Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2002, Side 38

Frjáls verslun - 01.01.2002, Side 38
ÆVINTÝRALEG FARSÆLD í RÚSSLflNDI Þeir sem þekkja til hans lýsa honum sem frísklegum og klárum manni sem sé fæddur athafnamaður. Langafi hans var hinn kunni athafnamaður Thor Jensen og þaðan er Thors nafnið komið. Magnús átti sömuleiðis 18% hlut. Afgangurinn skiptist á ýmsa aðra, meðal annars nokkra lykilstarfsmenn í fyrirtækinu. Rekja má ævintýrið í Rússlandi til þess að þeir feðgar ásamt Magnúsi og fleiri Islendingum fluttu út gosdrykkjaverksmiðju Sanitas til Pétursborgar árið 1993 í kjölfari þess að verksmiðjan hafði verið lögð niður á íslandi, en Björgólfur eldri hafði verið for- stjóri hennar. Pharmaco átti á þessum tíma verksmiðju Sanitas sem og Viking-Brugg á Akureyri þar sem Magnús Þorsteinsson var við stjórnvölinn. Þeir BjörgóifurThor og Magnús héldu utan með verksmiðjuna ásamt Ijórum öðrum íslendingum og settu hana upp í Pétursborg í samstarfi við rússneska og breska aðila og hófu framleiðslu á sömu gosdrykkjum og Sanitas hafði fram- leitt áður á Islandi. Fljótlega fékk Pepsi Cola þá til að framleiða pepsí í dósum fyrir Rússlandsmarkað. Til að gera langa sögu stutta mættu hópnum verulegir erfiðleikar og upp úr samstarfinu slitnaði. Úr varð að Pepsi Cola yfirtók þá verksmiðju árið 1996. Ari áður en upp úr samstarfinu slitnaði höfðu þeir byrjað að prófa sig áfram með framleiðslu á áfengu gosi og kokteilum og höfðu byggt aðra verksmiðju utan um það viðskiptamódel, eða um mitt ár 1996. Sú verksmiðja er enn í fullum gangi og það er hún sem Heineken keypti m.a. 49% hlut í hinn 1. febrúar sl. Það má því segja að farsældin ytra hafi hafist árið 1996 þegar íslend- ingarnir voru orðnir á eigin vegum úti með hið nýja fyrirtæki sitt Bravo International og framleiddu áfengt gos og kokteila. En, og það er stórt EN; komið var að stóra stökkinu, ákveðið var að Bravo hæfi framleiðslu á eigin bjór. í fyrstu sá Bravo um áfyllingu á dósir fyrir stærsta bjórframleiðandann í Rússlandi, Baltica. Eigin bjórframleiðsla var samt takmarkið - og það mikil fram- leiðsla. Þess vegna var réðust þeir í byggingu nýrrar og risastór- ar verksmiðju undir bjórframleiðsluna árið 1998. Það var drifið í hlutunum og fyrsti Botchkarov bjórinn, sem iramleiddur var í verksmiðjunni, fór á markað í mars árið 1999. Núna, þremur árum síðar, er það einmitt þessi bjórverksmiðja sem Heineken kaupir af Bravo International á um 41 milljarð króna, auk þess sem Heineken kaupir 49% í hinni verksmiðju Bravo, þeirri sem framleiðir áfengt gos og kokteila. Aðdragandinn staðið yfir í næstum ár Aðdragandinn að kaup- um Heineken á bjórverksmiðjunni hefur staðið yfir í meira en eitt ár og hefur Björgólfur Thor Björgólfsson og þeir félagar setið ótal fundi með ýmsum aðilum vegna sölunnar. Enda vildu fleiri en Heineken kaupa verksmiðjunar. Stórfyrirtæki í björsölu, eins og Heineken, hefur gjarnan þann háttinn á að fylgjast með frumkvöðlum í bjórframleiðslu í langan tíma áður en tekin er ákvörðun um að kaupa. Þá eru ævinlega gerðar nokkrar áreiðanleikakannanir áður en skrifað er undir samn- inga af þeirri stærðargráðu sem hér um ræðir. Þetta er langt ferli. Þess má geta að þeir Björgólfur Thor og Magnús munu fyrst um sinn sitja áfram í stjórn bjórverksmiðju Bravo sem Heineken hefur keypt. Björgólfur Thor verður þar stjórnarfor- maður og Magnús stjórnarmaður. Stóra málið hjá þeim og Heineken verður þó auðvitað að víkka út og stórauka kraftinn í þeirri verksmiðju Bravo sem selur áfengt gos og kokteila; gera þá verksmiðju enn verðmeiri. Þeir feðgar stærstir í Pharmaco Þeim feðgum Björgólfi Guð- mundssyni og syni hans Björgólfi Thor hefur ekki einvörðungu tekist vel upp við uppbyggingu Bravo International í Rússlandi; þeir hafa látið að sér kveða í Pharmaco fyrirtækinu þar sem þeir eru núna langstærstu eigendurnir, með um 35% hluL Björgólfur yngri er þar stjórnarformaður. Markaðsvirði Pharmaco er núna um 25 milljarðar króna og má ætla að hagnaður fyrirtækisins á síðasta ári verði á þriðja milljarð króna eftir skatta. Hagnaður eftir skatta var um 1,2 milljarðar króna fyrstu níu mánuði síðasta árs og hagnaður fyrir tjármagnskostnað, afskriftir og skatta (EBITDA) var nálægt 2,4 milljörðum króna og samkvæmt því ætti hann að fara yfir 3 milljarða á öllu árinu. Það var um mitt ár 1999 sem Pharmaco stofnaði fyrirtækið Iconsjóðinn með þeim feðgum, Björgólfi Guðmundssyni og Björgólfi Thor, og átti Pharmaco þar um helming á móti þeim feðgum. Iconsjóðurinn keypti í framhaldinu 45% í búlgarska lytja- fyrirtækinu Balkanpharma ásamt Deutsche Bank, sem einnig átti 45%, og tveimur Búlgörum sem áttu samtals 10%. Það var í mikið ráðisL Balkanpharma var með 6 þúsund manns í vinnu. Síðan hafa dæmið undið upp á sig. í hnotskurn er það þetta; Deutsche Bank hefur selt sinn hlut í Balkanpharma sem sam- einað hefur verið Pharmaco á íslandi. Núna er Balkanpharma í Búlgaríu dótturfélag Pharmaco á íslandi og eru þeir feðgar langstærstu eigendurnir, með um 35% hlut og er hann í eigu fyrir- tækis þeirra, Amber International. Björgólfur Thor er stjórnar- formaður Pharmaco, en Björgólfur eldri situr sömuleiðis í stjórn fyrirtækisins. Næststærsti hluthafinn í Pharmaco er með um 5,0%. Aðrir hluthafar eiga minna. Þess má geta að Pharmaco átti lítinn hlut í bjórverksmiðju Bravo, en fékk fyrir hann eigi að síður 440 milljónir króna í sölunni til Heineken og mun söluhagnaður Pharmaco nema um 250 milljónum króna. Ljóst er að eftir söluna á bjórverksmiðju Bravo mun Björgólf- ur Thor snúa sér af fullum krafti að Balkanpharma og lyfjamark- aðnum - sem og að byggja frekar upp þá verksmiðju í Pétursborg sem framleiðir áfengt gos og kokteila. Langstærsti markaður Balkanpharma er einmitt Rússland og þar eru miklir möguleikar sem hægt er að rækta frekar. ThOf Jensen langafi hans Björgólfur Thor Björgólfsson er maður sem fólk í viðskiptalífinu ætti að veita athygli - slík hefur farsæld hans í viðskiptum verið undanfarin ár. í upphafi var sagt frá því að langafi hans hefði verið hinn kunni athafnamaður Thor Jensen (faðir Ólafs Thors, fyrrum forsætisráðherra). Förum aðeins nánar í ættfræðina. Thor Jensen og kona hans Margrét Þorbjörg áttu dótturina Margréti Þorbjörgu sem gift var Hallgrími FR. Hallgrímssyni, fyrrum forstjóra Skeljungs. Þau áttu tvær dætur, Þóru og Elínu. Þóra er gift Björgólfi Guð- mundssyni og sonur þeirra er einmitt títtnefndur Björgólfur Thor. BjörgólfurThor Björgólfsson heldur heimili í London, Péturs- borg og á Islandi. Mest dvelur hann í London. Hann verður 35 ára hinn 19. mars næstkomandi og í vor heldur hann upp á fimmtán ára stúdentsafmæli sitt með skólasystkinum sínum úr Verslunarskólanum. Ætli bjór berist ekki í tal? Œj 38
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.