Morgunn


Morgunn - 01.06.1971, Side 63

Morgunn - 01.06.1971, Side 63
UM DÁLEIÐSLU OG SEFJUN 57 notaðar í sama skyni og þá oft í tengslum við athafnir trúar- legs eðlis, því að gegnum aldirnar fór trú og lækning oftast saman. Jesús frá Nasaret var t. d. jafnvigur á hvorutveggja. En segja má, að með Mesmer hafi læknisfræðin fyrst beinzt að notkun dáleiðslu, án þess að trúarhugmyndir væru því sam- fara. Og segja má, að á vissan hátt hafi þessi aðskilnaður lækn- isfræði og trúarbragða, sem einnig kemur fram í öðrum grein- um læknisfræðinnar, leitt af sér mjög athyglisverða þróun og æskilega að öðrum þræði, þó að trúarafneitun læknisfræðinnar hafi farið út í öfgar og þannig orðið til tjóns. En nú virðist grundvöllur vera að myndast fyrir skynsamlegt jafnvægi milli trúar og vísinda innan læknisfræðinnar. Vax- andi viðurkenning á andlegum og sálarlegum fyrirbrigðum ásamt raunhæfri þekkingu á þeim á þar drýgstan hlut að máli. Það yrði of langt mál að rekja sögulega þróun dáleiðslu- og sefjunaraðferða i þágu læknisvisinda nútímans í stuttri grein, enda mun lesendum Morguns þykja öllu forvitnilegra að heyra nokkuð af fyrirbrigðunum sjálfum, þó að þar sé um svo auðug- an garð að gresja, að greinin lilýtur fremur að þjóna því hlut- verki að vekja menn til umhugsunar en gefa tæmandi upp- lýsingar. Það er hægt að framkalla dáleiðsluástand með mörgu móti. Ein algengasta aðferðin felst í því, að sá, sem gengst undir dá- leiðsluna horfir á ákveðinn blett og einbeitir sér að því. Ein- beitingin þrengir svið athyglinnar, og er það ein forsenda þess, að dáleiðsla geti tekizt. Erfitt er að dáleiða þá, sem kunna ekki að einbeita athyglinni eða geta það ekki vegna sjúkdóms. Þess vegna er oft erfitt að dáleiða vangefið fólk eða geðsjúkt. Þrengir þetta mjög möguleikana á notkun dáleiðslu í lækningarskyni. Meðan maðurirm einbeitir sér að því að horfa, er byrjað að gefa fyrirmæli, sem oftast eru gefin í hlutlausum, sefjandi tón, a. m. k. fyrst. Algengast er að byrja á því að gefa fyrirmæli um slökun, og eru þá oft þuldir upp þeir vöðvar, sem slakna hver af öðrum. Eftir stundarkorn fer maðurinn að þreytast á ein-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.