hafi verið í lagi en framkvæmdin ekki, er það að aíturvirk leið- rétting á reikningsskilum fyrirtækisins var gerð á seinni hluta ársins 2001.1 framhaldi af þvi féll hlutabréfaverðið á markaði. Ef í ljós kemur að reglurnar hafi verið nógu góðar berast böndin að fyrirtækinu sjálfu og eftírlitskerfi þess, stjórn og endurskoðendum. Stefán bendir á að fram hefur komið að Andersen endurskoðunarstofan hafi haldið fund fyrir rúmu ári síðan til að taka ákvörðun um hvort halda ætti áfram að veita Enron endurskoðunarþjónustu eða hætta þvi. Þjónustunni var haldið áfram en sú staðreynd að fundurinn var haldinn bendir til að stjórnendur stofunnar hafi vitað að þarna væri eitthvað skrítið á ferð. En með því að reka starfsmann var stofan að gefa í skyn að einn maður hefði brugðist, ekki stofan sjálf. Lögin verði endurskoðuð Umræða um endurskoðun og starfs- reglur endurskoðenda hefur blossað upp í bandarískum fjöl- miðlum og má búast við að hún haldi áiram, ekki síst meðal endurskoðenda. Stefán telur að sérstaklega verði deilt um það hvort endurskoðendur eigi að taka að sér bæði endurskoðun fyrirtækja og rekstrarráðgjöf, eins og víða tíðkast, og sömuleiðis innri endurskoðun fyrirtækja ásamt hinni ytri. Talið er að hlut- leysi og sjálfstæði endurskoðenda geti veikst, endurskoðendur getí td. lent í því að endurskoða eitthvað sem þeir hafi gefið ráð um sjálfir. „Oft hefur verið deilt um þetta en það er ekkert sem bannar það,“ segir Stefán og telur sennilegt að einnig heflist umræða um eftirlit bandarískra endurskoðenda með sjálfum sér. Stefán telur líklegt að rætt verði um það hvort verðbréfaeftír- litið bandaríska eigi að setja á fót óháða eftírlitsstofnun sem komi í stað siða- og eftirlitsnefndar bandarískra endurskoðenda. Hvað áhrif Enron-málsins í Evrópu varðar þá má búast við, komi í ljós að reglur um reikningsskil í þessu máli hafi verið ófullnægjandi, að reglum verði breytt í Evrópu og víðar. Það verður þó þunglamalegra í sniðum í Evrópu enda eru reglur um reikningsskil bundnar í lögum, gagnstætt því sem á við í Banda- ríkjunum. Á íslandi eru lög um ársreikninga byggð á tilskip- unurn frá Evrópusambandinu, sem Stefán telur reyndar brýnt að verði endurskoðuð hvað svo sem út úr þessu máli kemur. S9 26
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.