Morgunn - 01.12.1981, Page 51
SAMTALSÞÁTTUR UM STJARNLÍFIÐ 145
séð hina falla og inn á einhverja skrifstofu þar, sem kona
og karlmaður voru við störf. Á leiðinni þangað kom upp
í huga minn sú spurning af hverju ég væri að fara að
hringja í sjúkrabifreið, þar sem ég væri í henni sjálfur.
Þegar ég kom inn á skrifstofuna, þá bað ég manninn að
hringja á sjúkrabifreið, því að það hefði orðið slys hérna
fyrir utan. Hann spurði mig hvort ég vildi tala, það skipti
ekki máli svaraði ég, og tók á móti símtólinu. Ég heyrði
rödd í símanum. Ég tilkynnti nafn mitt rólega (ég man
ekki hvaða nafn ég nefndi) og var ánægður yfir því hvað
ég gat sýnst rólegur. Ætlaði ég síðan að segja frá slysinu,
en þá var sagt við mig að númerið væri ekki rétt og ég
ætti að hringja í annað númer. Þá kom fát á mig, svo að
ég heyrði ekki þegar hann sagði númerið. Ég starði á tólið,
síðan á manninn, og spurði hvoiú hann hefði ekki hringt
í rétt númer. Við það vaknaði ég.
Eins og sjá má, þá taldi ég mig vera á Akureyri í draumn-
um. En þeir sem þekkja þar til, vita að Hafnarstræti er
ekki eins og þar er lýst eða höfnin. Þarna er um missýnis-
draum að ræða því þarna var margt líkt og ályktaði ég því
rangt. Mín hugsun blandaðist inn í hugsun draumgjafans.
Þannig er oft með drauma að maður telur sig þekkja stað-
inn en þegar þú hefur tök á því að athuga það betur þá
er það allt annar staður en þú hefur séð í vökulífi. Draum-
gjafaskipting var þegar ég var skyndilega kominn niður á
höfn og allt í einu inn í bifreið sem var að hrapa og svo
aftur inn í fyrri bifreiðina.
S. 1 hvaða sambandi hefur draumurinn áhrif á lífstefn-
una og helstefnuna eins og þú varst að tala um áðan.
Þ. Þegar þú veist að draumur er samband við draum-
gjafa þá fyrst er mögulegt að athuga hvernig framhalds-
lífið er. Nú veistu hvað draumur er og þegar þú sérð í
draumi einhverjar dýrategundir, sem ekki eru til hér á
jörðu, þá veistu að þessi dýr eru til á einhverri annarri
10