Morgunn


Morgunn - 01.12.1981, Page 56

Morgunn - 01.12.1981, Page 56
150 MORGUNN 1 athyglisverðu leikriti Valgarðs Egilssonar „Dags hríðar spor“, sem undanfarið hefur verið sýnt í Þjóðleikhúsinu undir snjallri stjórn Brynju Benediktsdóttur og Erlings Gíslasonar, var lífið til umræðu, líf einstaklingsins, líf mannsins, saga og erfðir. Arfur aldanna og lokkandi nýja- brum líðandi stundar keppa um hugi manna og hylli, og vandséð er hvar í milli öfga íhaldssemi og umbyltinga ráðlegast er að vera. Tíminn líður, sumt breytist ört og annað stendur í stað. Til er aðferð í hagnýtri stærðfræði, sem kölluð er tíma- raðagreining. Röð mælinga sem gerðar hafa verið með vissu millibili er greind sundur í ótal sveiflur eða bylgjur með mismunandi tíðni, hátíðnibylgjur og lágtíðnibylgjur og allt þar á milli. Það fer eftir eðli ferilsins sem kannaður er með mælingum hvaða tíðni ræður ríkjum á kostnað hinna. Saga lífsins á jörðinni er fjölbreytilegur ferill og sömu- leiðis saga mannfélagsins, stundum skella á ærandi hátíðni- timar og þá gætir lágtíðninnar síður: menn gefa ekki gaum að minningum aftan úr öldum — skoðunum og skynjun forfeðra sinna, sögu þeirra sem skráð er í bókum og erfð- um ættanna mann fram af manni. Jafnvel í draumum enn þann dag í dag má að sumra dómi greina þrotabrot úr minningum steinaldarmannsins. — En hvort sem okkur líkar betur eða verr reynist óhollt til lengdar að gleyma því, að við erum milljón ára og vel það. En frá þessum áminningum um lágtíðnina eða hið frum- læga í eðli mannsins er nú steinsnar yfir í eilífðarmálin. Fer vel á því að láta þau lesendum eftir í tilefni jólanna — til íhugunar, þ.e.a.s. ef þeim gefst tími til! Gleðileg jól. 19. desember 1980.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.