Morgunn - 01.12.1981, Page 70
GREINASYRPA „ÚR HEIMI VlSINDANNA“:
(5. þáttur)
ÞÓR JAKOBSSON:
UPPGÖTVANIR OG HEIÐURINN
Stundum hefur leikið vafi á því, hvaða vísindamaður
eigi að hljóta heiðurinn af því að hafa verið fyrstur á
ferðinni með tiltekna vísindalega uppgötvun. Nú á dögum
mikillar vísindastarfsemi eru menn tiltölulega snöggir að
koma verkum sínum á framfæri, en áður fyrr gat slíkt
dregist af ýmsum ástæðum.
Bæði fyrr og síðar hefur það komið fyrir að mikilvægri
hugmynd skýtur samtímis niður í kollinn á tveimur eða
fleiri mönnum, sem glíma við sömu gátuna. Þetta er eðli-
legt og oftast skipta menn heiðrinum með sér í sátt og
samlyndi. Stundum fer þó allt í bál og brand, klögumálin
ganga á víxl, áhugamenn um sams konar vísindaleg vanda-
mál verða harðsvíraðir keppinautar og erfðafjendur í stað
þess að taka upp eða halda áfram fræðilegum umræðum.
Snillingsœvi
Frægustu deilur þessa eðlis urðu um aldamótin 1700.
Síðustu áratugina fyrir þau aldamót var ein af grundvall-
argreinum stærðfræðinnar sett á laggirnar, diffur- og
tegur-reikningur (differensial- og integralreikningur).
Eins og flestum er kunnugt, sem gengið hafa í mennta-
skóla, eru aðferðir þessar mjög mikilvægar í mörgum
greinum stærðfræði- og náttúruvísinda.