Morgunn - 01.06.1971, Page 55
BÆKUR
49
bækur Gretars Fells fjalla mjög um. Þess vegna eiga þær sér-
stakt erindi til allra á þessum tímum kviða og ótta.
Síðastliðið haust kom út fjórða bindið af erindasafni hans,
sem ber heitið Þa<5 er svo margt ... 1 þessum snjöllu erindum
er víða komið við. Þar má finna sálfræði, heimspeki, dulfræði
og fagurfræði. Þetta er ein af þessum jákvæðu hókum, sem
skilja við lesanda sinn glaðan, hugfanginn og vonbjartari um
framtíð mannsins. Gretar var skáld gott og kemur ást lians og
virðing fvrir móðunnálinu einkar ljóslega fram í þessum er-
indum hans, sem eru skrifuð á fögru, einföldu máli, án allrar
skrúðmælgi.
Að hætti hinna fornu Platónista var Gretar einn þeirra heim-
spekinga, sem lifa eftir kenningum sínum. Hann var sjálfur
bezt vitni þess, að kenningar hans voru heilbrigðar. Yfir allri
persónu hans hvíldi rósemi og hógværð hins þroskaða manns,
sem er sáttur við tilveruna. Svipur hans ljómaði oft af góðsemd
eða kímni. Hann bar með sér að þar fór maður, sem hafði fund-
ið leiðina að lind sálarfriðar og hamingju.
Þótt bindin með erindum hans séu nú orðin f jögur, mun enn
vera til óprentað margt eftir þennan spaka mann. ÞaS er svo
margt . . . heitir erindasafn Gretars Fells. Ég ætla því að ljúka
þessum orðum með tilvitnun í sama kvæði, nefnilega: „Mætt-
um við fá meira að heyra“. Æ. R. K.
4