Frjáls verslun - 01.01.2002, Qupperneq 96
FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR
Alhliða banka- og gjaldeyris-
hiónusta í Leifsstöð í 15 ár
Anna Margrét Guðmundsdóttir, forstöðumaðurgjaldeyrisafgreiðslu Landsbankans. „Fyrir tilkomu evr-
unnar var höndlað með 18 myntir ígjaldeyrisþjónustu Landsbankans í Leifsstöð ennú er höndlað með
9 myntir þannig að þeim hejúr fækkað um helming. “
Flugstöð Leifs Eiríkssonar var opnuð í ársbyrjun 1987 og hefur
Landsbanki Islands boðið þar upp á alhliða banka- og gjald-
eyrisþjónustu allan tímann. Starfsemin hefur tekið ýmsum
breytingum gegnum árin. Tölvutæknin hefur aukið afköst og
þægindi en hæst ber tilkomu evrunnar í byijun þessa árs, með
henni fækkaði mikið þeim gjaldmiðlum sem höndlað er með.
Anna Margrét Guðmundsdóttir, forstöðumaður gjaldeyris-
afgreiðslu Landsbankans, segir tilkomu evrunnar og fækkun
mynta hafa breytt miklu og afgreiðsla orðið hraðari og ein-
faldari. „Það var einmitt hér í Leifsstöð sem fyrstu evrurnar
voru afgreiddar á Islandi en það var kl. 5:30 að morgni nýárs-
dags. Fyrir tilkomu evrunnar var höndlað með 18 myntir í
gjaldeyrisþjónustu Landsbankans í Leifsstöð en nú er höndlað
með 9 myntir þannig að þeim hefur fækkað um helming. Mest
eru viðskiptin með dollara, pund, evru og danskar krónur,"
segir Anna Margrét.
Hægt að panta gjaldeyrínn fyrirfram Landsbankinn er með
tvær gjaldeyrisafgreiðslur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Önnur
afgreiðslan er í nýju Schengenbyggingunni, við brottfararhliðin
til Bandaríkjanna og Bretlands, en hin er við fríhöfnina í eldri
byggingunni. Afgreiðslurnar eru alltaf opnar við komur og
brottfarir flugvéla og má segja að
yfir sumarið sé opið nær allan
sólarhringinn. Á jarðhæð ílug-
stöðvarinnar er einnig staðsett
bankaafgreiðsla þar sem hægt er
að fá alla almenna bankaþjónustu
og þar er jafnframt hraðbanki.
Anna Margrét segir að hægt sé að
panta gjaldeyri fyrirfram í
gegnum síma og hann bíður þá til-
búinn þegar ferðamenn leggja
upp í reisuna sem óneitanlega
spari þeim tíma. „Einnig taka
gjaldeyrisafgreiðslurnar við reikn-
ingum fólks og sjá um að koma
þeim í afgreiðsluna á jarðhæðinni.
Reikningarnir eru settir í sérstakt
umslag og bankaútibúið á jarð-
hæðinni gengur frá þeim fyrir
fólk. Fólk þarf því ekki að koma
við nema í einu útibúi til að fá
gjaldeyri og greiða reikninga þeg-
ar það er að fara úr landi. Þetta
hentar flestum mjög vel þar sem
fólk er oft í tímaþröng síðustu dag-
ana fyrir ferðalög og kemst ekki í
banka“, segir Anna Margrét.
Gjaldeyrishraðbankinn sparar
tíma Við gjaldeyrisafgreiðsluna, sem staðsett er hjá fríhöfn-
inni, er gjaldeyrishraðbanki þar sem ferðamenn geta keypt
gjaldeyri. Hraðbankinn var settur upp fyrir nokkrum árum og
í honum er hægt að kaupa dollara, pund, evrur og danskar
krónur. „Ferðamenn geta sparað sér tíma með því að nota
gjaldeyrishraðbankann," segir Anna Margrét. ,,Á álagstímum
myndast oft biðraðir við afgreiðsluna enda fara oft margir
ferðamenn í gegnum flugstöðina í einu. Ég vil því hvetja ferða-
menn sérstaklega til að nýta sér gjaldeyrishraðbankann því
það sparar þeim tíma og léttir álaginu á afgreiðslunni. Hrað-
bankinn er sérlega hentugur þeim sem aðeins vilja ná sér í
litlar íjárhæðir, skotsilfur fyrir nokkra daga,“ segir Anna
Margrét að lokum.
Endurqreiðsla virðisaukaskatts og hraðsendingar á peningum
Landsbankinn í Leifsstöð sér einnig um endurgreiðslu virðis-
aukaskatts til erlendra ferðamanna og Islendinga sem búsettir
eru erlendis fyrir bæði endurgreiðslufyrirtækin, Global
Refúnd og Iceland Refund. Landsbankinn rekur einnig gjald-
eyrisafgreiðslufyrirtæki í Leifstöð undir merkjum Change
Group. Change Group sér um hraðsendingar á peningum milli
landa fyrir Western Union. SH
96