Morgunn


Morgunn - 01.12.1981, Side 65

Morgunn - 01.12.1981, Side 65
GREINASYRPA „ÚR HEIMI VlSINDANNA“: (4. þáttur) ÞÓH JAKOBSSON: LÍF í ALHEIMINUM Nú eru geimferjupáskar og er því ekki úr vegi að líta til himins. Á borði mínu liggja tvær fræðigreinar, sem fjalla um samband við lífverur í öðrum sólkerfum. Hvorug er eftir spámanninn í föðurlandi okkar, dr. Helga Pjeturss, sem þreyttist aldrei á að minna menn á stjörnurnar. Hann hélt því fram statt og stöðugt af mikilli sannfær- ingu að víða í alheiminum leyndust vitsmunaverur og gætu þær jafnvel haft áhrif á okkur mennina með fjar- skynjun, hugmagni og þvíumlíku. Skoðanir hans voru stórkostlegar tilgátur, sem ekki verður hægt að sannprófa í bráð. Fyrrnefndar greinar eru eftir eðlis- og stjörnufræðinga og leita þeir ekki fanga út fyrir óvéfengjanlegar uppgötv- anir eðlisfræðinnar. önnur greinin. er skrifuð árið 1959, hin 1979. Fjarskipti sólna á milli Fyrir liðlega tveimur áratugum birtist tveggja blaðsíðna grein í tímaritinu Nature um fjarskipti milli fjarlægra sólkerfa og hugsanlegt samband við vitsmunaverur í grennd við nálægar stjörnur. Grein þessi var eftir Giuseppe Cocconi og Philip Morrison við Cornell-háskóla í Iþöku í New York- ríki (Nature, 19. sept., 1959).

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.