Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2002, Page 76

Frjáls verslun - 01.01.2002, Page 76
Valdimar ogAldís Hafsteinsbörn fyrir framan einn afbílum Kjöríss. Systkinin eru alls fjögur og hafa öll starfað ífyrirtækinu en í dag eru bara Valdimar og Aldís þar í fullu starfi, Valdimar sem framkvœmdastjóri og Aldís sem innkaupastjóri, auk þess sem hún er forseti bœjarstjórnar í Hveragerði. Með bragðlaukana Lítíð hefiir farið fyrir Kjörís ehf. í Hveragerði þó að framleiðsluvaran ísinn sé oft á borðum landsmanna og fáir vita neitt að ráði um fyrirtækið annað en að ísinn er góður. En snar- lega skal bætt úr því. Kjörís er rúmlega 30 ára gamalt ijölskyldufyrirtæki í Hveragerði í eigu eiginkonu og barna Hafsteins Kristinssonar og bróður hans. Systkinin Valdimar og Aldís Haf- steinsbörn stýra daglegum rekstri fyr- irtækisins, Valdimar sem fram- kvæmdastjóri og Aldís sem innkaupa- stjóri. Föðurbróðir þeirra, Guðmundur Kristinsson, situr í stjórn, tvær systur koma að starfseminni sem stjórnarmenn og önnur þeirra hefur starfað hjá fyrirtækinu í sumarfríum. Laufey S. Valdimarsdóttír, ekkja Hafsteins, er stjórn- arformaður. Valdimar og Aldís hafa gefið sér tíma tíl að setjast niður og spjalla við útsendara Frjálsrar verslunar. Fyrirtækið Kjörís var upphaflega stoihað sem Ostagerðin hf. af frumkvöðlunum Hafsteini Kristinssyni, tveimur bræðrum hans og nokkrum bændum í Ölfusinu en hún átti ekki langt líf. Ostagerðin var fyrsta einkarekna ostagerðin á Is- landi og var hún starfrækt í tvö ár. „Þetta var heilmikil barátta til að byrja með,“ segir Valdimar. „Fyrirtækið er byggt á grunni þessarar ostagerðar. Hún hóf göngu sína árið 1966, starfaði í tvö ár og lagði þá upp laupana. Bræðurnir fóru þá að velta fyrir sér hvað væri hægt að gera í staðinn og fundu út ísgerðina ásamt Gylfa Hinrikssyni vélfræðingi. A þessum tíma voru miklar niðurgreiðslur í mjólkuriðnaðinum og kerfið slíkt að þetta var mjög erfitt," segir hann. Með aðalsamninginn í dag eru Jjögur fyrirtæki sem selja ís á Islandi og eru tvö stærstu fyrirtækin inn- lendar ísgerðir með langstærstu mark- aðshlutdeildina. SS og Danól eru ein- göngu í innflutningi en bæði Kjörís og Emmessís, sem er í eigu Mjólkursam- sölunnar, flytja inn og framleiða ís og ístengdar vörur. Emmess- ís hefur verið stærsta fyrirtækið á markaðnum alveg fram á síð- ustu misseri, en nú hefur það breyst og er Kjörís stærra með tíl- lití til veltu og framleiðslu. Veltan nemur rétt ríflega 500 millj- ónum króna en hagnaður er ekki gefinn upp. „Það er ekki að ástæðulausu sem þetta er einkahlutafélag," segja systkinin. Þau áætla að Kjörís hafi um 50 prósenta markaðshlutdeild, Emmessís 40 prósent og hinir um 10 prósent. „Þetta veltur svolítið á því hverjir hafa aðalsamninginn við stærstu söluaðilana. Emmessís var einn að íssölunni í Bónus og 10-11 í tíu ár eða þangað tíl um mitt ár 2000 að við náðum sam- komulagi við Baug. Frá þeim tíma erum við nánast ein með ís- sölu í Bónus-búðunum og 10-11-búðunum og svo eru vörur frá Hlunkar, Mjúkís, Lúxuspinnar, ístertur, toppís og Súperflaugar. Framleiðsluvörurnar eru óteljandi og vörurnar reglulega á matseðli landsmanna. Litla jjölskyldujyrir- tœkið Kjörís er í dag stærst á markaðnum með um 50 prósent. Eftír Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Myndir: Geir Olafsson 76
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.