Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2002, Blaðsíða 46

Frjáls verslun - 01.01.2002, Blaðsíða 46
Hugmyndir Daviðs Oddssonar um að leggja niður Þjóðhagsstofnun rötuðu inn í áramótaskaupið. Þarfstofnun eins og Þjóðhagsstofnun? Hver er saga efnahagsráðgjafa rikisstjórna hér á landi? Þórður Friðjónsson hefur verið forstjóri Þjóðhagsstofnunar í fimmtán ár. Samstarf hans ogDavíðs hefur þó verið langtum minna en sam- starfhans var við forvera Davíðs, Steingrím Hermannsson. Deilan um Þjóðhag Hugmyndir Davíðs Oddssonar forsætisráöherra um ah leggja Þjóðhagsstofnun niður rötuðu inn í / áramótaskaupið. I skaupinu var að visu skipt um veðurfræðing sem ekki spáði nægilega góðu veðri og nýr settur inn sem spáði sólskini. En hver er saga Þjóðhagsstofnunar og efnahagsráðgjafa ríkis- / stjórna á Islandi? Er pörffyrir Þjóðhagsstofnun? Texti: Jón G. Hauksson Myndir: Geir Olafsson o. fl. Hugmyndir Davíðs Oddssonar forsætisráðherra um að leggja niður Þjóðhagsstofnun rötuðu inn í áramótaskaupið. Það fór að vísu fremur lítið fyrir brandaranum, hann var nokkuð lipur en býsna djúpur; skipt var um veðurfræðing sem spáði ekki nægilega góðu veðri og öðrum skipt inn á sem sem spáði sólskini. Þarna var verið að vísa til þess að Þjóðhags- stofnun hafði spáð því í upphafi síðasta árs að verðbólgan yrði 6% á árinu og taldi Davíð það of háa tölu. Hann sagði þetta óábyrga spá, en jafnframt hnaut hann illilega um það álit stofnunarinnar, sem birtist í Þjóðarbúskapnum í mars á síðasta ári, að of mikill slaki hefði verið á stjórn efnahagsmála á árunum 1998 og 1999. Þar var átt við ríkisíjármálin. Gamla góða kenningin er jú að ríkið þurfi að draga úr ríkisútgjöldum - eða hækka skatta - til að slá á þenslu, en að auka þurfi ríkisútgjöldin til að færa meira líf í tuskurnar. Hvað um það. Það kom á daginn að þrátt fyrir afar háa vexti á Islandi til að slá á útlán bankakerfisins og viðhalda styrk krónunnar sem gjaldmiðils varð verðbólgan talsvert meiri en bæði Davíð og Þjóðhagsstofnun spáðu; hún varð 9,4% þegar upp var staðið og telst verðbólga núna einn helsti efnahagsvandi þjóðarinnar. Vonir eru hins vegar bundnar við að verðbólgan hjaðni á þessu ári. Pólitísk lending í Sjónmáli? En verður Þjóðhagsstofnun lögð niður á næstunni eða ekki? Erfitt er að átta sig á því. Miklar sögusagnir eru um að sjálfstæðismenn og framsóknarmenn hafi ekki náð pólitískri lendingu um málið, þar sé pattstaða. Hins vegar hefur teningnum verið kastað af hálfu Davíðs og það þýðir að ekki verður aftur snúið; ganga má út frá því sem gefnu að ákvörðun um afdrif stofnunarinnar verði tekin á þessu ári, en raunar átti hún að liggja fyrir í lok síðasta árs. Nefndin, sem skipuð var í júní á síðasta ári til að undirbúa nýja verkaskiptingu stofnana á sviði efnahagsmála og sem einkum lýtur að þvi að færa verkefni Þjóðhagsstofnunar til annarra stofnana, hélt nokkra fundi sl. sumar og haust. Hún hefur hins vegar ekki komið saman í nokkra mánuði og virðist því ekki mjög virk, en hún er samt enn að vinna í málinu. I nefndinni eru: Olafur Davíðsson, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, formaður, Hallgrímur Snorrason hagstofustjóri, Bolli Þór Bollason, skrif- stofustjóri í ijármálaráðuneytinu, Eiríkur Guðnason seðlabanka- stjóri, Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, og þau Katrín Olafsdóttir og Asgeir Daníelsson, fyrir hönd starfsmanna Þjóðhagsstofnunar. 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.