Morgunn


Morgunn - 01.12.1981, Page 54

Morgunn - 01.12.1981, Page 54
GREINASYRPA „ÚR HEIMI VlSINDANNA": (1. þáttur) ÞÓR JAKOBSSON: HUGLEIÐING Ný þekking: til skrauts? 1 undanföi’num pistlum þessa þáttar höfum við farið vítt og breitt um sólkei’fið og í þeim síðasta snai’snerumst við með „tynglingum“ eða gervitunglum umhverfis jörð- ina. Við virtum fyrir okkur yfirborð hennar og þá einkum frosin höf heimskautanna, en nú lækkum við flugið og lítum okkur nær: skoðum jörðina betur, leiksvið lífsins, og lífið sjálft. Mikið var að eitthvað bar á góma, sem máli skipti kann einhver að segja, því að hvað varðar okkur um stjörnurn- ar og ystu djúp í himingeimnum? Það mætti víst til sanns vegar færa, að lítið virðist vera græðandi á langsóttum alheimsfi’æðum til lausnar á mörgum vanda, — dýrtíð, streita, stríð og heimskan í heiminum, allt virðist fara sínu fram. Forðum daga trúðu margir á bein áhrif himintungla á örlög manna. Nú þykjumst við vita, að stjörnuspekin byggðist á vanþekkingu: slíkum áhrifum er ekki til að dreifa. En í stað stjörnuspekinnar höfum við öðlast mikla þekkingu á alheiminum, sem mannkynið er í rauninni ekki farið að átta sig á til hlítar. Þekkingin er ný, og heillar

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.