Frjáls verslun - 01.01.2002, Side 46
Hugmyndir Daviðs Oddssonar um að leggja niður Þjóðhagsstofnun
rötuðu inn í áramótaskaupið. Þarfstofnun eins og Þjóðhagsstofnun?
Hver er saga efnahagsráðgjafa rikisstjórna hér á landi?
Þórður Friðjónsson hefur verið forstjóri Þjóðhagsstofnunar í fimmtán
ár. Samstarf hans ogDavíðs hefur þó verið langtum minna en sam-
starfhans var við forvera Davíðs, Steingrím Hermannsson.
Deilan um Þjóðhag
Hugmyndir Davíðs Oddssonar forsætisráöherra
um ah leggja Þjóðhagsstofnun niður rötuðu inn í
/
áramótaskaupið. I skaupinu var að visu skipt um
veðurfræðing sem ekki spáði nægilega góðu veðri
og nýr settur inn sem spáði sólskini. En hver er
saga Þjóðhagsstofnunar og efnahagsráðgjafa ríkis-
/
stjórna á Islandi? Er pörffyrir Þjóðhagsstofnun?
Texti: Jón G. Hauksson Myndir: Geir Olafsson o. fl.
Hugmyndir Davíðs Oddssonar forsætisráðherra um að
leggja niður Þjóðhagsstofnun rötuðu inn í áramótaskaupið.
Það fór að vísu fremur lítið fyrir brandaranum, hann var
nokkuð lipur en býsna djúpur; skipt var um veðurfræðing sem
spáði ekki nægilega góðu veðri og öðrum skipt inn á sem sem
spáði sólskini. Þarna var verið að vísa til þess að Þjóðhags-
stofnun hafði spáð því í upphafi síðasta árs að verðbólgan yrði 6%
á árinu og taldi Davíð það of háa tölu. Hann sagði þetta óábyrga
spá, en jafnframt hnaut hann illilega um það álit stofnunarinnar,
sem birtist í Þjóðarbúskapnum í mars á síðasta ári, að of mikill
slaki hefði verið á stjórn efnahagsmála á árunum 1998 og 1999.
Þar var átt við ríkisíjármálin. Gamla góða kenningin er jú að ríkið
þurfi að draga úr ríkisútgjöldum - eða hækka skatta - til að slá á
þenslu, en að auka þurfi ríkisútgjöldin til að færa meira líf í
tuskurnar. Hvað um það. Það kom á daginn að þrátt fyrir afar
háa vexti á Islandi til að slá á útlán bankakerfisins og viðhalda
styrk krónunnar sem gjaldmiðils varð verðbólgan talsvert meiri
en bæði Davíð og Þjóðhagsstofnun spáðu; hún varð 9,4% þegar
upp var staðið og telst verðbólga núna einn helsti efnahagsvandi
þjóðarinnar. Vonir eru hins vegar bundnar við að verðbólgan
hjaðni á þessu ári.
Pólitísk lending í Sjónmáli? En verður Þjóðhagsstofnun lögð
niður á næstunni eða ekki? Erfitt er að átta sig á því. Miklar
sögusagnir eru um að sjálfstæðismenn og framsóknarmenn hafi
ekki náð pólitískri lendingu um málið, þar sé pattstaða. Hins
vegar hefur teningnum verið kastað af hálfu Davíðs og það þýðir
að ekki verður aftur snúið; ganga má út frá því sem gefnu að
ákvörðun um afdrif stofnunarinnar verði tekin á þessu ári, en
raunar átti hún að liggja fyrir í lok síðasta árs. Nefndin, sem
skipuð var í júní á síðasta ári til að undirbúa nýja verkaskiptingu
stofnana á sviði efnahagsmála og sem einkum lýtur að þvi að
færa verkefni Þjóðhagsstofnunar til annarra stofnana, hélt
nokkra fundi sl. sumar og haust. Hún hefur hins vegar ekki
komið saman í nokkra mánuði og virðist því ekki mjög virk, en
hún er samt enn að vinna í málinu. I nefndinni eru: Olafur
Davíðsson, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, formaður,
Hallgrímur Snorrason hagstofustjóri, Bolli Þór Bollason, skrif-
stofustjóri í ijármálaráðuneytinu, Eiríkur Guðnason seðlabanka-
stjóri, Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, og þau
Katrín Olafsdóttir og Asgeir Daníelsson, fyrir hönd starfsmanna
Þjóðhagsstofnunar.
46