Frjáls verslun - 01.01.2002, Page 36
ÆVINTÝRALEG FflRSÆLD í RÚSSLflNDI
Fengu 41 milliarð
fyrir verksmiðjuna
Einhver stærsti samningur í sögu íslensks
viðskiptalífs var undirritaður í London föstu-
daginn l.febrúarsl. Það var þegar Björgólfur
Thor Björgóljsson, Magnús Þorsteinsson og
Björgólfur Guómundsson, stofnendur og helstu
eigendur Bravo International í Rússlandi, seldu
Heineken fyrirtækinu bjórverksmiðju Bravo í
Pétursborg fyrir um 41 milljarð króna.
Effir Jón G. Hauksson Mynd: Geir Olafeson
Þeir sem þekkja til hans lýsa honum sem frísklegum og klár-
um manni sem sé fæddur athafnamaður. Langafi hans var
hinn kunni athafnamaður Thor Jensen og þaðan er Thors
nafnið komið. Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður
Bravo International í Rússlandi og stjórnarformaður Pharmaco,
er aðeins 34 ára, en afrekaði það föstudaginn 1. febrúar sl.
að skrifa undir einhvern stærsta samning í sögu ís-
lensks viðskiptalífs þegar hann ásamt föður sínum
Björgólfi Guðmundssyni og Magnúsi Þorsteinssyni,
stoíhendum og helstu eigendum Bravo International
í Rússlandi, seldu Heineken tyrirtækinu bjórverk-
smiðju Bravo í Pétursborg á 41 milljarð króna. Samn-
ingurinn felur jafnframt í sér að Heineken kaupir 49%
hlut í annarri verksmiðju Bravo sem framleiðir og sel-
ur áfenga svaladrykki og tilbúna kokteila. Farsæld Is-
lendinganna í Rússlandi hefur verið ævintýraleg.
Þeir settu bjórverksmiðjuna á fót árið 1998 og týrsti
bjórinn sem framleiddur var í verksmiðjunni fór á
markað í mars 1999, eða fýrir aðeins þremur árum,
undir merkinu Botchkarov. Framleiðslugeta verk-
smiðjunnar, sem er hin sjötta stærsta í Evrópu, er
535 milljónir lítra. Til samanburðar er salan á Islandi
11 milljónir lítra. Þótt bjórsagan sé tiltölulega stutt
hófst saga þeirra þremenninga í drykkjavörufram-
leiðslu i Rússlandi lýrir niu árum.
Það sem hið heimsþekkta Heineken fyrirtæki er
að kaupa af þeim félögum er afar öflug bjórverksmiðja
sem hefur náð öflugri sölu á bjór í Rússlandi. Heineken
er því í raun að tryggja sér stóraukna markaðshlutdeild
í Rússlandi; kaupa sterka kanala inn á markaðinn, þ.e. í
veitingahús og vinbúðir. Bjórverksmiðja Bravo hefur
náð 4% markaðshlutdeild í Rússlandi. I Pétursborg hefur
Bravo 17% bjórmarkaðarins og 7% í höfuðborginni
Moskvu. Þetta eru glæsilegar tölur. Bjórtegundir Bravo heita
Botchkarov og Ohota. Þá hefur fýrirtækið framleitt Lövenbrau
samkvæmt sérleyfi. Framleiðsla á Heineken-bjór fyrir Rússlands-
markað hefst eflaust fljótlega í verksmiðjunni sem og notkun
dreifinga- og sölukerfisins.
Björgólfur Thor og Magnús Þorsteinsson Mest hefur mætt á þeim
Björgólfi Thor og Magnúsi Þorsteinssyni við uppbygginguna í
Rússlandi, en Björgólfur Guðmundsson hefur tekið þátt í þessu
frá upphafi, setið í stjórn og verið til stuðnings, allt frá því að
íslendingarnir héldu í víking til Rússlands árið 1993. Sonur hans,
Björgólfur Uior, er þó sagður vítamínssprautan í þessu ævintýri;
hann sé djarfur, ákaflega hugmyndaríkur, leiði hópinn, komi
hlutum í verk og haldi utan um fjármálin. Samvinna hans og
Magnúsar er sögð rómuð. Það kvað einkenna Magnús hve
skipulagður hann er, vinnusamur og umfram allt; góður og
agaður stjórnandi sem sé með framleiðsluna á sinni könnu.
Magnús varð fertugur í desember og hélt þá upp á fertugsafmæli
sitt á heimili sínu á Akureyri. Þess má geta að faðir Magnúsar er
Þorsteinn Sveinsson, fyrrurn kaupfélagsstjóri á Egilsstöðum, en
bróðir hans er Gunnar Sveinsson, kaupfélagsstjóri Kaupfélags
Suðurnesja.
Segja má að í samvinnu BjörgólfsThors og Magnúsar rekist
á tveir gamlir skólar úr íslensku atvinnulifi, einkaframtakið og
samvinnuhugsjónin. Magnús er Samvinnuskólagenginn og
var framkvæmdastjóri Viking Brugg á Akureyri áður en hann
hélt til Rússlandi með þeim feðgum. Björgólfur Thor varð
stúdent úr Verslunarskóla íslands fyrir fimmtán árum og
nam síðan fjármálafræði við New York University í Banda-
ríkjunum. Ohætt er að segja að sú ljármálafræði hafi
skilað sér vel. Hann hefur haft með fjármál og rekstur
Bravo að gera á meðan Magnús hefur haft yfirumsjón
með byggingum, tæknimálum og framleiðsluferlinu í
verksmiðjum Bravo. Þess má geta að efdr nám ytra
vann Björgólfur um um tíma hjá Oppenheimer fyrir-
tækinu í New York.
Björgólfur Thor stærsti hluthafinn Eftir því sem
Frjáls verslun kemst næst var hlutur íslending-
anna í Bravo bjórverksmiðjunni um 70%.
Björgólfur Thor átti stærstan hlut, 33%, faðir
hans, Björgólfur Guðmundsson, átti 18%, og
Hollenski bjórrisinn Heineken greiðir um 41 millj-
arð jyrir bjórverksmiðju Bravo í Pétursborg. Fyrir-
tækið er í raun að kaupa sig inn á rússneska bjór-
markaðinn.
36