Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2002, Qupperneq 77

Frjáls verslun - 01.01.2002, Qupperneq 77
FRAMLEIÐSLA báðum fyrirtækjum í Hagkaupum og Nýkaupum," sega þau. Þau benda á að samningurinn hafi mikið að segja fyrir svo lítíð fyrirtæki, þarna sé um stóran viðskiptavin að ræða því að Baugur hafi stóran hluta af matvörumarkaðnum og þar sé hlutur Bónuss náttúrulega gríðarmikill. Hlutur Kaupáss- verslana hefur einnig farið ört stækkandi á seinustu misserum og eru verslanir Kaupáss meðal stærstu viðskiptavina. „A mótí kemur að við erum stór í vélarís og sjoppugeiranum. Vélarísinn og vörur tengdar honum eru 25% af veltunni þannig að við erum ekki alveg háð stórmörkuðunum að öllu leyti. Sú stað- reynd að við fengum ekki þennan samning fyrr en í fyrra sýnir að við lifðum þokkalegu lífi fram að því,“ bætir Aldís við. - Af hverju komst þessi samningur á? Er einhver sér- stök óstaeða? „Við tókum þátt í útboði og þeir fóru að ræða við báða aðila. Af hverju sömdu þeir við okkur? Það hefur sjálfsagt verið annað hvort að hinir hafi dregið í land eða við einfaldlega boðið betur. Það er okkur ekkert sérstakt kappsmál að sitja ein að einhverjum markaði, við viljum bara vera með og sanna okkur,“ svarar Valdimar. í ísnum Kjörís framleiðir um 1,4 milljónir lítra afís á ári. Um 30% af framleiðslunni fer í svokallaðan dolluts, t.d. Mjúkís, 30% í pinnaís, ísblöndur standa fyrir 20 prósent og 10-20% annað, t.d. innfluttur ís, kex og kurl í ísbúðir. Islendingar hafa mjög sérstaka bragðlauka og vilja ís með vanillubragði, súkkulaði, karamellu og lakkrís en ekki sterku ávaxtabragði, eins og tíðkast víða erlendis. Þriðja stærsta fyrirtækið Kjörís framleiðir um 1,4 milljónir lítra af ís á ári. Um 30% af framleiðslunni fer í svokallaðan dolluís, t.d. Mjúkís, 30% í pinnaís, ísblöndur standa fyrir 20 prósent og 10-20% annað, t.d. innfluttan ís, kex og kurl í ísbúðir. „Isbúðareigendur eiga að geta komið hingað og fengið allt tíl íssölunnar; dósirnar, skeiðarnar, kexið, kurlið og allt annað sem þarf í ísbúðina. Þó að þessar hliðarvörur séu ekki afgerandi þáttur í veltunni þá eru þær samt sem áður ákveðin þjónusta sem við veitum. Isbúðareig- endur eiga ekki að þurfa að leita annað varðandi þessar vörur,“ útskýrir Aldís. Kjörís er í dag eitt þriðja stærsta fyrirtækið í Hveragerði á eftir Heilsuhæli NLFÍ og Dvalarheimilinu Asi. Starfsmennirnir eru að jafnaði um 45 talsins og þeim fjölgar allt upp í 60 yfir sumarið þegar ráða þarf afleysingafólk. Sölu- mennirnir eru átta, þar af er einn staðsettur á Akureyri. Heima- markaður Kjöríss, Suðurlandið, er fyrirtækinu gríðarlega mikil- vægur, bæði á sumrin og veturna, þvi að margir höfuðborgar- búar eiga sumarbústað fyrir austan eða flykkjast í sunnudagsbíl- túrum austur fyrir fyall tíl að kaupa sér ís. Svo eru Sunnlendingar trúir sínum. Isneyslan er sveiflukennd en samt stöðugri en fyrir 10-15 árum þegar hægt var að stöðva framleiðsluna í janúar, loka fyrirtækinu og fara að dytta að húsum og vélum. Sérstakir bragðlaukar „Markaðurinn hér er allt öðruvísi en ísmarkaðurinn í öðrum löndum þar sem ísbúðir einfaldlega loka yfir vetrartímann. Erlendum gestum, sem hingað koma, þykir alveg stórfurðulegt að fólk skuli kaupa sér vélarís yfir háveturinn, jafnvel til að fara með út í bíl. Þetta tíðkast ekki erlendis. Þar loka bara þessir staðir," segir Aldís og þau bæta við að um leið sé væntanlega lokað fyrir ísstöðina í heilanum. „Eg held að það sé örlítill munur á neytendamynstrinu, alla- vega hef ég á tilfinningunni að það jaðri við að við lítum á ís sem mat ffekar en að við tengjum hann eingöngu við sól og sumar. Það koma auðvitað sumur þar sem við höfum enga sól en borðum samt ís,“ segir hún. Systkinin telja íslenska bragðlauka svolítíð sérstaka og að það komi skýrt fram á ýmsum sviðum. I innflutningi þýði t.d. ekki að flytja inn hvað sem er. Þannig eigi sterkt ávaxtabragð ekki upp á pallborðið hjá íslendingum. Hins vegar líki fólki vanillubragð, súkkulaði, lakkrís og karamella. Nálægðin Við kúnnann Valdimar og Aldís eru sammála um að vöruþróun skipti gríðarlega miklu máli, alltaf þurfi að koma með þrjár til fimm nýjungar á hverju sumri og hætta Fjögur fyrirtæki selja ís á íslandi og eru tvö stærstu fyrirtækin innlendar ísgerðir með langstærstu markaðshlutdeildina. SS og Danól eru eingöngu í innflutningi en bæði Kjörís og Emmessís flytja inn og framleiða ís og ístengdar vörur. 77
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.