Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2002, Síða 36

Frjáls verslun - 01.01.2002, Síða 36
ÆVINTÝRALEG FflRSÆLD í RÚSSLflNDI Fengu 41 milliarð fyrir verksmiðjuna Einhver stærsti samningur í sögu íslensks viðskiptalífs var undirritaður í London föstu- daginn l.febrúarsl. Það var þegar Björgólfur Thor Björgóljsson, Magnús Þorsteinsson og Björgólfur Guómundsson, stofnendur og helstu eigendur Bravo International í Rússlandi, seldu Heineken fyrirtækinu bjórverksmiðju Bravo í Pétursborg fyrir um 41 milljarð króna. Effir Jón G. Hauksson Mynd: Geir Olafeson Þeir sem þekkja til hans lýsa honum sem frísklegum og klár- um manni sem sé fæddur athafnamaður. Langafi hans var hinn kunni athafnamaður Thor Jensen og þaðan er Thors nafnið komið. Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Bravo International í Rússlandi og stjórnarformaður Pharmaco, er aðeins 34 ára, en afrekaði það föstudaginn 1. febrúar sl. að skrifa undir einhvern stærsta samning í sögu ís- lensks viðskiptalífs þegar hann ásamt föður sínum Björgólfi Guðmundssyni og Magnúsi Þorsteinssyni, stoíhendum og helstu eigendum Bravo International í Rússlandi, seldu Heineken tyrirtækinu bjórverk- smiðju Bravo í Pétursborg á 41 milljarð króna. Samn- ingurinn felur jafnframt í sér að Heineken kaupir 49% hlut í annarri verksmiðju Bravo sem framleiðir og sel- ur áfenga svaladrykki og tilbúna kokteila. Farsæld Is- lendinganna í Rússlandi hefur verið ævintýraleg. Þeir settu bjórverksmiðjuna á fót árið 1998 og týrsti bjórinn sem framleiddur var í verksmiðjunni fór á markað í mars 1999, eða fýrir aðeins þremur árum, undir merkinu Botchkarov. Framleiðslugeta verk- smiðjunnar, sem er hin sjötta stærsta í Evrópu, er 535 milljónir lítra. Til samanburðar er salan á Islandi 11 milljónir lítra. Þótt bjórsagan sé tiltölulega stutt hófst saga þeirra þremenninga í drykkjavörufram- leiðslu i Rússlandi lýrir niu árum. Það sem hið heimsþekkta Heineken fyrirtæki er að kaupa af þeim félögum er afar öflug bjórverksmiðja sem hefur náð öflugri sölu á bjór í Rússlandi. Heineken er því í raun að tryggja sér stóraukna markaðshlutdeild í Rússlandi; kaupa sterka kanala inn á markaðinn, þ.e. í veitingahús og vinbúðir. Bjórverksmiðja Bravo hefur náð 4% markaðshlutdeild í Rússlandi. I Pétursborg hefur Bravo 17% bjórmarkaðarins og 7% í höfuðborginni Moskvu. Þetta eru glæsilegar tölur. Bjórtegundir Bravo heita Botchkarov og Ohota. Þá hefur fýrirtækið framleitt Lövenbrau samkvæmt sérleyfi. Framleiðsla á Heineken-bjór fyrir Rússlands- markað hefst eflaust fljótlega í verksmiðjunni sem og notkun dreifinga- og sölukerfisins. Björgólfur Thor og Magnús Þorsteinsson Mest hefur mætt á þeim Björgólfi Thor og Magnúsi Þorsteinssyni við uppbygginguna í Rússlandi, en Björgólfur Guðmundsson hefur tekið þátt í þessu frá upphafi, setið í stjórn og verið til stuðnings, allt frá því að íslendingarnir héldu í víking til Rússlands árið 1993. Sonur hans, Björgólfur Uior, er þó sagður vítamínssprautan í þessu ævintýri; hann sé djarfur, ákaflega hugmyndaríkur, leiði hópinn, komi hlutum í verk og haldi utan um fjármálin. Samvinna hans og Magnúsar er sögð rómuð. Það kvað einkenna Magnús hve skipulagður hann er, vinnusamur og umfram allt; góður og agaður stjórnandi sem sé með framleiðsluna á sinni könnu. Magnús varð fertugur í desember og hélt þá upp á fertugsafmæli sitt á heimili sínu á Akureyri. Þess má geta að faðir Magnúsar er Þorsteinn Sveinsson, fyrrurn kaupfélagsstjóri á Egilsstöðum, en bróðir hans er Gunnar Sveinsson, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Suðurnesja. Segja má að í samvinnu BjörgólfsThors og Magnúsar rekist á tveir gamlir skólar úr íslensku atvinnulifi, einkaframtakið og samvinnuhugsjónin. Magnús er Samvinnuskólagenginn og var framkvæmdastjóri Viking Brugg á Akureyri áður en hann hélt til Rússlandi með þeim feðgum. Björgólfur Thor varð stúdent úr Verslunarskóla íslands fyrir fimmtán árum og nam síðan fjármálafræði við New York University í Banda- ríkjunum. Ohætt er að segja að sú ljármálafræði hafi skilað sér vel. Hann hefur haft með fjármál og rekstur Bravo að gera á meðan Magnús hefur haft yfirumsjón með byggingum, tæknimálum og framleiðsluferlinu í verksmiðjum Bravo. Þess má geta að efdr nám ytra vann Björgólfur um um tíma hjá Oppenheimer fyrir- tækinu í New York. Björgólfur Thor stærsti hluthafinn Eftir því sem Frjáls verslun kemst næst var hlutur íslending- anna í Bravo bjórverksmiðjunni um 70%. Björgólfur Thor átti stærstan hlut, 33%, faðir hans, Björgólfur Guðmundsson, átti 18%, og Hollenski bjórrisinn Heineken greiðir um 41 millj- arð jyrir bjórverksmiðju Bravo í Pétursborg. Fyrir- tækið er í raun að kaupa sig inn á rússneska bjór- markaðinn. 36
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.