Frjáls verslun - 01.01.2002, Síða 66
Grímur Sœmundsen, framkvæmdastjóri Bláa lónsins, sem er markaðsfýrirtœki ársins 2001, ásamt Gubfmnu S. Bjarnadóttur, rektor Háskól-
ans í Reykjavík, Guðbjörgu Alfreðsdóttur, framkvæmdastjóra Pharmaco, og Valgerði Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra.
hlutum á jeppa og fólksbíla og starfar í Kópavogi og Noregi,
hefur náð góðum árangri, svo að dæmi séu nefnd.
Bogi segir að í markaðsstarfi sé mikilvægast að hafa þol-
inmæði og þor. „Maður þarf að hafa þor til að setja sér
ögrandi markmið til langs tíma og þolinmæði til að halda það
út. Það er svo auðvelt að láta berast með vindi en það er ekki
víst að vindurinn blási endilega á hverjum degi í þá átt sem
maður hefur ætlað sér að komast í til lengri tíma litið þannig
að maður verður að hafa þolinmæði til að komast yfir hverja
hindrun án þess að missa sjónar af takmarkinu. Þegar við
hófum beinan innflutning á bílum frá Japan árið 1980 settum
við okkur það markmið að verða stærsta fyrirtæki sinnar
tegundar á Islandi og hafa sem flesta bíla í umferð, ekki að ná
mestu sölunni. Við náðum þessu markmiði 1988 en höfðum
aldrei verið efstir í sölu eitt einasta ár. Við ákváðum að byggja
upp okkar langtímamarkmið með hægum, öruggum vexti,“
segir hann.
Að na mestu athyglinni Bogi heldur áfram: „Mikilvægi þess
að geta byggt grunn undir fyrirtækið töldum við að væri góð,
traust langtímaviðskiptasambönd við sem flesta viðskiptavini.
Það myndi hjálpa okkur að byggja upp þjónustuna, bæði vara-
hlutaþjónustu, viðgerðaþjónustu og tækniþekkingu innan fyrir-
tækisins. Við urðum að gæta þess að grunngildin væru í lagi.
Við vissum að varan var í lagi en við urðum að styðja við hana
með góðri þjónustu og viðmóti starfsmanna. Við töldum að allt
þetta myndi síðan hjálpa okkur að vera samkeppnishæfari á
markaði og geta boðið meira fyrir minna. Þá værum við senni-
lega komin í þau spor að geta selt mest því að þá værum við
trúlega samkeppnishæfust. Allt myndi þetta byggja upp hátt
endursöluverð bílanna.“
Hvað markaðsstarfið varðar þá segir Bogi að auglýsinga-
stefnan eða kynningarstefnan sé bara einn hluti af markaðs-
starfinu. Markaðsstarfið eigi sér dýpri rætur inn í fyrirtækið,
hvernig tegund fyrirtækið er, hvernig það kynnir sig á markaði,
hvernig starfsmenn það velur sér, hvaða kröfúr það gerir til
starfsmanna og hvers konar þjónustu fyrirtækið veitir. Þannig
mætti lengi telja. Hvað auglýsingar og kynningarstarfið varðar
þá hafi fyrirtækið ávallt reynt að fara ferskar leiðir. ,ýVðal-
markmið auglýsinga er að ná athygli. Eg veit ekki um neina
auglýsingu sem hefur selt vöru. Það kemur alltaf að því að við-
skiptavinur talar við sölumann. Milli þeirra myndast samband
og þar verður salan til. Auglýsingunni er ekki ætlað annað en að
ná mestu athyglinni. Við höfum ávallt lagt mikið upp úr því að
lofa ekki meiru en við getum staðið við. Innan þess ramma
höfum við reynt að fara nýjar, ferskar leiðir. Auglýsingin á Flug-
leiðaþotunni nýlega er dæmi um slíka nýjung,“ segir hann.
Mannleg samskipti Bogi vill líta framhjá tæknibyltingu
undanfarinna ára, símtækninni og Netinu, þó að auðvitað sé
tæknin mikilvæg. „Þetta eru bara leiðir til að koma skilaboðum
á framfæri. Skilaboðin sjálf verða ekkert merkilegri þó að leið-
irnar verði nýjar. Þau þurfa að uppfylla sömu skilyrði og áður,
þ.e. hafa eitthvert virði. Leiðunum fiölgar en það er tvíeggjað
sverð því að um leið og aðferðunum ljölgar við að koma skila-
boðum á framfæri eykst áreitið á neytandann. Miðlunum fiölg-
ar en áreitið verður miklu meira. Mælingar benda til þess að
auglýsingar nái ekki athygli fólks jafn vel og áður,“ segir hann
og undirstrikar mikilvægi mannlegra samskipta. „Öll viðskipti
eru á endanum viðskipti milli manna. Þessi mannlegu sam-
skipti verða sífellt mikilvægari í ólgusjó á auglýsingamarkaði
þar sem þekking á vöru eða þjónustu breiðist út gegnum
ánægju viðskiptavina. Sú aðferð verður mikilvægari en áður.
Þess vegna leggjum við meiri áherslu á gæði samskipta og
þjónustu en áður. Og það held ég að sé einkennandi fyrir það
sem er að gerast í heiminum almennt.“Qfl
66