Morgunn


Morgunn - 01.12.1981, Page 47

Morgunn - 01.12.1981, Page 47
SAMTALSÞÁTTUR UM STJARNLXFIÐ 141 hreyfast við hvert skref sem þú stígur. Þú finnur þetta sérstaklega greinilega ef um martröð er að ræða. Með þessu færðu staðfestingu á því að í draumi virkar sofand- inn sem gerandi (eins og hann sé að framkvæma eitthvað í veruleikanum) eða áhorfandi, allt eftir því hvernig draum- urinn er. Það segir þér tvímælalaust, að ganga í draumi er eins og ganga í vöku. S. Fyrst að draumamaðurinn er gerandinn þá er aug- ljóst að þarna er um sálfarir að ræða. Þ. Ég sagði að sofandinn virki sem gei’andi en ekki að hann væri það. En við skulum athuga þetta frá þeirri hlið og vita hvort þetta skýrist eitthvað nánar. Ég ætla að segja frá draumi sem kunningja minn dreymdi. Hann segir svo frá: „Ég sofnaði heima hjá mér í hádeginu, en konan mín hafði skroppið eitthvað frá. Mig dreymdi að ég væri að ræða við konu mína um að kaupa hjól til að fara í vinnuna á, en þegar við höfðum rætt þessi mál fram og aftur þá segir hún allt í einu hlæjandi við mig, „nei, heyrðu, við skulum heldur kaupa mótorhjól,“ og sló í borðið með hend- inni um leið. Við þetta vaknaði ég. En skömmu seinna kom konan mín heim frá vinkonu sinni (ég kalla hana ,,A“). Þegar hún kom þá sagði ég henni drauminn. Þá varð henni að orði og sagði „en einkennilegt, því að ég og ,,A“ vorum einmitt að ræða þessi mál saman, eins og þig dreymdi“.“ Þessi draumur segir greinilega að kunningi minn lifir í draumi það sem konurnar höfðu lifað í vöku. Þessi draumur er einn af mörgum, sem ég veit um, að sýna ótvírætt að draumamaður upplifir í draumi það sem annar lifir í vöku. Ef þetta væri þannig eins og þú minnist á, að um sálfarir væri að ræða, þá hefði sálin verið þriðja per- sóna og séð tvær konur vera að ræða saman. En svo var ekki, heldur fannst dreymandanum hann vera að tala við konu sína. Það var eins og hann hefði samsálast „A“. Hann virkaði sem gerandinn í draumnum en ekki áhorf-

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.